3M PELTOR CH-3 FLX2 Manual page 88

Table of Contents

Advertisement

• Sé nauðsynlegt að bæta við frekari persónuhlífum (t.d.
öryggisgleraugum, öndunargrímum o.s.frv.), ber að velja
sveigjanlegar og þunnar teygjur eða bönd til þess að þau
hafi sem minnst áhrif á heyrnarhlífapúðana. Fjarlægðu allt
annað (t.d. hár, húfur, skartgripi, heyrnartól, hreinlætishlífar
o.s.frv.) sem gæti dregið úr einangrunargildi
eyrnahlífapúðanna og verndargildi hlífanna.
• Ekki beygja eða breyta lögun höfuðspöng eða hálsspöng
og gættu þess að hún sé nógu öflug til þess að halda
heyrnarhlífunum tryggilega á sínum stað.
• Eyrnahlífar og einkum þó eyrnapúðar geta orðið lélegir
með tímanum og þá þarf að skoða með reglulegu millibili í
leit að t.d. sprungum og hljóðleka. Séu
heyrnarhlífapúðarnir notaðir reglulega, ber að skipta um
þá og frauðhringina að minnsta kosti tvisvar á ári til þess
að viðhalda fullnægjandi vernd, hreinlæti og þægindum.
• Frálag rafeindarásar í þessum heyrnarhlífum getur farið
fram yfir dagleg hávaðamörk. Hafðu hljóðið eins lágt stillt
og mögulegt er að sætta sig við. Hljóðstyrkur frá hvaða
tengdum ytri hljóðgjafa sem er, svo sem talstöðvum og
símum, getur farið yfir örugg hávaðamörk svo notandinn
verður að takmarka þau á viðeigandi hátt. Hafðu hljóðstyrk
frá ytri hljóðgjöfum alltaf eins lágt stilltan og mögulegt er
við hverjar aðstæður og takmarkaðu þann tíma sem
hættulegur hljóðstyrkur, skilgreindur af vinnuveitanda og
viðeigandi reglugerðum, getur valdið váhrifum. Ef þér
finnst eins og þú heyrir verr, þú heyrir són eða suð í eða
eftir hávaða (byssuskot þar með talin) eða ef þú hefur
einhverja aðra ástæðu til að ætla að þú glímir við
heyrnarvanda, skaltu umsvifalaust fara í hljóðlátt umhverfi
og hafa samband við lækni og/eða verkstjóra þinn.
• Sé ekki farið eftir ofangreindum kröfum, skerðir það
verndareiginleika eyrnahlífanna verulega.
!
VIÐVÖRUN
EN 352 Öryggisyfirlýsingar:
• Séu einnota hlífar notaðar getur það haft áhrif á
hljóðfræðilega eiginleika eyrnahlífanna.
• Vara þessi getur orðið fyrir tjóni af ákveðnum
efnafræðilegum efnum. Nánari upplýsingar má fá hjá
framleiðanda.
• Þessar eyrnahlífar og hálsspöng eru í stórri stærð.
Eyrnahlífar sem uppfylla kröfur EN 352-1 eru í „millistærð",
„lítilli stærð" eða „stórri stærð". Eyrnahlífar í „millistærð"
henta stærstum hluta notenda. Eyrnahlífar í „lítilli stærð"
eða „stórri stærð" eru hannaðar fyrir notendur sem
millistærð af eyrnahlífum hentar ekki.
• Eyrnahlífar þessar festar á hjálm eru í „stórri stærð".
Eyrnahlífar fyrir hjálma sem uppfylla kröfur EN 352-3 eru í
„millistærð", „lítilli stærð" eða „stórri stærð". Eyrnahlífar í
„millistærð" fyrir hjálma henta stærstum hluta notenda.
Eyrnahlífar í „lítilli stærð" eða „stórri stærð" fyrir hjálma eru
hannaðar fyrir notendur sem eyrnahlífar af millistærð
henta ekki.
VIÐVÖRUN
• Séu umhverfishljóðin að mestu undir 500 Hz, ætti að miða
við C-veginn styrk umhverfishljóða.
• Notaðu ávallt sértilgreinda 3M varahluti. Sé notast við aðra
varahluti en upprunalega gæti það dregið úr verndinni sem
varan á að veita. Leitaðu vinsamlegast til tæknideildar 3M
vegna nánari upplýsinga um vara- og fylgihluti.
ATHUGASEMD
• Þegar heyrnarhlífar þessar eru notaðar í samræmi við
þessar leiðbeiningar notenda, draga þær bæði úr
stöðugum hávaða, svo sem í iðnaði eða frá ökutækjum og
flugvélum, og skyndilegum hávaða, til dæmis
byssuskotum. Erfitt er að segja fyrir um þá heyrnarvernd
sem þörf er á eða í raun er veitt hvað varðar váhrif af
skyndilegum hávaða. Það hefur áhrif á vernd gegn hávaða
frá byssuskotum um hvaða tegund vopns er að ræða, hve
mörgum skotum er hleypt af, hvaða heyrnarhlífar eru
valdar, hvernig þær passa og eru notaðar, hvernig um þær
er annast og fleira. Kynntu þér betur heyrnarvernd gegn
skyndilegum hávaða á www.3M.com.
• Jafnvel þótt hægt sé að mæla með heyrnarhlífum til að
verjast áhrifum af óvæntum hávaða, byggist mat á
hljóðdeyfingu (NRR) á deyfingu samfellds hávaða og er
því ekki endilega nákvæm vísbending um þá vörn sem
fæst gegn óvæntum og skyndilegum hávaða.
• Á heyrnarhlífunum er innstunga fyrir hljóðtæki. Notandi
ætti að kynna sér rétta meðferð fyrir notkun. Ef hljóð er
bjagað eða vart verður við bilun ætti notandi að leita ráða
framleiðanda.
• Þeir sem nota öryggishjálma með heyrnarhlífum í Kanada,
skulu kynna sér CSA Staðal Z94.1 um öryggishjálma
atvinnumanna.
3. VOTTANIR
3M Svenska AB lýsir því hér með yfir að PPE-gerðar
heyrnartólin eru í samræmi við kröfur samkvæmt reglugerð
(EU) 2016/425 og aðrar viðeigandi tilskipanir til að uppfylla
kröfur vegna CE-merkingar.
Persónuhlífarnar er endurskoðaðar árlega af SGS Fimko Ltd.,
Takomotie 8, FI-00380 Helsinki, Finnlandi, vottunarstofu nr.
0598 og gerðarvottaðar af PZT Gmbh, Bismarckstrasse 264 B,
D – 26389 Wilhelmshaven, Þýskalandi, vottunarstofu nr. 1974.
Varan hefur verið prófuð og vottuð í samræmi EN 352-1:2002,
EN 352-3:2002 og EN 352-6:2002.
Hægt er að fá upplýsingar um viðeigandi löggjöf með því að
sækja samræmisyfirlýsingu (DoC) á www.3M.com/peltor/doc.
Samræmisyfirlýsingin sýnir einnig ef aðrar gerðarvottanir
gilda um þau. Þegar samræmisyfirlýsing er sótt, finndu
vinsamlegast hlutanúmer þitt. Finna má hlutanúmer
eyrnahlífanna á ytri brún annarrar skálarinnar. Kynntu þér það
í YFIRLIT.
Hægt er að fá send afrit af samræmisyfirlýsingu og
viðbótarupplýsingum sem krafist er í tilskipununum með því
að hafa samband við 3M í því landi sem varan var keypt.
Upplýsingar um tengiliði má finna á öftustu blaðsíðunum í
notendaleiðbeiningum þessum.
Varan inniheldur bæði rafeinda- og rafmagnsbúnað og því má
ekki farga henni með venjulegu sorpi.
IS
81

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents