Skrá Áminningar Og Upptökur; Skipulagning Dagskrár (Epg) - IKEA UPPLEVA User Manual

Hide thumbs Also See for UPPLEVA:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
eru geymd, ef ske kynni að eitthvað bili
og gögnin glatist.
— Því meira laust pláss sem er á drifinu,
því meira er hægt að taka upp.
— Ef þú vilt skipta um stöð eða viðtæki
(source) meðan á upptöku stendur þarf
að vista upptökuna áður en skipt er um
stöð eða viðtæki.
— Sjónvarpið getur ekki spilað efni ef
skráarstærðin er umfram takmarkanir
sem kerfið setur, ekki er stuðningur við
skráarsniðið, skráin er skemmd eða ef
ekki er hægt að aflæsa skránni.
— Ekki taka USB drifið úr sambandi á
meðan kerfið er að lesa skrá eða senda
gögn því það getur valdið skemmdum á
kerfinu eða drifinu.
Skrá áminningar og upptökur
Þú getur stillt áminningu eða upptöku fram
í tímann með því að nota Schedule list
aðgerðina.
Valmöguleikar:
Skrá áminningu þannig að sjónvarpið
minni þig á vissa dagskrárliði. Ef
þú hefur ekki brugðist við þegar
viðkomandi dagskrárliður hefst, slokknar
á áminningunni og sjónvarpið heldur
eðlilega áfram.
Skrá upptöku ef þú vilt að sjónvarpið
taki sjálfkrafa upp ákveðinn dagskrárlið
á ákveðnum tíma og dagsetningu.
1. Ýttu á OPTION á fjarstýringunni og
veldu Quick access > Schedule list.
2. Ýttu á OK til að sjá lista af skráðum
áminningum og upptökum.
3. Til að bæta við nýrri upptöku þarf að
ýta á rauða takkann til að setja inn
nauðsynlegar upplýsingar.
4. Notaðu / til að velja númer stöðvar.
5. Stilltu dagsetningu, upphafstíma og
lokatíma upptökunnar með því að nota
númeratakkana.
6. Veldu hvort þú vilt stilla áminningu eða
upptöku.
7. Veldu hvort og hvernig þú vilt endurtaka
áminninguna eða upptökuna.
8. Veldu Add með því að nota örvatakkana
á fjarstýringunni og ýttu á OK til að
bæta áminningunni eða upptökunni á
listann.
9. Ef þú vilt skrá aðra áminningu eða
upptöku þarftu að ýta á rauða takkann
og endurtaka skref 4-8.
10. Ef þú vilt breyta eða eyða skráðri
áminningu eða upptöku þarftu að nota
örvatakkana til að velja hana og ýta svo
á OK.
11. Ýttu á EXIT á fjarstýringunni til að loka
valmyndinni.
Skipulagning dagskrár (EPG)
Electronic Program Guide (EPG)
er skjáleiðarvísir sem sýnir
sjónvarpsdagskrána. Fylgdu þessum
skrefum til að skoða, velja, horfa á og
taka upp dagskrárliði í EPG.
1. Ýttu á GUIDE á fjarstýringunni. Þá
birtist Now and Next EPG valmyndin
sem veitir upplýsingar um núverandi og
næsta dagskrárlið á hverri stöð fyrir sig.
Notaðu örvatakkana á fjarstýringunni til
að skoða mismunandi dagskrárliði.
2. Notaðu litatakkana til að skoða 8 Days
EPG.
Prev day (Rautt): Skoða dagskrá (EPG)
dagsins áður.
Next day (Grænt): Skoða dagskrá
(EPG) næsta dags.
View detail (Gult): Sýna lýsingu á
núverandi dagskrárlið, ef það er í boði.
Type filter (Blátt): Sía fyrir dagskrárliði
stafrænna stöðva.
Ýttu á bláa takkann til að
sýna tegund dagskrárliða og
undirtegundir.
Notaðu örvatakkana á fjarstýringunni
til að fara á milli mismunandi flokka
og undirflokka dagskrárliða.
Þú getur merkt við einn eða fleiri
flokk úr Type listanum með því að
ýta á OK til að velja (eða taka úr
vali). Merki birtist til vinstri við þá
flokka sem eru valdir. Þegar þú velur
flokk, velur þú sjálfkrafa einnig alla
undirflokka viðkomandi flokks.
Þú getur líka valið undirflokka án
þess að velja fyrst flokk.
Ýttu á bláa takkann og lista yfir
undirflokka.
Eftir síun sérðu alla
uppáhaldsdagskrárliðina þína.
3. Þú getur skráð upptöku á dagskrárlið
fyrirfram. Ýttu á OPTION á fjarstýr-
ingunni til að fara inn í Schedule list
valmyndina. Fylgdu sömu skrefum og
í kaflanum hér að framan, Schedule
reminders and recordings, til að skrá
upptöku á dagskrárlið.
4. Ýttu á GUIDE eða EXIT til að fara út úr
EPG og stilla á valda stöð.
109

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents