Fyrirhuguð Notkun; Öryggisleiðbeiningar - Truma Combi Operating Instructions Manual

Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 114
Fyrirhuguð notkun
Rétt notkun
– Tækið er eingöngu ætlað til uppsetningar og notkunar í
húsvögnum í ökutækjaflokki O og í húsbílum í ökutækjaflokki
M1, ef gaskerfið hefur verið sett upp samkvæmt EN 1949.
Fylgja verður gildandi lögum og reglum um notkun og
skoðanir gaslagna í hverju landi (í Þýskalandi er það t.d.
„DVGW-Arbeitsblatt G 607").
– Eingöngu má nota tækið til upphitunar á neysluvatni og
kyndingar í innanrými ökutækis.
– Ef nota á tækið meðan á akstri stendur verður búnaður að
vera fyrir hendi sem kemur í veg fyrir að fljótandi gas streymi
út ef slys á sér stað (samkvæmt UN-ECE-reglum nr. 122).
– Ef tækið er notað í atvinnuskyni ber rekstraraðila að
tryggja að farið sé að sértækum laga- og tryggingareglum
í notkunarlandi hverju sinni (í Þýskalandi eru þetta t.d.
DGUV-reglurnar).
Röng notkun
– Hvers kyns notkun sem ekki er lýst undir „Rétt notkun"
er óheimil og því bönnuð. Þetta á meðal annars við um
uppsetningu og notkun í:
• hópbifreiðum (ökutækjum í flokki M2 og M3),
• vörubifreiðum (ökutækjum í flokki N),
• bátum og öðrum förum,
• veiði-/skógarkofum, sumarbústöðum eða fortjöldum.
– Bannað er að setja tækið upp í eftirvögnum og ökutækjum
sem notuð eru til flutninga á hættulegum farmi.
– Bannað er að nota tækið til upphitunar á öðrum vökva
en neysluvatni (t.d. hreinsiefni, kalkhreinsi, örverueyði og
ryðvarnarefni).
– Ekki má nota tæki sem eru í ólagi.
– Ef ekki er farið eftir uppsetningar- og notkunarleiðbeiningum
við uppsetningu eða notkun tækja telst notkun þeirra vera
óheimil.
Öryggisleiðbeiningar
Til þess að tryggja örugga og rétta notkun skal
gæta þess að lesa notkunarleiðbeiningarnar
og önnur fylgiskjöl tækisins vandlega, fylgja
þeim í hvívetna og geyma þau á vísum stað.
Fylgja skal gildandi lögum, reglum og stöðlum
á hverjum stað.
Ef ekki er farið eftir fyrirmælum í notkunar- og
uppsetningarleiðbeiningum getur það haft í för
með sér alvarlegt tjón og stefnt lífi og heilsu
fólks í mikla hættu. Rekstraraðili eða notandi
tækisins ber einn alla ábyrgð á því tjóni sem af
kann að hljótast.
Eingöngu reyndir og sérþjálfaðir fagaðilar
mega sjá um að setja Truma-tækið upp,
gera við það og framkvæma virkniprófun,
og skulu þeir ávallt fylgja uppsetningar- og
notkunarleiðbeiningunum og viðurkenndum
fagreglum. Fagaðilar eru þeir sem á grundvelli
viðeigandi fagmenntunar og -þjálfunar sem
og þekkingar og reynslu af vörum frá Truma
og viðeigandi stöðlum eru færir um að inna
nauðsynlega vinnu af hendi með viðeigandi
hætti og bera kennsl á mögulegar hættur.
Hvað á að gera ef vart verður við gaslykt?
– Forðist allt sem valdið getur íkveikju.
Slökkvið t.d. allan opinn eld, ekki nota
rafmagnsrofa, farsíma eða útvarp í
ökutækinu, ekki setja vél ökutækisins í gang,
ekki nota neins konar tæki og ekki reykja.
– Lokið gluggum og hurðum
– Vísið öllum út úr ökutækinu
– Lokið fyrir gaskúta eða skrúfið fyrir gasinntak
utan frá
– Látið fagaðila fara yfir og gera við gaskerfið!
– Ekki taka gaskerfið aftur í notkun fyrr en búið
er að fara yfir það og gera við það!
3

Advertisement

Table of Contents
loading

This manual is also suitable for:

Combi e

Table of Contents