Flutningur Og Geymsla; Vörulýsing - Lowara e-SV 1 Installation, Operation And Maintenance Manual

Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 13
is - Þýðing á upprunalegum leiðbeiningum
UPPFYLLIR VIÐEIGANDI GREINAR EFTIRFARANDI EVRÓPSK-
RA TILSKIPANA:
• VÉLBÚNAÐUR 2006/42/EC (TÆKNILEG GÖGN ERU FÁANLEG
FRÁ LOWARA SRL UNIPERSONALE).
OG EFTIRFARANDI TÆKNISTAÐLA:
• EN 809
MONTECCHIO MAGGIORE, 16.06.2011
AMEDEO VALENTE
(FORSTJÓRI VERKFRÆÐIDEILDAR OG
DEILDAR FYRIR RANNSÓKNIR OG ÞRÓ-
UN)
rev.01
Lowara er vörumerki Lowara srl Unipersonale, dótturfélags Xylem Inc.

2 Flutningur og geymsla

2.1 Farðu yfir pöntunina
1.
Kannaðu ytra byrði pakkans í leit að merkjum um skemmdir.
2.
Hafðu samband við dreifingaraðila okkar innan átta daga frá móttöku
ef sýnilegar skemmdir eru á vörunni.
Fjarlægðu einingu úr pakkningunum
1.
Fylgdu viðkomandi skrefum:
Ef einingunni er pakkað í pappa, fjarlægðu heftin og opnaðu
pappann.
Ef einingunni er pakkað í viðarkassa, skal losa lokið á meðan gætt
er að nöglum og ólum.
2.
Fjarlægðu skrúfur eða ólar sem notaðar eru til að festa viðargrunninn.
Skoðaðu eininguna
1.
Fjarlægðu umbúðirnar.
Fargaðu öllum umbúðum í samræmi við reglugerðir á staðnum.
2.
Kannaðu vöruna til að sjá hvort einhverjar einingar hafi skaddast eða
vanti.
3.
Ef við á, skal losa vöruna með því að fjarlægja skrúfur, bolta og ólar.
Öryggis skal gætt við meðhöndlum nagla og óla.
4.
Hafðu samband við sölu- og þjónustudeild ef eitthvað virkar ekki sem
skyldi.
2.2 Viðmiðunarreglur um flutninga
Varúðarráðstafanir
AÐVÖRUN:
• Fylgið slysavarnarreglum sem eru í gildi.
• Hætta á að kremjast. Samstæðan og íhlutir geta verið þungir.
Notið réttar lyftiaðferðir og klæðist ávallt skóm með stáltá.
Athugið brúttóþyngd sem sýnd er utan á umbúðum til að geta valið réttan
lyftibúnað.
Staðsetning og festingar
Flytja má samstæðuna annaðhvort lárétt eða lóðrétt. Gangið úr skugga um
að falliðl sé tryggilega fest meðan hún er flutt og geti hvorki skriðið né oltið.
AÐVÖRUN:
Ekki skal nota augabolta sem skrúfaður er á vélina til að lyfta
með allri dælusamstæðunni.
• Vefja skal ólum um vélina ef hún er 0,25 - 4,0 kW.
• Nota skal reipi eða ólar sem tengjast flöngsunum tveimur (augaboltunum
ef þeir fylgja) sem eru nálægt samskeytunum milli vélar og dælu, ef vélin
er 5,5 - 55,0 kW.
• Nota má augabolta sem skrúfaðir eru í vélina, eingöngu til að færa til
staka vélina eða ef ekki er búið að jafnvægisstilla, til að lyfta hluta af sam-
stæðunni lóðrétt úr láréttri stöðu.
• Ef færa á eingöngu dæluna, skal nota ólar, sem festar eru tryggilega við
breytistykkið í vélina.
Varðandi frekari upplýsingar um hvernig eigi að koma tryggilega böndum á
dæluna, sjá Mynd 4.
Samstæða án vélar
Ef samstæðan er ekki afgreidd með vél, er þegar búið að koma fyrir gaffal-
laga skinnu á milli breytistykkis og tengis. Millileggið er sett á milli til að
90
halda dæluhjólunum í réttri öxulstöðu. Á meðan á flutningi stendur er öxlin-
um líka haldið í stöðu með einangrunarplasti og plastólum til að koma í veg
fyrir skemmdir.
Boltar og rær til að festa vélina fylgja ekki. Varðandi frekari upplýsingar um
hvernig eigi að tengja vélina, sjá Mynd 23.
AÐVÖRUN:
Dælu og vél, sem keypt eru sitt í hvoru lagi og síðan tengd sam-
an, er litið á sem nýja vél undir Vélatilskipuninni 2006/42/EC.
Sá sem tengir saman samstæðuna er ábyrgur fyrir öllum öryggisa-
triðum varðandi hana.
2.3 Geymsluleiðbeiningar
Geymslustaður
Vöruna skal geyma á lokuðum og þurrum stað sem er laus við mikinn hita,
óhreinindi og titring.
ATHUGA:
• Verjið vöruna fyrir raka, hitagjöfum og áverkum.
• Setjið ekki mikinn þunga ofan á pakkaða vöruna.
Umhverfishiti
Vöruna skal geyma við umhverfishitastig frá -5°C til +40°C (23°F til 104°F).
3 Vörulýsing
3.1 Gerð dælu
Þetta er lóðrétt, fjölþrepa dæla sem ekki præmar sig og sem hægt er að tengja
við staðlaðar rafvélar. Dæluna er hægt að nota til að dæla:
• Köldu vatni
• Volgu vatni
Málmhlutar dælunnar sem komast í snertingu við vatn eru gerðir úr eftirfar-
andi:
Raðir
Efni
1, 3, 5, 10, 15, 22 Ryðfrítt stál
33, 46, 66, 92, 125 Ryðfrítt stál og steypujárn
Sérútgáfa er til þar sem allir hlutar eru gerðir úr ryðfríu
stáli.
SV dælurnar 1, 3, 5, 10, 15, og 22 eru fáanlegar í öðrum útfærslum allt eftir
staðsetningu inntaks- og framrásarops og lögun tengiflangs.
Hægt er að afgreiða dælusamstæðuna (dælu og rafvél) eða dæluna sér.
ATHUGA:
Ef keypt hefur verið dæla án vélar, skal tryggja að vélin henti til að tengjast
dælunni.
Pakkdós
Raðir
Helstu dælueiginleikar
1, 3, 5
Nafnþvermál 12 mm (0,37 tommur), ójafnvægisstillt, hægrih-
andar snúningur, K útgáfa (EN12756)
10, 15, 22
Nafnþvermál 16 mm (0,63 tommur), ójafnvægisstillt, hægrih-
andar snúningur, K útgáfa (EN12756)
Jafnvægisstillt við vélarafl ≥ 5 kW
33, 46, 66,
Nafnþvermál 22 mm (0,86 in.), jafnvægisstillt, snýst til hægri,
92, 125
K gerð (EN 12756)
Notkunarsvið
Dælan er gerð fyrir:
• Vatnsdreifikerfi fyrir almenning og iðnað.
• Vökvun (t.d. akuryrkja og íþróttamannvirki)
• Vatnshreinsun
• Fæðivatn í katla
• Þvottaverksmiðjur
• Kæling (t.d. loftkæling og frysting)
• Slökkvistarf
e-SV - Íslenska

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents