Öryggis-/Afrennslisloki; Fyllt Á Ketilinn; Ketillinn Tæmdur - Truma Combi Operating Instructions Manual

Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 114
Opnað fyrir öryggis-/afrennslisloka
– Snúið snúningsrofanum í 180° þar til hann skorðast. Við það
skýst hnappurinn út (staða c). Vatnið í katlinum rennur út
um tæmingarstútinn (d).
Halda verður tæmingarstút (d) FrostControl lausum
við óhreinindi (snjó, ís, lauf o.s.frv.) svo tryggt sé að
vatnið geti runnið út óhindrað! Ekki er tekin ábyrgð á
frostskemmdum!
Lokað fyrir öryggis-/afrennslisloka
– Gangið úr skugga um að snúningsrofinn sé í vinnslustöðu
(stöðu a), þ.e. samsíða vatnstenginu og skorðaður.
– Lokið öryggis-/afrennslislokanum með því að ýta á
hnappinn. Hnappurinn verður að skorðast í lokaðri
stöðu (b).
Hitastigið á öryggis-/afrennslislokanum þarf að fara yfir
u.þ.b. 7 °C áður en hægt er að loka honum handvirkt með
hnappinum (stöðu b) og fylla á ketilinn.
Hitaelement (vörunúmer 70070-01), sem er stungið inn
í FrostControl og fest með festistykki, er fáanlegt sem
aukabúnaður frá Truma. Þegar kveikt er á Combi-miðstöðinni
hitar hitaelementið FrostControl upp í u.þ.b. 10 °C. Þannig er
hægt að fylla fyrr á ketilinn, óháð hitastigi á uppsetningarstað.
Opnað sjálfkrafa fyrir öryggis-/afrennslisloka
Þegar hitastigið á öryggis-/afrennslislokanum fer niður fyrir
u.þ.b. 3 °C opnast hann sjálfkrafa og hnappurinn skýst út
(staða c). Vatnið í katlinum rennur út um tæmingarstútinn (d).
B. Öryggis-/afrennslisloki
(Öryggis-/afrennslisloki án frostvarnar /
staðalbúnaður í útfærslu fyrir Bretland)
Ef of mikill þrýstingur er á kerfinu hleypir öryggis-/
afrennslislokinn þrýstingi af sjálfkrafa. Vatnið er þá leitt út
smátt og smátt í gegnum tæmingarstút.
Þessi öryggis-/afrennslisloki ver vatnstankinn ekki gegn
frostskemmdum.
a
Mynd 4
a = Armur í lokaðri vinnslustöðu
b = Armur í lokaðri vinnslustöðu
c = Armur í tæmingarstöðu
d = Tæmingarstútur (leiddur út í gegnum gólf ökutækisins)
Opnað fyrir öryggis-/afrennslisloka
– Færið arminn í lóðrétta stöðu (c). Vatnið í katlinum rennur út
um tæmingarstútinn (d).
Halda verður tæmingarstút (d) öryggis-/afrennslislokans
lausum við óhreinindi (snjó, ís, lauf o.s.frv.) svo tryggt sé
að vatnið geti runnið út óhindrað! Ekki er tekin ábyrgð á
frostskemmdum!
Lokað fyrir öryggis-/afrennslisloka
– Færið arminn í lárétta stöðu (a) eða (b).
8
c
b
d
Fyllt á ketilinn
Gangið úr skugga um að lokað sé fyrir öryggis-/
afrennslislokann (sjá „Lokað fyrir öryggis-/afrennslisloka").
Þegar hitastigið á FrostControl er undir u.þ.b. 7 °C skal
fyrst kveikja á miðstöðinni til þess að hita upp
uppsetningarstaðinn og FrostControl. Hægt er að loka fyrir
öryggis-/afrennslislokann eftir nokkrar mínútur, þegar
hitastigið á FrostControl er komið yfir 7 °C.
– Setjið rafmagnið á fyrir vatnsdæluna (með aðalrofa eða
dælurofa).
– Skrúfið frá krönum fyrir heitt vatn í eldhúsi og á baði (stillið
blöndunartæki á „heitt"). Látið vatnið renna þar til allt loft
hefur verið tæmt úr katlinum og rennslið er stöðugt.
Ef aðeins er notað kaldavatnskerfi án ketils er einnig fyllt
á ketilinn með vatni. Til að koma í veg fyrir
frostskemmdir verður að tæma ketilinn með öryggis-/
afrennslislokanum, jafnvel þótt hann hafi ekki verið notaður.
Þegar hitastig er undir frostmarki getur frosið afgangsvatn
hindrað áfyllingu. Hægt er að þíða ketilinn með því að setja
í gang í stutta stund (að hámarki tvær mínútur). Hægt er að
þíða frosnar lagnir með því að kynda innanrýmið.
Þegar um tengingu við vatnsveitu (í dreifbýli eða
innanbæjar) er að ræða verður að nota þrýstiminnkun
sem kemur í veg fyrir að þrýstingurinn í katlinum geti farið yfir
2,8 bör.
Ketillinn tæmdur
Ef húsvagninn/húsbíllinn er ekki notaður yfir veturinn
verður ávallt að tæma ketilinn!
– Takið strauminn af vatnsdælunni (með aðalrofa eða dælurofa).
– Skrúfið frá krönum fyrir heitt vatn í eldhúsi og á baði.
Til að fylgjast með vatnsrennslinu skal setja viðeigandi
ílát (10 lítra) undir tæmingarstút (d) öryggis-/
afrennslislokans.
– Opnið fyrir öryggis-/afrennslislokann
(sjá „Opnað fyrir öryggis-/afrennslisloka").
Ketillinn er þá tæmdur og vatnið leitt út í gegnum öryggis-/
afrennslislokann. Gangið úr skugga um að allt vatnið úr
katlinum (10 lítrar) hafi farið út um öryggis-/afrennslislokann.
Ekki er tekin ábyrgð á frostskemmdum!

Advertisement

Table of Contents
loading

This manual is also suitable for:

Combi e

Table of Contents