3M PELTOR CH-3 FLX2 Manual page 87

Table of Contents

Advertisement

IS
3M™ PELTOR™ CH-3 FLX2 heyrnartól
MT74H52 (allar framleiddar gerðir)-110 (hljóðnemi)
MT74H52 (allar framleiddar gerðir)-111 (hljóðnemi og
PTT (þrýsta-og-tala))
HT52 (allar framleiddar gerðir)-111 (Eingöngu hlustun)
1. INNGANGUR
Til hamingju og þakka þér fyrir að velja 3M™ PELTOR™
samskiptalausnir! Velkomin að næstu kynslóð persónuhlífa
með samskiptabúnaði.
1.1. ÆTLUÐ NOTKUN
Þessum 3M™ PELTOR™ heyrnartólum er ætlað að veita
starfsmönnum vernd gegn hættulegum og háværum hljóðum,
jafnframt því að geta hlustað og átt fjarskipti með innbyggðum
tengdum fjarskiptabúnaði. Gert er ráð fyrir því að allir
notendur lesi og skilji meðfylgjandi leiðbeiningar notenda
ásamt því að kunna að nota tækið.
2. ÖRYGGI
2.1. MIKILVÆGT
Lestu vinsamlegast, gerðu þér grein fyrir öllum
öryggisupplýsingum í leiðbeiningum þessum og farðu eftir
þeim áður en þú tekur heyrnartólin í notkun. Geymdu
leiðbeiningarnar til þess að geta leitað í þær síðar. Leitaðu til
tæknideildar 3M vegna frekari upplýsinga og með spurningar.
Samskiptaupplýsingar er að finna á öftustu síðu
handbókarinnar.
2.2. EIGINÖRYGGI
3M™ PELTOR™ CH-3 FLX2 heyrnartól, HT52A -112-50,
HT52B -112-50 og HT52P3E -112-50 hafa verið vottuð sem
eiginörugg til notkunar í mögulega sprengifimu umhverfi.
Notandinn ber ábyrgð á því að tryggja að 3M™ PELTOR™
CH-3 FLX2 heyrnartól og fylgihlutir séu notaðir í viðeigandi
umhverfi eins og skilgreint er í vottuðum svæðaflokkunum og
í samræmi við leiðbeiningar notanda. Sé það ekki gert, getur
það leitt til alvarlegra meiðsla eða dauða. Nánari upplýsingar
um vottaðar svæðaflokkanir og nánari upplýsingar um
eiginöryggi er að finna í sérstökum Öryggisleiðbeiningum sem
fylgja í umbúðum tækisins.
Sé einhver ástæða til þess að draga öryggi tækisins eða
áreiðanleika þess í efa, ber að hætta notkun þess
umsvifalaust og fjarlægja það úr mögulega sprengifimu
umhverfi án tafar. Grípa skal til aðgerða til þess að koma í
veg fyrir að tækið verði óvart tekið í notkun á ný. Leitaðu til
tæknideildar 3M með þjónustu og viðgerðir.
!
VIÐVÖRUN
Dragðu úr áhættu í tengslum við sprengingu sem annars
gæti leitt til alvarlegra meiðsla eða dauða:
• Gakktu úr skugga um 3M™ PELTOR™ CH-3 FLX2
heyrnartólin og allir eiginöruggir fylgihlutir séu aðeins
notaðir og varðveittir á öryggisflokkuðum svæðum í
samræmi við áritaðar merkingar á búnaði.
• Tengdu aldrei rafræna íhluti eða tæki við heyrnartólin í
mögulega sprengifimu umhverfi.
• Tengdu eingöngu þá 3M™ PELTOR™ vara- og fylgihluti
sem skráðir eru í sérstökum Öryggisleiðbeiningum sem
fylgja með í umbúðum vörunnar með heyrnartólunum.
80
ÞAÐ GETUR DREGIÐ ÚR EIGINÖRYGGI TÆKISINS AÐ
SKIPTA ÚT ÍHLUTUM ÞESS.
• Farðu eingöngu með tækið í þjónustuskoðun eða viðgerðir
hjá viðurkenndum 3M™ PELTOR™ þjónustumiðstöðvum.
• Ekki nota heyrnartólin eða fylgihluti þeirra, hafi þau orðið
fyrir skemmdum eða bilun af einhverju tagi.
!
VIÐVÖRUN
• Heyrnarhlífarnar draga úr hættu á heilsutjóni vegna
hávaða og annarra háværra hljóða. Séu heyrnarhlífar
notaðar rangt eða notkun þeirra sleppt þann tíma sem
dvalist er í hættulegum hávaða, getur það leitt til
heyrnarskerðingar eða -taps. Ræddu við verkstjóra, kynntu
þér leiðbeiningar notenda eða hafðu samband við
tæknideild 3M til að kynna þér rétta notkun. Ef þér finnst
eins og þú sért með bómull í eyrunum eða heyrir són eða
suð í eða eftir hávaða (byssuskot meðtalin), eða ef þú
hefur einhverja aðra ástæðu til að ætla að þú glímir við
heyrnarvanda, skaltu yfirgefa hávaðasama umhverfið
umsvifalaust og hafa samband við lækni og/eða verkstjóra
þinn.
Sé ekki farið eftir leiðbeiningum þessum, gæti það leitt
til alvarlegs líkamstjóns eða dauða:
• Sé hlustað á hljóðskilaboð, getur það dregið úr athygli á
umhverfinu og getunni til þess að heyra viðvörunarmerki.
Vertu á verði og hafðu hljóðið eins lágt stillt og mögulegt er
að sætta sig við.
• Dragðu úr þeirri hættu sem getur fylgt sprengingu með því
að nota ekki ekki eiginöruggan búnað eða fylgihluti í
mögulega sprengifimu umhverfi
Sé ekki farið eftir leiðbeiningum þessum, gæti það
dregið úr verndargetu heyrnarhlífanna og jafnvel leitt til
heyrnartjóns:
• 3M mælir eindregið með því að hver og einn notandi felli
allar heyrnarhlífar vandlega að sér. Rannsóknir benda til
þess að stundum sé hljóðeinangrun minni en
hljóðdeyfingargildi á umbúðum gefa til kynna vegna frávika
við að fella hlífarnar að hverjum notanda fyrir sig og færni
viðkomandi og hvatningu til þess. Kynntu þér viðeigandi
reglur eða leiðbeiningar um aðlögun gilda á merkimiða.
Séu viðeigandi reglur ekki fyrir hendi er mælt með því að
lækka suðhlutfall til merkis til að geta betur metið
dæmigerða vernd.
• U.S. EPA skilgreinir NRR sem sem aðferð við að mæla
hljóðdeyfingu eyrnahlífa. 3M ber þó enga ábyrgð á
nýtanleika NRR í þessum tilgangi. 3M mælir eindregið
með því að hver og einn notandi felli allar heyrnarhlífar
vandlega að sér. Rannsóknir benda til þess að stundum sé
hljóðeinangrun minni en hljóðdeyfingargildi á umbúðum
gefa til kynna vegna frávika við að fella hlífarnar að
hverjum notanda fyrir sig og færni viðkomandi og
hvatningu til þess. Kynntu þér viðeigandi reglur eða
leiðbeiningar um aðlögun gilda á merkimiða. Mælt er með
því að NRR sé lækkað um 50% til að meta betur
dæmigerða heyrnarvörn.
• Gættu þess að réttar heyrnarhlífar séu valdar, þeim komið
fyrir, þær aðfelldar og haldið við. Sé búnaðinum komið fyrir
á ófullnægjandi hátt, dregur það úr getu hans til þess að
deyfa hávaða. Kynntu þér meðfylgjandi upplýsingar um
rétta notkun.
• Skoðaðu heyrnarhlífarnar fyrir hverja notkun. Séu þær
skemmdar, veldu þér óskaddaðar heyrnarhlífar eða
forðastu hávaðasamt umhverfi.

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents