Cochlear Baha 5 User Manual page 85

Power sound processor
Hide thumbs Also See for Baha 5:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
ATHUGIÐ:
Þetta tæki hefur verið prófað og telst
fara að takmörkunum fyrir stafrænt
tæki í B-flokki, samkvæmt 15. hluta
reglna eftirlitsnefndar alríkisfjarskipta
í Bandaríkjunum (FCC). Þessum
takmörkunum er ætlað að veita
hæfilega vernd gegn skaðlegri truflun
í íbúðabyggð. Þetta tæki myndar, notar
og getur sent frá sér útvarpsbylgjur
og ef það er ekki sett upp og notað
eins og fyrirskipað er getur það valdið
skaðlegum truflunum á þráðlausum
fjarskiptum. Hins vegar er engin
trygging fyrir því að truflanir eigi sér
ekki stað á tilteknu svæði. Ef tækið
veldur skaðlegum truflunum
á útvarps- eða sjónvarpsmóttöku,
sem hægt er að ákvarða með því
að kveikja og slökkva á tækinu, eru
notendur hvattir til að beita einni
eða fleiri eftirfarandi ráðstafana til
að koma í veg fyrir truflanirnar:
• Endurstilla eða flytja
móttökuloftnetið.
• Auka bilið á milli tækisins og
móttakarans.
• Tengja tækið í innstungu á annarri
rás en móttakarinn er tengdur við.
• Leita aðstoðar hjá söluaðila
eða hjá sérfróðum útvarps-/
sjónvarpsvirkja.
• Breytingar á tækinu geta gert
heimild notandans til notkunar
þess ógilda.
Fyrirhuguð notkun
Cochlear Baha-kerfið notar beinleiðni
til að senda hljóð í kuðunginn (innra
eyrað) til að bæta heyrn. Baha 5 Power
hljóðörgjörvanum er ætlað að vera
hluti af Cochlear Baha kerfinu. Hann
nemur umhverfishljóð og flytur það til
höfuðkúpubeinsins í gegnum Baha-ígræði,
Baha Softband eða Baha SoundArc. Hægt
er að nota hann annaðhvort öðrum megin
eða báðum megin.
Ábendingar
Baha-kerfið er ætlað fyrir sjúklinga með
leiðandi heyrnartap, blandað heyrnartap
og einhliða skyntaugaheyrnarskerðingu
(SSD). Baha 5 Power hljóðörgjörvinn er
ætlaður sjúklingum með allt að 55 dB
skyntaugaheyrnartap.
Klínískur ávinningur
Flestir sem fá heyrnartæki með beinleiðni
finna fyrir bættri heyrn og auknum
lífsgæðum, samanborið við þá sem nota
ekki slík heyrnartæki.
Uppsetning fer fram á sjúkrahúsi, hjá
heyrnarfræðingi eða, í sumum löndum,
hjá heyrnarsérfræðingi.
Listi yfir lönd:
Ekki eru allar vörur í boði á öllum
markaðssvæðum. Framboð vörunnar
er háð samþykki yfirvalda á viðkomandi
markaðssvæðum.
Íslenska
85

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents