Download Print this page

Bayer HealthCare MEDRAD CT 300 Series Instructions For Use Manual page 528

Advertisement

MEDRAD® MRXperion Notkunarleiðbeiningar
4.
Ýtið á Fill A (Fylla A) hnappinn
tvisvar til að byrja sjálfsfyllingu
sprautu A.
5.
Gangið úr skugga um að ekkert loft sé
í vökvarásinni. Fjarlægið oddinn.
6.
Takið stóra oddinn úr umbúðunum. Fjarlægið rykhlíf
af luer-enda oddsins. Setjið stóra oddinn upp
á saltlausnarsprautuna (sprautu B). Notið ekki
óhóflegan kraft við uppsetninguna. Takið hlífina af
enda oddsins. Stingið oddnum í vökvagjafann.
7.
Ýtið á Fill B (Fylla B) hnappinn
tvisvar til að byrja sjálfsfyllingu
sprautu B.
8.
Gangið úr skugga um að ekkert loft sé í
vökvarásinni. Fjarlægið oddinn. Fargið
vökvagjafarílátinu og oddinum.
ATHUGIÐ: Ef notað er Kvenkyns/Kvenkyns-breytistykki
(FFA) í þrepum 3 og 6 til að hlaða vökva úr
áfylltri sprautu, festið þá FFA við enda
sprautunnar í stað odds. (Hægt er að kaupa
FFA sérstaklega. Vöruskrárnúmerið fyrir
þennan hlut er FFA 50.)
9.
Við að tengja einnota slönguna, fylgið eftirfarandi
leiðbeiningunum í Uppsetning tengislöngu
kaflanum.
Fyllt á sprauturnar: Handvirkt
ATHUGIÐ: Á meðan á áfyllingu stendur, beinið
inndælingarhaus upp á við.
Á meðan á inndælingu stendur, beinið
inndælingarhaus niður.
1.
Sprautur settar upp:
2.
Takið litla oddinn úr umbúðunum. Fjarlægið rykhlíf
af luer-enda oddsins. Setjið litla oddinn upp á
skuggaefnissprautuna (sprautu A). Notið ekki
óhóflegan kraft við uppsetninguna. Takið hlífina af
enda oddsins. Stingið oddnum í vökvagjafann.
3.
Fyllið sprautu A með því að ýta á Virkja Stimpilstjórn
takkann til að virkja stimplastýringu og notaðu
afturábak stimplastýringuna til að fylla sprautuna
með því magni vökva sem óskað er eftir. Einnig er
hægt að nota handvirka hnappinn á A hlið
inndælingartækisins.
4.
Gangið úr skugga um að ekkert loft sé í
vökvarásinni. Fjarlægið oddinn.
5.
Takið stóra oddinn úr umbúðunum. Fjarlægið rykhlíf
af luer-enda oddsins. Setjið stóra oddinn upp á
saltlausnarsprautuna (sprautu B). Notið ekki
óhóflegan kraft við uppsetninguna. Takið hlífina af
enda oddsins. Stingið oddnum í vökvagjafann.
6.
Fyllið sprautu B með því að ýta á Virkja Stimpilstjórn
takkann til að virkja stimplastýringu og notið
afturábak stimplastýringuna til að fylla sprautuna
með því magni vökva sem óskað er eftir. Einnig er
hægt að nota handvirka hnappinn á B hlið
inndælingartækisins.
7.
Gangið úr skugga um að ekkert loft sé í
vökvarásinni. Fjarlægið oddinn. Fargið
vökvagjafarílátinu og oddinum.
ATHUGIÐ: Ef notað er Kvenkyns/Kvenkyns-breytistykki
(FFA) í þrepum 2 og 5 til að hlaða vökva úr
áfylltri sprautu, festið þá FFA við enda
sprautunnar í stað odds. (Hægt er að kaupa
FFA sérstaklega. Vöruskrárnúmerið fyrir
þennan hlut er FFA 50.)
8.
Við að tengja einnota slönguna, fylgdu eftirfarandi
leiðbeiningum í Uppsetning tengislöngu kaflanum.
Til að aðstoða við að koma í veg fyrir loftrek eru sprautur
frá Bayer búnar FluiDots-vísum. Fylgjast skal með FluiDots­
vísunum í virkjunarferlinu. Þegar FluiDots-vísarnir eru
skoðaðir í gegnum tóma sprautu birtast þeir sem litlir,
þröngir, sporöskjulaga hringir. Þegar skoðað er í gegnum
vökvafyllta sprautu verða vísarnir stærri (næstum
hringlaga).
Tóm sprauta
Full sprauta
Árvekni stjórnanda og varkárni ásamt reglufastri
framkvæmd eru lykilatriði til að hægt sé að lágmarka
möguleikann á loftreki. Gangið úr skugga um að einn
stjórnandi sé útnefndur til að taka ábyrgð á því að fylla
á sprautuna/sprauturnar. Skiptið ekki um stjórnanda á
meðan á ferlinu stendur. Sé óhjákvæmilegt að skipta um
stjórnanda skal tryggja að nýi stjórnandinn gangi úr
skugga um að vökvarásin sé laus við loft.
Uppsetning tengislöngu
Eftir áfyllingu og forhleðslu á sprautunum, setjið þá upp
tengislönguna.
1.
Takið tengislönguna úr umbúðunum. Fjarlægið
rykhlífar af luer-tengjunum.
2.
Tryggið að allt loft sé hreinsað úr sprautunum.
3.
Festið tengislönguna örugglega við sprauturnar eins
og sýnt er. Notið ekki óhóflegan kraft við
uppsetninguna.
4.
Tryggið að luer-tengið sé
tryggilega fest við enda
sprautanna og gangið úr
skugga um að engin
fyrirstaða sé í slöngunni
eða snúið upp á hana.
5.
Forhlaðið slöngur með því að ýta á Prime (Forhlaða)
takkann.
6.
Tryggið að allt loft sé farið.
7.
Snúið inndælingarhaus niður á við.
8.
Kannið hvort loft sé í vökvarásinni.
Staðfestið að ekkert umframloft sé í
vökvarásinni með því að ýta á Check for Air
Confirmation (Staðfesting á athugun á lofti)
takkann. Tengið við sjúklinginn.
Sprautur fjarlægðar
1.
Aftengið einnota slöngusettið úr tækinu sem notað
er til að tengjast inn í æðakerfi. Ekki þarf að aftengja
einnota slöngusettið frá sprautunum.
2.
Snúið sprautunum og dragið sprauturnar varlega
út úr inndælingarhausnum. Fargið sprautunum og
einnota slöngusettinu.
ATHUGIÐ: Þegar sprauturnar hafa verið fjarlægðar
úr inndælingarhausnum, mun stimpillinn
sjálfkrafa dragast inn.
63

Advertisement

loading

This manual is also suitable for:

Medrad vistronCtp-200-fls