Download Print this page

Otto Bock 50R236 Smartspine SI Instructions For Use Manual page 42

Hide thumbs Also See for 50R236 Smartspine SI:

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 7
4.2 Mátun og notkun
VARÚÐ
Röng notkun eða of mikil hersla
Erting í húð vegna ofhitunar, þrýstingur á afmörkuðum stöðum vegna of mikillar herslu
Tryggið að varan sé notuð rétt og passi.
Ef vafamál koma upp skal ekki halda notkun vörunnar áfram ef húðerting er til staðar.
VARÚÐ
Húð í beinni snertingu við vöruna
Erting í húð vegna núnings eða svita
Látið vöruna ekki vera í beinni snertingu við húð.
Upplýsið sjúklinginn.
ÁBENDING
Notkun slitinnar eða skemmdrar vöru
Takmörkuð virkni
Fyrir hverja notkun skal athuga hvort varan virki á réttan og öruggan hátt og hvort slit eða
skemmdir séu sýnilegar.
Haldið ekki áfram að nota vöru sem er ónothæf, slitin eða skemmd.
>
Sjúklingurinn stendur.
>
Franskur rennilás magabeltisins er opinn.
>
Togstrengurinn er alveg slakur.
1) Valfrjálst – púða komið fyrir: Notið franska rennilásinn til að festa púðann innan á beltið (sjá
mynd 1).
2) Leggið beltið utan um líkamann og notið sama kraft báðum megin til að toga það fram á við
(sjá mynd 2).
3) Festið hægri hliðina við vinstri hlið magabeltisins (sjá mynd 3). Tryggið að báðir hlutar franska
rennilássins liggi flatir að hvorum öðrum og að þeir snerti ekki föt eða húð.
4) Togið enda togstrengsins fram á við og festið hann við magabeltið með franska rennilásnum
(sjá mynd 4).
5) Valfrálst – stytting togstrengsins: Togið spjaldið út úr vasanum (sjá mynd 5) og vefjið
togstrengnum utan um spjaldið (sjá mynd 6). Setjið spjaldið aftur ofan í vasann.
6) Valfrjálst – stefnu togstrengsins breytt frá vinstri til hægri: Hægt er að breyta um stefnu
togstrengsins frá vinstri yfir á hægri hlið með því að snúa stoðbeltinu um 180° þegar það er
sett á.
4.3 Hreinsun
ÁBENDING
Notkun rangra hreinsiefna
Hætta er á að spelkurnar skemmist vegna notkunar rangra hreinsiefna
Hreinsið spelkurnar einungis með samþykktum hreinsiefnum.
Hreinsið hlífina reglulega.
1) Festið alla frönsku rennilásana.
2) Handþvoið beltið í heitu vatni við 30 °C með hefðbundnu, mildu hreinsiefni.
3) Skolið beltið vel.
4) Látið þorna. Látið hlífina ekki vera í beinum hita (t.d. í beinu sólarljósi eða í/á ofni).
42

Advertisement

loading