Ábyrgðaryfirlýsing Framleiðanda (Evrópusambandið) - Truma Combi Operating Instructions Manual

Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 114
Ábyrgðaryfirlýsing framleiðanda
(Evrópusambandið)
1. Gildissvið framleiðandaábyrgðar
Sem framleiðandi tækisins veitir Truma neytandanum ábyrgð
sem tekur til efnis- og/eða framleiðslugalla á tækinu.
Ábyrgð þessi gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins
og á Íslandi, í Noregi, Sviss og Tyrklandi. Neytandi er sá
einstaklingur sem fyrst keypti tækið frá framleiðanda,
framleiðanda upprunalegs búnaðar eða söluaðila og selur
það ekki áfram eða setur það upp hjá þriðja aðila á vegum
fyrirtækis eða sem sjálfstæður atvinnurekandi.
Ábyrgð framleiðanda gildir um ofangreinda galla sem koma
fram innan 24 mánaða frá gerð kaupsamnings milli seljanda
og neytanda. Framleiðandinn eða viðurkenndur þjónustuaðili
á hans vegum mun ráða bót á slíkum göllum með úrbótum,
þ.e. að eigin ákvörðun með viðgerð eða afhendingu nýrrar
vöru. Gallaðir hlutar verða eign framleiðanda eða viðurkennda
þjónustuaðilans. Ef tækið er ekki lengur framleitt á þeim tíma
þegar tilkynnt er um galla getur framleiðandinn einnig afhent
svipaða vöru.
Ef framleiðandinn veitir ábyrgðarþjónustu hefst
ábyrgðartíminn fyrir hluti sem gert er við eða skipt er um
ekki að nýju heldur gildir gamli ábyrgðartíminn áfram fyrir
tækið. Eingöngu framleiðandinn sjálfur eða viðurkenndur
þjónustuaðili á hans vegum mega annast ábyrgðarvinnu.
Kostnaður sem fellur til í ábyrgðartilviki er gerður upp beint
milli viðurkennds þjónustuaðila og framleiðanda. Ábyrgðin
tekur ekki til viðbótarkostnaðar vegna erfiðra aðstæðna við
niðurtekt og uppsetningu tækisins (t.d. við að taka niður
húsgögn eða hluta yfirbyggingar) sem og ferðakostnaðar
viðurkennds þjónustuaðila eða framleiðanda.
Frekari kröfur, einkum skaðabótakröfur neytanda eða þriðju
aðila, eru útilokaðar. Ákvæði laga um skaðsemisábyrgð gilda í
óbreyttri mynd.
Ábyrgðin sem framleiðandi veitir að eigin frumkvæði hefur
ekki áhrif á gildandi lögbundin réttindi neytanda gagnvart
seljanda vegna galla í landinu þar sem kaupin fara fram. Í
sumum löndum kunna viðkomandi söluaðilar að veita ábyrgð
(umboðsaðilar og Truma Partner). Neytandinn getur þá
leitað beint til söluaðilans sem hann keypti tækið hjá vegna
ábyrgðar. Ábyrgðarskilmálar landsins þar sem neytandi keypti
tækið fyrst skulu gilda.
2. Útilokun ábyrgðar
Ábyrgðin gildir ekki:
– ef um vanrækslu er að ræða eða ef tækið er notað með
óviðeigandi, röngum eða öðrum en fyrirhuguðum hætti,
– ef tækið er ekki sett upp og tekið í notkun samkvæmt
notkunar- og uppsetningarleiðbeiningum,
– ef notkun og stjórnun tækisins er ekki samkvæmt notkunar-
og uppsetningarleiðbeiningum, einkum ef ekki er farið eftir
viðvörunum og leiðbeiningum um viðhald og umhirðu,
– ef aðrir en viðurkenndir samstarfsaðilar annast uppsetningu,
viðgerðir og önnur inngrip,
– um rekstrarvörur, slithluti og eðlilegt slit,
– ef notaðir eru varahlutir, viðbótarhlutir eða aukahlutir með
tækinu sem eru ekki frá framleiðanda eða framleiðandi hefur
ekki leyft til notkunar. Þetta á sérstaklega við í þeim tilvikum
þar sem tækinu er stjórnað í gegnum nettengingu, stjórn-
og hugbúnaður er ekki viðurkenndur af Truma eða Truma-
stjórnbúnaðurinn (t.d. Truma CP plus og Truma iNetBox) er
ekki einvörðungu notaður til að stjórna Truma-tækjum eða
tækjum sem Truma viðurkennir,
– um tjón vegna utanaðkomandi efna (t.d. olíu, mýkiefnis
í gasi), efna- eða rafefnafræðilegra áhrifa í vatni eða
óviðeigandi efna sem tækið kemst í snertingu við með
öðrum hætti (t.d. kemískra efna, eldfimra efna og óhentugs
hreinsiefnis),
– um tjón vegna óeðlilegra umhverfisskilyrða eða óviðeigandi
rekstrarskilyrða,
– um tjón vegna óviðráðanlegra orsaka eða náttúruhamfara,
sem og annarra áhrifa sem Truma ber ekki ábyrgð á,
– um tjón sem rekja má til þess að ekki var staðið rétt að
flutningi,
– um breytingar á tækinu, þ.m.t. á varahlutum,
viðbótarhlutum, aukahlutum og uppsetningu þeirra,
einkum breytingar sem viðskiptavinur eða þriðji aðili gera á
útblásturslögnum og háf.
3. Ábyrgðarkröfur
Leggja skal ábyrgðarkröfur fram hjá viðurkenndum samstarfsaðila
eða hjá þjónustumiðstöð Truma. Öll póstföng og símanúmer
er að finna á vefslóðinni www.truma.com á svæðinu „Service"
(þjónusta).
Póstfang framleiðanda er:
Truma Gerätetechnik GmbH & Co. KG
Truma Servicezentrum
Wernher-von-Braun-Straße 12
85640 Putzbrunn, Þýskalandi
Til þess að úrvinnslan gangi sem best fyrir sig skal láta
eftirfarandi upplýsingar fylgja með þegar haft er samband:
– ítarlega lýsingu á gallanum
– raðnúmer tækisins
– kaupdag
Viðurkenndi þjónustuaðilinn eða þjónustumiðstöð Truma tekur
ákvörðun um næstu skref. Til að forðast flutningsskemmdir
má aðeins senda tækið að viðhöfðu samráði við viðurkenndan
þjónustuaðila eða þjónustumiðstöð Truma.
Ef framleiðandinn samþykkir ábyrgðarkröfuna tekur hann á sig
flutningskostnaðinn. Ef ekki er um ábyrgðartilvik að ræða er
neytandinn látinn vita og ber honum þá að greiða fyrir viðgerð
og flutning. Vinsamlegast sendið ekki inn vörur án þess að
hafa samband fyrst.
13

Advertisement

Table of Contents
loading

This manual is also suitable for:

Combi e

Table of Contents