Weber SMOKEY MOUNTAIN COOKER Owner's Manual page 68

Hide thumbs Also See for SMOKEY MOUNTAIN COOKER:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
IS
F) Vatnið í reykeiningunni er notað til að halda hitastiginu niðri . Athugið vatnsmagnið
á 3-4 klst . fresti . ef hitastigið í reykeiningunni virðist fara hækkandi skal fylla aftur á
pönnuna með heitu vatni .
G) Þar sem hrátt kjöt er opnara en eldað kjöt dregur það í sig meiri viðarreyk í upphafi
reykeldunar . Til að bæta á við skal opna hliðarhurðina og nota tangir til að setja
flísarnar/bútana ofan á brennandi kolin og loka síðan hurðinni aftur . Gætið þess að
loftopin neðst og efst á reykeiningunni séu opin að hluta .
H) Þegar reykeldun er lokið skal bursta grindurnar með grillbursta eða krumpuðum
álpappír til að losa leifar og loka fyrir loftop til að slökkva í kolunum .
Athugið: Ekki nota vatn til að slökkva í kolunum því það getur skemmt
postulínsglerunginn.
MATREIÐsLURÁÐ
• Elda má á báðum grillgrindunum í einu. Ef aðeins önnur þeirra er notuð er
ráðlagt að nota efri grillgrindina til að fá betri aðgang að matnum .
• Ef mat er bætt við reykeininguna lækkar hitastig hennar og því gæti eldun tekið
lengri tíma .
• Eldið alltaf með lokið á reykeiningunni.
• Forðist að lyfta lokinu við eldun. Í hvert sinn sem lokinu er lyft bætast 15 til 20
mínútur við eldunartímann .
• Umhverfishiti og staðsetning hafa áhrif á reykeininguna. Aðlagið eldunartíma að
þessum þáttum .
• Þegar kolamolum eða viðarbútum er bætt við skal athuga vatnspönnuna og
eftir þörfum bæta við heitu vatni til að fylla pönnuna . notið hurðina framan á
reykeiningunni til að bæta við kolum eða vatni . notið alltaf heitt vatn til að fylla á
vatnspönnuna .
• Það er ævintýri líkast að reykelda mat. Prófið mismunandi hitastig, viðartegundir
og kjöt . Við mælum með því að nota reykeldunarhandbókina (síðar í þessari
bók) við tilraunaeldamennsku . skráið innihaldsefni, magn viðar, samsetningar
og niðurstöður til að geta endurtekið matseld sem heppnast vel .
68
hafIst handa

Hide quick links:

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents