3M Peltor WS ProTac XPI Manual page 110

Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
IS
hljóðlátt umhverfi og hafa samband við lækni og/eða
verkstjóra þinn.
i. Sé ekki farið eftir ofangreindum kröfum, skerðir það
verndareiginleika eyrnahlífanna verulega.
EN 352 Öryggisyfirlýsingar:
Frálag styrkstýrðrar rásar í þessum heyrnarhlífum gæti farið
fram yfir ytri hávaðamörk.
• Séu einnota hlífar notaðar getur það haft áhrif á
hljóðfræðilega eiginleika eyrnahlífanna.
• Afköst geta minnkað eftir því sem rafhlöðuhleðsla minnkar.
Gera má ráð fyrir því að rafhlaða í eyrnatöppunum endist
dæmigert í 45 klukkutíma við samfellda notkun.
• Ákveðin efnafræðileg efni geta valdið tjóni á vöru þessari.
Nánari upplýsingar má fá hjá framleiðanda.
• Eyrnahlífar þessar festar á hjálm eru í stórri stærð.
Eyrnahlífar fyrir hjálma sem uppfylla kröfur EN 352-3 eru í
„millistærð" eða „lítilli stærð" eða „stórri stærð". Eyrnahlífar í
„millistærð" fyrir hjálma henta meirihluta notenda. Eyrnahlífar
í „lítilli stærð" eða „stórri stærð" fyrir hjálma eru hannaðar
fyrir notendur sem ekki geta notað eyrnahlífar af „millistærð".
• Frálag hljóðrásar í þessum heyrnarhlífum getur farið fram
yfir dagleg vámörk hávaða.
• Vöruna skal ekki nota sé ekki hægt að tryggja að spenna
ílags fari ekki yfir hámarksgildi í töflu D:1.
VARÚÐ:
• Sé röng rafhlaða notuð, getur verið hætta á sprengingu.
Sjá „Varahlutir/fylgihlutir".
• Hlaðið ekki rafhlöðurnar við hærra hitasig en 40°C
(104°F).
• Notið eingöngu 3M™ PELTOR™ USB-hleðslutæki FR09
og USB-veggmillistykki FR08 með hleðslurafhlöðupakkanum
ACK053.
• Hætta er á eldsvoða og brunasárum, séu rafhlöður
notaðar. Ekki opna, brjóta, kveikja í eða hita upp í meira en
55°C (131°F).
• Ekki nota saman alkaline, venjulegar eða hleðslurafhlöður.
• Séu umhverfishljóðin að mestu undir 500 Hz, ætti að miða
við C-veginn styrk umhverfishljóða.
• Notaðu ávallt sértilgreinda 3M varahluti. Sé notast við aðra
varahluti en upprunalega gæti það dregið úr verndinni sem
varan á að veita.
ATHUGASEMD
• Þegar heyrnarhlífarnar eru notaðar í samræmi við
leiðbeiningar notenda, draga þær bæði úr stöðugum hávaða,
svo sem í iðnaði eða frá ökutækjum og flugvélum, og
skyndilegum hávaða, til dæmis byssuskotum. Erfitt er að
segja fyrir um þá heyrnarvernd sem þörf er á eða í raun er
veitt hvað varðar váhrif af skyndilegum hávaða. Það hefur
áhrif á vernd gegn hávaða frá byssuskotum um hvaða
tegund vopns er að ræða, hve mörgum skotum er hleypt af,
hvaða heyrnarhlífar eru valdar, hvernig þær passa og eru
notaðar, hvernig um þær er annast og fleira. Kynntu þér
betur heyrnarvernd gegn skyndilegum hávaða á vefsíðunni
www.3M.com/hearing.
• Jafnvel þótt hægt sé að mæla með því að heyrnarhlífar
séu notaðar til að verjast áhrifum af óvæntum hávaða,
byggist mat á hljóðdeyfingu (NRR) á deyfingu samfellds
hávaða og er því ekki endilega nákvæm vísbending um þá
vörn sem fæst gegn óvæntum og skyndilegum hávaða á
borð við byssuhvell (orðalag að beiðni EPA).
• Heyrnartólin eru búin styrkstýrðri hljóðdeyfingu. Notandi
ætti að kynna sér rétta notkun þeirra áður en hún hefst. Ef
hljóð er bjagað eða vart verður við bilun ætti notandi að leita
ráða hjá framleiðanda um viðhald og hvernig skipta á um
rafhlöðu.
• Á heyrnarhlífunum er innstunga fyrir hljóðtæki. Notandi
ætti að kynna sér rétta meðferð fyrir notkun. Ef hljóð er
bjagað eða vart verður við bilun ætti notandi að leita ráða
framleiðanda.
• Heyrnarhlífarnar takmarka hljóðmerki við
afþreyingarhlustun við 82 dB(A) við eyra.
• Þeir sem nota öryggishjálma með heyrnarhlífum í Kanada,
skulu kynna sér CSA Staðal Z94.1 um öryggishjálma
atvinnumanna.
• Hitastig við notkun: 0°C (32°F) til 50°C (122°F)
• Hitastig við geymslu: -20°C (-4°F) til 55°C (131°F)
• Þyngd heyrnarhlífanna: Kynntu þér töflur A og B um
hljóðdeyfingu í rannsóknarstofu.
VOTTANIR
3M Svenska AB lýsir því hér með yfir að Bluetooth®
fjarskiptabúnaðurinn uppfyllir samræmiskröfur í Tilskipun
2014/53/ESB og öðrum viðeigandi tilskipunum til þess að
standast kröfur um CE-merkingu. 3M Svenska AB lýsir því
einnig yfir að PPE-gerðar heyrnartólin séu í samræmi við
reglugerð (EU) 2016/425 eða ESB-tilskipun 89/686/EES.
Persónuhlífarnar eru skoðaðar árlega af SGS Fimko Ltd.,
Takomotie 8, FI-00380 Helsinki, Finnlandi, vottunarstofu nr.
0598 og gerðarvottaðar af PZT GmbH, vottunarstofu nr. 1974,
Bismarckstrasse 264 B, 26389, Wilhelmshaven, Þýskalandi.
Varan hefur verið prófuð og vottuð í samræmi við EN 352-
1:2002 / EN 352-3:2002, EN 352-4:2001/A1:2005, EN 352-
6:2002, EN 352-8:2008 eða EN 352-1:2020, EN 352-3:2020,
EN 352-4:2020, EN 352-6:2020 og EN 352-8:2020.
Hægt er að fá upplýsingar um viðeigandi löggjöf með því að
sækja samræmisyfirlýsingu (DoC) á www.3M.com/peltor/
doc. Samræmisyfirlýsingin sýnir einnig ef aðrar gerðarvottanir
gilda um þau. Þegar samræmisyfirlýsing er sótt, finndu
vinsamlegast hlutanúmer þitt. Þú finnur hlutanúmer
eyrnahlífanna neðst á annarri skálinni. Dæmi um það má sjá
á myndinni hér að neðan.
Hægt er að fá send afrit af samræmisyfirlýsingu og
viðbótarupplýsingum sem krafist er í tilskipununum með því
að hafa samband við 3M í því landi sem varan var keypt.
Upplýsingar um tengiliði má finna aftast í þessum
notendaleiðbeiningum.
101

Hide quick links:

Advertisement

Table of Contents
loading

This manual is also suitable for:

Peltor ws protac xpi headset

Table of Contents