Sjónvarpinu Komið Fyrir; Umhirða; Leiðarvísir - IKEA UPPLEVA User Manual

Hide thumbs Also See for UPPLEVA:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
Sjónvarpinu komið fyrir
Til að koma í veg fyrir slys, þarf að festa
sjónvarpið tryggilega á sjónvarpsbekkinn/
húsgagn/vegginn í samræmið við
samsetningarleiðbeiningar.
Sjónvarpið fest á vegg
Athugið: Tvær manneskjur þurfa að
annast uppsetningu.
Til að tryggja örugga uppsetningu þarf að
fylgja eftirfarandi öryggisleiðbeiningum.
Gangið úr skugga um að veggurinn
þoli þyngd sjónvarpstækisins og
veggfestingarinnar.
Fylgið uppsetningarleiðbeiningunum sem
fylgja veggfestingunni.
Gætið þess að nota aðeins skrúfur sem
henta í vegginn.
Gangið frá öllum snúrum þannig að ekki
sé hætta á að einhver flækist í þeim eða
detti um þær.
Sjónvarpinu komið fyrir á borði
eða annarri undirstöðu
Áður en sjónvarpið er sett upp þarf að
tryggja að undirstaðan þoli þyngdina af því.
Setjið sjónvarpið ekki á óstöðuga undirstöðu
eða nærri brúnum á húsgögnum og gætið
þess að sjónvarpsskjárinn nái ekki fram fyrir
brún þess sem sjónvarpið stendur á.
Stillið sjónvarpinu upp nærri vegg svo það
geti ekki dottið aftur á bak.
Umhirða
Notið raka tusku til að þrífa skjáinn og
mjúka tusku og milt hreinsiefni til að þrífa
aðra hluti sjónvarpsins.
Notkun á sterkum eða hrjúfum hreinsiefnum
eða efnum sem innihalda alkóhól getur
skemmt skjáinn.
Rykhreinsið loftristarnar aftan á sjónvarpinu
reglulega. Leysiefni, hrjúf hreinsiefni eða
efni sem innihalda alkóhól geta skemmt
sjónvarpið.
Leiðarvísir
Eiginleikarnir sem lýst er í þessum
leiðarvísi eru flestum útgáfum sjónvarpsins
sameiginlegir. Sumir þeirra gætu þó ekki
átt við um þitt sjónvarp og/eða sjónvarpið
þitt getur verið með eiginleika sem
ekki eru teknir fram í þessum leiðarvísi.
Teikningarnar í leiðarvísinum gætu verið
frábrugðnar sjálfri vörunni. Styðjist alltaf við
vöruna sjálfa. Hönnun og eiginleikum getur
verið breytt án fyrirvara.
85

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents