3M Peltor WS ProTac XPI Manual page 115

Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
4:8 Bluetooth
Multipoint (Bluetooth
®
fjölpunktakerfi)
Virkja eða afvirkja Multipoint fjölpunktsvirknina. Afvirkja er
sjálfgild stilling.
4:9 Microphone volume (Hljóðstyrkur hljóðnema)
Auka eða minnka hljóðnemamögnun.
4:10 Ljóstvistur (LED) On/Off/Mode hnappur
On/Off/Mode hnappur er lýstur upp með ljóstvisti (LED) sem
gefur til kynna að kveikt sé á heyrnartólunum.
5. HREINSUN OG VIÐHALD
Notaðu klút vættan í sápu og heitu vatni til þess að þrífa ytri
skálar, höfuðspöng og eyrnapúða.
ATHUGASEMD: EKKI setja heyrnarhlífarnar ofan í vatn.
Ef heyrnarhlífarnar blotna í rigningu eða af svita, skaltu snúa
eyrnahlífunum út, fjarlægja eyrnapúða og frauðfóður og láta
allt þorna áður en þær eru settar saman á ný. Eyrnapúðar og
frauðfóður getur skemmst við notkun og leita ætti reglubundið
að sprungum í þeim og öðrum skemmdum. 3M mælir með því
að skipt sé um frauðfóður og eyrnapúða að minnsta kosti
tvisvar á ári við reglubundna notkun til þess að tryggja
áreiðanlega hljóðdeyfingu, hreinlæti og þægindi. Skemmist
eyrnapúði, ber að skipta um hann. Sjá „Varahlutir/fylgihlutir"
neðar.
AÐ FJARLÆGJA UM EYRNAPÚÐA OG SKIPTA UM ÞÁ
L:1 Settu fingur undir innri brún eyrnapúðans og kipptu
honum ákveðið beint út til þess að fjarlægja hann.
L:2 Fjarlægðu frauðfóður sem fyrir er og settu nýtt í staðinn.
L:3 Komdu annarri hlið eyrnapúðans fyrir í grópinni á
eyrnaskálinni og þrýstu svo hinum megin á þar til eyrnapúðinn
smellur á sinn stað.
AÐSTÆÐUR VIÐ NOTKUN OG GEYMSLU
Fjarlægðu rafhlöðurnar áður en tækið er sett í geymslu. Ekki
geyma heyrnarhlífarnar við hærra hitastig en 55°C (131°F),
t.d. á mælaborði, hillu eða í gluggakistu, eða undir -20°C
(-4°F). Ekki nota heyrnarhlífarnar við meiri hita en 50°C
(122°F), eða undir 0°C (32°F).
6. VARAHLUTIR/FYLGIHLUTIR
Multipoint
®
3M™ PELTOR™ HY83 Hreinlætisbúnaður
Útskiptanlegur hreinlætisbúnaður. Skiptu um a.m.k. tvisvar á
ári til að tryggja samfellda deyfingu, hreinlæti og þægindi.
3M™ PELTOR™ HY80 gelpúði á heyrnartól atvinnumanna
Einangrandi gelpúðar með ofurþunnu fjölúreþanlagi, tvöföldu
yfirborðslagi og gelfylltri silíkonblöðru með frauðbaki.
3M™ PELTOR™ HY100A Einnota hlífar
Einnota hlíf sem auðvelt er að koma fyrir á eyrnapúðana.
3M™ PELTOR™ HYM1000 Hljóðnemahlíf
Raka- og vindhelt límband sem verndar talnemann.
3M™ PELTOR™ ACK053 Hleðslurafhlaða
NiMH hleðslurafhlaða, 1.900 mAh 2,4 V Notkunarsvið hvað
varðar hitastig: 0°C (32°F) til 50°C (122°F)
3M™ PELTOR™ FR09 Hleðslutæki
Hleðslutæki fyrir PELTOR ACK053.
3M™ PELTOR™ FR08 Aflgjafi
Aflgjafi fyrir PELTOR FR09.
3M™ PELTOR™ M171/2 Vindhlíf fyrir MT73 gerð
talhljóðnema
Virk vörn gegn vindgnauði. Eykur endingartíma
talhljóðnemans og verndar hann. Í pakkanum er ein hlíf.
3M™ PELTOR™ 1180 SV Rafhlöðulok
Rafhlöðulok til notkunar með 1,5 V rafhlöðum af gerð LR6
(AA).
3M™ PELTOR™ M60/2 Vindhlíf fyrir umhverfishljóðnema
Vindhlíf fyrir hljóðnemana.
3M™ PELTOR™ FLX2 Tengisnúra
Hafðu vinsamlegast samband við umboðsmann 3M PELTOR.
106
IS

Hide quick links:

Advertisement

Table of Contents
loading

This manual is also suitable for:

Peltor ws protac xpi headset

Table of Contents