Cochlear Baha 5 User Manual page 79

Power sound processor
Hide thumbs Also See for Baha 5:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
VIÐVÖRUN:
Rafhlöður geta verið hættulegar ef
þær eru gleyptar, settar upp í nefið
eða í eyru. Gættu þess að geyma
rafhlöðurnar þar sem börn og fólk
sem krefst eftirlits ná ekki til. Gakktu
úr skugga um að rafhlöðuhlífin sé
læst fyrir notkun. Ef rafhlaða er gleypt
óviljandi eða föst í nefi eða eyra skal
leita tafarlaust læknishjálpar á næstu
bráðamóttöku.
Öryggissnúran fest
Sjá mynd 10
Til að nota öryggissnúruna festir þú hana
einfaldlega við hljóðörgjörvann og smellir
hana fasta við skyrtuna eða jakkann.
Cochlear mælir með notkun
öryggissnúrunnar þegar notandinn
hreyfir sig mikið. Börn ættu alltaf
að nota öryggissnúruna.
Almenn umhirða
Hljóðörgjörvinn er viðkvæmt raftæki.
Fylgdu þessum leiðbeiningum svo hann
virki sem skyldi:
Slökktu á hljóðörgjörvanum
og geymdu hann fjarri ryki og
óhreinindum.
Taktu rafhlöðuna úr þegar þú geymir
hljóðörgjörvann í lengri tíma.
Verðu hljóðörgjörvann fyrir miklum
hita og miklum kulda.
Fjarlægðu hljóðörgjörvann áður en
þú notar hárnæringu, flugnafælu eða
álíka vörur.
Festu hljóðörgjörvann með
öryggissnúru þegar þú hreyfir
þig mikið. Ef hreyfingin felur í sér
snertingu við aðra mælir Cochlear
með því að fjarlægja hljóðörgjörvann.
Hljóðörgjörvinn er ekki vatnsheldur.
Ekki nota hann í sundi og forðastu
mikla rigningu.
Notaðu hreinsisettið fyrir Baha-
örgjörvann til að hreinsa örgjörvann
og smellitengið.
Ef hljóðörgjörvinn verður mjög blautur
1. Opnaðu rafhlöðuhlífina tafarlaust og
taktu rafhlöðuna úr.
2. Settu hljóðörgjörvann í ílát
með þurrktöflum á borð við
Dri-Aid. Láttu hann þorna yfir nótt.
Þurrkunarsett eru fáanleg hjá flestum
heyrnarsérfræðingum.
Íslenska
79

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents