Cochlear Baha 5 User Manual page 78

Power sound processor
Hide thumbs Also See for Baha 5:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
Skipt um rafhlöðu
Sjá mynd 8
Sýnilegu merkin og hljóðmerkin láta
þig vita þegar um klukkutími er eftir
af rafhlöðunni. Hljóðmögnun kann að
minnka á þessu stigi. Ef rafhlaðan tæmist
alveg hættir hljóðörgjörvinn að virka.
Skiptu um rafhlöðu og notaðu
eina af rafhlöðunum (zinc-air, ekki
endurhlaðanleg) sem fylgdi með í
hljóðörgjörvasettinu. Rafhlöðurnar
í settinu eru í samræmi við nýjustu
tilmæli Cochlear. Hafðu samband við
heyrnarsérfræðinginn til að fá fleiri
rafhlöður.
1. Til að skipta um rafhlöðu skaltu
halda á hljóðörgjörvanum þannig að
framhliðin vísi upp.
2. Opnaðu rafhlöðuhólfið varlega þar til
það er alveg opið.
3. Fjarlægðu gömlu rafhlöðuna og
fargaðu henni í samræmi við
staðbundnar reglugerðir.
4. Taktu nýju rafhlöðuna úr pakkanum og
fjarlægðu límmiðann á plúshliðinni.
5. Settu rafhlöðuna í rafhlöðuhólfið
þannig að plúshliðin vísi upp.
6. Lokaðu rafhlöðuhólfinu varlega.
78
Ábendingar
Slökktu á hljóðörgjörvanum þegar
hann er ekki í notkun til að spara
rafhlöðuna.
Rafhlöðuending minnkar um leið og
rafhlaðan kemst í snertingu við loft
(þegar plastfilman er fjarlægð) svo þú
skalt gæta þess að fjarlægja plastfilmuna
ekki nema rétt fyrir notkun.
Ending rafhlöðunnar veltur á daglegri
notkun, hljóðstyrk, þráðlausri
straumspilun, hljóðumhverfi,
kerfisstillingu og krafti rafhlöðunnar.
Skiptu strax um rafhlöðu ef hún lekur.
Rafhlöðuhólfi læst og það tekið úr lás
Sjá mynd 9
Hægt er að læsa lokinu á rafhlöðuhólfinu svo
það opnist ekki óvart (barnalæsing). Þetta er
sérstaklega gagnlegt til að koma í veg fyrir
að börn, og annað fólk sem þarfnast eftirlits,
komist í rafhlöðuna fyrir slysni.
1. Til að læsa rafhlöðuhólfinu lokar
þú því alveg og setur lásverkfærið
í raufina á loki rafhlöðuhólfsins.
Renndu láspinnanum upp á sinn stað.
2. Til að taka rafhlöðuhólfið úr lás
setur þú lásverkfærið í raufina á loki
rafhlöðuhólfsins. Renndu láspinnanum
niður á sinn stað.

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents