Búnaðurinn Settur Í Gang; Slökkt; Viðhald; Sólarrafhlöðukerfi - Truma Combi Operating Instructions Manual

Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 114
Búnaðurinn settur í gang
Combi
Hægt er að kynda innanrýmið bæði með og án vatns, allt
eftir stillingu.
Combi E (ásamt CP plus-stjórnborði)
Hægt er að kynda innanrýmið bæði með og án vatns,
með gasi, rafmagni eða blönduðum orkugjöfum, allt eftir
stillingu.
Gangið úr skugga um að öryggið á tjaldsvæðinu nægi fyrir
aflið sem stillt er á með orkuvalrofanum, 900 W (3,9 A)
eða 1800 W (7,8 A).
Vinda verður alveg af strengkeflinu til þess að koma í veg
fyrir að inntaksstrengurinn fyrir rafmagn ofhitni.
– Gangið úr skugga um að engin fyrirstaða sé fyrir háfnum. Ef
lok eru til staðar verður að fjarlægja þau.
– Opnið fyrir gaskútinn og kranann á gaslögninni.
– Ef þörf krefur skal fylla vatni á ketilinn (sjá „Fyllt á ketilinn").
– Kveikið á tækinu á stjórnborðinu.
Slökkt
– Slökkvið á miðstöðinni á stjórnborðinu.
– Nokkurra mínútna töf getur verið á því að slökkt sé vegna
þess að miðstöðin gengur áfram í einhvern tíma.
Tæma verður vatnið úr ef hætta er á frosti!
Ef ekki á að nota tækið í lengri tíma skal skrúfa fyrir gaskútinn
og kranann á gaslögninni.
Viðhald
Börn mega ekki annast viðhald, viðgerðir og þrif.
Vinna sem skal vera á höndum fagaðila
– Látið fagaðila athuga með óhreinindi á tækinu og þrífa það
ef þess þarf.
Vinna sem notandi sér um
– Hreinsið uppsetningarstaðinn að minnsta kosti einu sinni á
ári.
– Nota verður öryggis-/afrennslislokann reglulega (ekki
sjaldnar en tvisvar á ári) til þess að fjarlægja kalkútfellingar
og tryggja að lokinn sé ekki stíflaður.
Upplýsingar um þrif, örverueyðingu og umhirðu
Við þrif, örverueyðingu og umhirðu á katlinum mælum við
með að notaðar séu viðeigandi vörur sem eru fáanlegar í
verslunum. Ekki má nota vörur sem innihalda klór.
Til að styðja við eyðingu örvera í tækinu með þar til ætluðum
efnum er hægt að hita vatnið í katlinum reglulega upp í 70 °C.
Aðeins Combi E ásamt CP plus-stjórnborði
– Veljið notkun með gasi á CP plus-stjórnborðinu.
– Stillið hitastig vatnsins á 60 °C.
– Kveikið á tækinu.
Þegar hitastig vatnsins í katlinum hefur náð 60 °C slekkur
brennarinn á sér. Kveikt verður að vera á tækinu í að
minnsta kosti 30 mínútur og ekki má skrúfa frá heita vatninu á
meðan. Afgangsvarminn í varmaskiptinum hitar vatnið upp í
allt að 70 °C.
Sólarrafhlöðukerfi
Þegar notast er við sólarrafhlöðukerfi verður samkvæmt
staðlinum EN 1648 ávallt að vera rafhlaða (með
hleðslustilli) eða spennustillir (útgangsspenna 11 V – 15 V;
gárur í riðspennu < 1,2 Vss) á milli sólarrafhlöðukerfisins
og miðstöðvarinnar. Annars getur rafeindabúnaður
miðstöðvarinnar orðið fyrir skemmdum vegna óreglulegrar
spennugjafar frá sólarrafhlöðukerfinu.
– Taka verður hleðslustillinn úr sambandi við rafhlöðuna áður
en rafhlaðan er aftengd.
– Þegar rafhlaðan er tengd verður að enda á því að tengja
hleðslustillinn við rafhlöðuna.
Ábyrgðin tekur ekki til skemmda á rafeindabúnaði
miðstöðvar sem rekja má til óreglulegrar spennugjafar
frá sólarrafhlöðukerfi.
Öryggi
Stöðurafmagnshleðsla getur eyðilagt rafeindabúnaðinn.
Gætið þess að koma á spennujöfnun áður en komið er
við rafeindabúnaðinn!
Öryggi 12 V
Áður en tengjahlífin er tekin af skal aftengja tækið frá
12 V spennugjafanum með alpóla rofi.
Öryggið er á rafeindabúnaðinum undir tengjahlífinni. Skiptið
tækisörygginu eingöngu út fyrir öryggi af sömu gerð.
Tækisöryggi: 10 A – hraðvirkt – 5 x 20 mm (F 10 A)
Mynd 5
Öryggi 230 V
(Combi E)
Lífshætta vegna raflosts þegar skipt er um öryggi
eða rafmagnsleiðslur.
– Láta verður fagaðila sjá um að skipta um öryggi og
rafmagnsleiðslur!
– Áður en lokið yfir rafeindabúnaðinum er opnað verður að
aftengja tækið frá rafmagni með alpóla rofi.
Öryggið er á aflrafeindabúnaðinum (14) undir lokinu.
Aðeins má skipta smávarinu út fyrir öryggi af sömu gerð:
10 A, hraðvirkt, rofgeta „H".
Mynd 6
F 10 A
14
F 10 A
9

Advertisement

Table of Contents
loading

This manual is also suitable for:

Combi e

Table of Contents