Cochlear Baha 5 User Manual page 77

Power sound processor
Hide thumbs Also See for Baha 5:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
Þráðlaus aukabúnaður
Hljóðörgjörvinn er samhæfur við
margvíslegan Cochlear Wireless-aukabúnað
sem getur bætt heyrnarupplifun þína. Þú
getur spurt heyrnarsérfræðinginn þinn
um kostina sem standa til boða eða farið
á www.cochlear.com.
Flugstilling
Sjá mynd 6
Slökkva þarf á þráðlausri virkni þegar farið
er í flugvél.
1. Til að kveikja á flugstillingu þarf fyrst
að slökkva á hljóðörgjörvanum með
því að opna rafhlöðuhólfið.
2. Haltu inni kerfishnappinum um leið og
þú lokar rafhlöðuhólfinu.
Til að slökkva á flugstillingunni slekkur þú
og kveikir aftur á hljóðörgjörvanum.
Made for iPhone (MFi)
Hljóðörgjörvinn er Made for iPhone
(MFi)-heyrnartæki. Þetta gerir þér kleift að
stjórna hljóðörgjörvanum og straumspila
hljóð beint úr iPhone, iPad eða iPod touch.
Finna má ítarlega lýsingu á samhæfi og
frekari upplýsingar á www.cochlear.com.
1. Kveiktu á Bluetooth í iPhone, iPad eða
iPod touch til að para hljóðörgjörvann.
2. Slökktu á hljóðörgjörvanum og
opnaðu „Settings (stillingar) > General
(almennt) > Accessibility (aðgengi)"
í iPhone, iPad eða iPod touch.
3. Kveiktu á hljóðörgjörvanum og
veldu „Hearing Aids" (heyrnartæki)
í valmyndinni „Accessibility" (aðgengi).
4. Pikkaðu á heiti hljóðörgjörvans þegar
það birtist undir „Devices" (tæki) og
ýttu á „Pair" (para) þegar um það er
beðið.
Símtöl
Sjá mynd 7
Best er að nota Cochlear Wireless-
símaklemmu eða straumspila samtalið
beint úr iPhone-símanum. Þegar þú notar
venjulegan síma skaltu hafa símtólið
nálægt hljóðnematengi hljóðörgjörvans
í stað þess að hafa það við eyrað.
Gættu þess að símtólið snerti ekki
hljóðörgjörvann því þá gæti heyrst ískur.
Íslenska
77

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents