Cochlear Baha 5 User Manual page 84

Power sound processor
Hide thumbs Also See for Baha 5:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
Hljóðörgjörvinn hentar til notkunar
í rafsegulmögnuðu umhverfi þar
sem rafmagnsstyrkur og raforkutíðni
segulsviðs er eins og gengur og gerist
í atvinnuhúsnæði eða á sjúkrahúsum.
Truflana getur orðið vart í grennd
við búnað merktan með
tákninu til hægri.
Fargaðu rafhlöðum og
rafbúnaði í samræmi við gildandi
reglugerðir.
Fargaðu tækinu samkvæmt gildandi
reglugerðum um rafbúnaðarúrgang.
Þegar kveikt er á þráðlausri tengingu
hljóðörgjörvans notar hann stafræn
kóðuð merki, sem nota litla orku,
til að eiga samskipti við önnur
þráðlaus tæki. Þótt það sé ólíklegt er
hugsanlegt að þetta hafi áhrif á önnur
rafeindatæki sem eru nálægt. Ef sú er
reyndin skal færa hljóðörgjörvann frá
rafeindabúnaðinum.
Þegar þráðlausa virknin er notuð
og hljóðörgjörvinn verður fyrir
rafsegultruflun skaltu færa þig frá því
sem veldur trufluninni.
Mundu að slökkva á þráðlausri virkni
þegar þú ferð um borð í flugvél.
Á svæðum þar sem útsending
rafsegulbylgna er bönnuð skaltu
slökkva á þráðlausri virkni með því
að nota flugstillingu.
Þráðlaus Cochlear Baha-tæki eru með
útvarpsbylgjusendi sem tekur við
merkjum á tíðninni 2,4 GHz–2,48 GHz.
Notið aðeins Cochlear Wireless-
aukabúnað fyrir þráðlausa virkni. Frekari
upplýsingar um pörun o.fl. er að finna
í notendahandbók fyrir viðkomandi
Cochlear Wireless- aukabúnað.
84
Ekki er leyfilegt að breyta þessum
búnaði á nokkurn hátt.
Færanlegan fjarskiptabúnað
(þar á meðal jaðarbúnað eins og
loftnetssnúrur og ytri loftnet) ætti ekki
að nota í minna en 30 cm fjarlægð frá
einhverjum hluta Baha 5 Power, þar
með taldar snúrur sem framleiðandi
tilgreinir. Að öðrum kosti kunna afköst
búnaðarins að skerðast.
Notkun aukahluta, orkubreyta og
snúra annarra en þeirra sem Cochlear
tilgreinir eða útvegar gæti valdið
aukinni rafsegulgeislun eða minna
rafsegulónæmi tækisins og þar með
dregið úr virkni þess.
Gerðarheiti á hljóðörgjörvum
fyrir gerðir sem tilgreindar eru
í þessari notendahandbók eru:
FCC ID: QZ3BAHA5POWER IC:
8039C-BAHA5POWER, IC-gerð:
Baha
5 Power.
®
Yfirlýsing:
Þetta tæki samræmist 15. hluta
reglna eftirlitsnefndar alríkisfjarskipta
í Bandaríkjunum (FCC). Notkun þess er háð
eftirfarandi tveimur skilyrðum: (1) tækið má
ekki valda skaðlegum truflunum, og (2) tækið
verður að taka við öllum truflunum, þ.m.t.
truflunum sem geta raskað virkni þess.

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents