Divx Myndskrár; Orkusparnaður; Uppfæra Sjónvarpsstöðvar; Lykilorð - IKEA UPPLEVA User Manual

Hide thumbs Also See for UPPLEVA:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
Ef þú velur Off, slokknar á hljóði
hljómtækisins sem tengt er SPDIF
tengið.
Athugið: Valmöguleikarnir sem þú velur fara
eftir útsendingunni sem horft er á. Ef þú
velur PCM og hljóðið er á undan myndinni,
getur þú valið SPDIF delay í Options
valmyndinni og notað / til að stilla töf til
að samræma hljóð og mynd.
DivX myndskrár
(*ekki í boði í öllum sjónvörpum)
DivX® er stafrænt myndsnið skapað af
DivX, LLC, dótturfélagi Rovi Corporation.
Þetta er vottað DivX Certified® tæki sem
spilar DivX myndbönd. Skoðaðu divx.com til
að nálgast frekari upplýsingar og hugbúnað
til að breyta gögnum í DivX myndskrár.
Þetta vottaða DivX Certified® tæki þarf að
skrá til að geta spilað keyptar DivX Video-
on-Demand (VOD) kvikmyndir.
Til að fá skráningarlykil þarf að fylgja
eftirfarandi skrefum
Ýttu á MENU á fjarstýringunni.
Veldu Options > DivX(R)
registration.
Ýttu á OK og þá birtist
skráningarlykillinn á skjánum.
Farðu á vod.divx.com til að fá nánari
upplýsingar um hvernig eigi að ljúka
skráningunni.
Til að afskrá sjónvarpið þarf að fylgja
eftirfarandi skrefum
Ýttu á MENU á fjarstýringunni.
Veldu Options > DivX(R)
deregistration.
Ýttu á OK og þá birtast skilaboð sem
gefa þér leiðbeiningar um framhaldið.
Orkusparnaður
1. Ýttu á MENU á fjarstýringunni og veldu
Setup > ECO Settings > Energy
Saving.
2. Notaðu / til að velja
orkusparnaðarsnið.
3. Ýttu á EXIT til að loka valmyndinni.
Uppfæra sjónvarpsstöðvar
Ýttu á MENU á fjarstýringunni og veldu
Options > Network update. Veldu On/
Off til að kveikja eða slökkva á Network
update aðgerðinni.
Þegar kveikt er á þessari aðgerð,
uppfærir sjónvarpið stöðvarnar
sjálfkrafa ef þjónustuaðili stafrænnar
sjónvarpsútsendingar uppfærir kerfið
hjá sér.
Þegar slökkt er á þessari virkni þarftu
að kveikja aftur á stöðvaleitinni til að
fá nýjar stöðvar eða fjarlægja óvirkar
stöðvar ef þjónustuaðilinn hefur bætt við
eða fjarlægt stöðvar í kerfinu sínu.
Lykilorð
Sjálfgefið lykilorð sjónvarpsins er 1234.
Þú getur breytt þessu lykilorði með því að
fylgja eftirfarandi skrefum.
1. Ýttu á MENU á fjarstýringunni og veldu
Options > Lock.
2. Sláðu inn lykilorðið og veldu Change
password.
3. Sláðu inn nýja lykilorðið þitt tvisvar til
að staðfesta það. Upp koma skilaboð um
að lykilorði hafi verið breytt.
4. Ýttu á EXIT til að loka valmyndinni.
Barnalæsing
Þú getur stillt lásinn þannig að lokað sé
fyrir visst efni eða aðgerðir nema slegið
sé inn lykilorð, (sjá kafla 7 Valmöguleikar
og stillingar - Lykilorð) Þú getur stillt
eftirfarandi:
— Parental rating (Til að farið sé fram á
lykilorð til að horfa á efni sem leyft er til
sýningar frá ákveðnum aldri),
— Input lock (Til að farið sé fram á
lykilorð til að fá aðgang að vissum
tengjum),
— Front panel lock (Til að farið sé fram á
lykilorð til að nota aðalhnappana),
— Installation lock (Til að farið
sé fram á lykilorð til að fara inn í
uppsetningarvalmyndina) og
— Max volume (Til að farið sé fram á
lykilorð til að auka hljóðstyrkinn umfram
visst stig).
Fylgdu eftirfylgjandi skrefum til að stilla
barnalæsinguna.
1. Ýttu á MENU á fjarstýringunni til að
velja Options. Farðu í Lock og sláðu inn
lykilorðið.
2. Stilltu barnalæsinguna og lokaðu
valmyndina með því að ýta á EXIT.
116

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents