Cochlear Baha 5 User Manual page 76

Power sound processor
Hide thumbs Also See for Baha 5:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
Kveikt/slökkt
Sjá mynd 2
1. Kveiktu á hljóðörgjörvanum með því
að loka rafhlöðuhólfinu alveg.
2. Slökktu á hljóðörgjörvanum með því
að opna rafhlöðuhólfið varlega þar til
þú finnur fyrsta „smellinn".
Þegar slökkt er á hljóðörgjörvanum og
svo kveikt aftur á honum stillist hann aftur
á kerfi 1 og sjálfgefinn hljóðstyrk.
Merki um stöðu
Sjá mynd 3
Sýnileg merki og hljóðmerki gefa til
kynna breytingar á hljóðörgjörvanum.
Heildaryfirlit yfir sýnileg merki og
hljóðmerki má sjá í töflunni í lok kaflans.
Skipt um kerfi/straumspilun
Sjá mynd 4
Í hljóðörgjörvanum er hægt að setja upp
allt að fjögur kerfi sem henta mismunandi
hljóðumhverfi. Með kerfishnappinum
getur þú valið á milli forstilltra kerfa og
kveikt og slökkt á þráðlausri straumspilun.
Til að skipta um kerfi ýtir
þú á kerfishnappinn ofan á
hljóðörgjörvanum.
Haltu inni kerfishnappinum til að
kveikja á þráðlausri straumspilun
hljóðs. Ýttu aftur á kerfishnappinn til
að stöðva þráðlausa straumspilun og
fara aftur í fyrra kerfi.
76
Ef þú notar heyrnartæki báðum megin
taka breytingar í einu tæki sjálfkrafa gildi
í hinu tækinu. Heyrnarsérfræðingurinn
þinn getur kveikt eða slökkt á þessum
eiginleika.
ATHUGIÐ:
Einnig er hægt að skipta um kerfi og
stilla hljóðstyrk með Cochlear Baha-
fjarstýringunni eða Cochlear Wireless-
símaklemmu, sem hvort tveggja er
aukabúnaður, eða beint úr iPhone,
iPad eða iPod touch (sjá frekari
upplýsingar í MFi-kaflanum).
Stilling hljóðstyrks
Sjá mynd 5
Þú getur breytt hljóðstyrk hljóðörgjörvans
með veltirofanum fyrir hljóðstyrk á hlið
hljóðörgjörvans.
Ýttu efst á veltirofann fyrir hljóðstyrk til
að hækka hljóðstyrkinn.
Ýttu neðst á veltirofann fyrir hljóðstyrk
til að lækka hljóðstyrkinn.
Lyklalás
Þú getur notað lyklalásinn til að koma í
veg fyrir óviljandi breytingar á stillingum
hljóðörgjörvans (svo sem vali á kerfi eða
hljóðstyrk). Heyrnarsérfræðingurinn
þinn getur kveikt eða slökkt á þessum
eiginleika, sem er mikilvægur þegar
barn notar hljóðörgjörvann.

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents