Cochlear Baha 5 User Manual page 83

Power sound processor
Hide thumbs Also See for Baha 5:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
Almennar ráðleggingar
Hljóðörgjörvi endurheimtir ekki venjulega
heyrn og kemur ekki í veg fyrir eða bætir
heyrnarskerðingu sem stafar
af líffræðilegum orsökum.
Ef hljóðörgjörvinn er notaður sjaldan
hefur notandinn ef til vill ekki full not
af honum.
Notkun á hljóðörgjörva er aðeins
hluti af heyrnarmeðferðinni og
einnig gæti verið þörf á hljóð- og
varalestrarþjálfun.
Alvarleg tilvik
Mjög sjaldgæft er að alvarleg tilvik eigi
sér stað en tilkynna skal öll alvarleg tilvik
sem upp koma í tengslum við búnaðinn til
fulltrúa Cochlear og eftirlitsyfirvalda fyrir
lækningatæki í viðkomandi landi, ef þau
eru til staðar.
Varnaðarorð
Inniheldur smáhluti sem geta valdið
köfnun eða köfnunarhættu.
Mælt er með eftirliti fullorðinna þegar
notandinn er barn.
Aldrei skal láta hljóðörgjörvann
og utanáliggjandi aukahluti vera
í sama herbergi og segulómunartæki
þar sem hljóðörgjörvinn eða
segulómunarbúnaðurinn gæti skemmst.
Fjarlægja verður hljóðörgjörvann áður
en farið er inn í herbergi þar sem
segulómtæki er staðsett.
Ráðleggingar
Hljóðörgjörvinn er stafrænt og rafrænt
lækningatæki sem er hannað til
tiltekinna nota. Því þarf notandinn
stöðugt að gæta tilhlýðilegrar varúðar.
Hljóðörgjörvinn er ekki vatnsheldur!
Aldrei nota hann í mikilli rigningu,
í baði eða í sturtu!
Forðist að láta hljóðörgjörvann vera
við mikinn kulda eða
mikinn hita. Hann er
hannaður til notkunar
innan hitasviðsins
+5 °C (+41 °F) til
+40 °C (+104 °F).
Afköst rafhlöðunnar minnka sérlega
mikið við hita sem er lægri en +5 °C.
Aldrei skal láta hljóðörgjörvann vera
við hita sem er lægri en -10 °C (+14 °F)
eða hærri en +55 °C (+131 °F).
Geyma skal hljóðörgjörvann innan
hitasviðsins +15 °C (+59 °F) til +30 °C
(+86 °F).
Þessi vara hentar ekki til notkunar í
eldfimu og/eða sprengifimu umhverfi.
Ef þú þarft að fara í segulómun (MRI)
skaltu kynna þér upplýsingarnar
á segulómunarkortinu sem fylgir
með í fylgiskjalapakkanum.
Færanlegur og hreyfanlegur
samskiptabúnaður með fjarskiptatíðni
getur haft áhrif á virkni hljóðörgjörvans.
Íslenska
+50 °C
(+122 °F)
-20 °C
(-4 °F)
83

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents