Vandamál - IKEA UPPLEVA User Manual

Hide thumbs Also See for UPPLEVA:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
Kjöraðstæður við geymslu
Hitastig -15°C - 45°C (5°F - 113°F)
Rakastig 10 - 90%
Skjáupplausn
1920x1080
OSS Tilkynning
Þessi vara notar hugbúnað sem
dreift er undir merkjum
— Independent JPEG group.
— Freetype Project.
— OpenSSL Project.
— zlib leyfi.
— GPL/LGPL. GPL hugbúnaðar: Linux
Kernel, Busybox, SquashFS, mtd-utils,
e2fsprogs, BlueZ, Dbus, Glib, NTFS-3G
Read/Write Driver, samba, iconv, Linux
File System FTA. LGPL hugbúnaðar:
DFB, SAWMAN, ALSA.
Þessi vara notar
— UNICODE hugbúnað sem dreift er
samkvæmt IBM Open source leyfi.
— libpng hugbúnað sem dreift er
samkvæmt OSI Certified Open source
leyfum.
— Expat, Libcurl, c-ares hugbúnað sem
dreift er samkvæmt MIT leyfi.
Vegna mjög fjölbreytts tilgangs og virkni
þjónustu sem snjallsjónvarpið býður upp
á, auk takmarkanna á framboði á efni,
ýmissi þjónustu og smáforritum, er ekki
víst að öll þjónusta sé í boði fyrir öll tæki
eða á öllum mörkuðum. Sumar aðgerðir
snjallsjónvarpsins krefjast auk þess
aukatækjabúnaðar eða áskriftar að þjónustu
sem seld er sér. Nánari upplýsingar um
framboð efnis er að finna á www.TCL.eu.
Þjónusta og efnisframboð í snjallsjónvarpinu
getur breyst endrum og eins án fyrirvara.
Allt efni og þjónusta sem aðgengileg er
í gegnum þetta tæki tilheyra þriðja aðila
og er verndað af höfundarrétti, einkaleyfi,
skrásettu vörumerki og/eða öðrum lögum
um hugverkarétt. Slíkt efni og þjónusta er
aðeins ætlað til þinna persónulegu nota,
ekki í viðskiptalegum tilgangi. Ekki er heimilt
að nota efni eða innihald í öðrum tilgangi en
eigandi eða þjónustuaðili hefur gefið leyfi
fyrir. Án þess að takmarka fyrrnefnt, nema
með sérstaklega tilkynntu leyfi viðeigandi
eiganda eða þjónustuaðila, má ekki á
nokkurn hátt breyta, fjölfalda, endurútgefa,
hlaða upp, birta á netinu, senda út, þýða,
selja, nota sem fyrirmynd að öðrum vörum,
hagnýta eða dreifa efni eða þjónustu sem
nálgast má í gegnum þennan tækjabúnað.
Þjónusta frá þriðja aðila getur breyst,
hætt, verið fjarlægð eða trufluð, eða
lokað getur verið fyrir aðgang hvenær
sem er án fyrirvara, og IKEA getur ekki
ábyrgst að nokkuð efni eða þjónusta
verði aðgengileg í ákveðinn tíma. Efni
og þjónusta er á vegum þriðja aðila í
gegnum kerfi og útsendingarbúnað sem
IKEA hefur enga stjórn á. Án þess að rýra
gildi almenns innihalds þessa fyrirvara,
afsalar IKEA sér allri ábyrgð eða bótaskyldu
vegna nokkurs konar breytinga, truflana,
lokunar, fjarlægingar eða tímabundinnar
lokunar á efni eða þjónustu sem boðið
er upp á í gegnum þetta tæki. IKEA gæti
sett takmarkanir á notkun eða aðgang að
vissri þjónustu eða efni án fyrirvara og
bótaskyldu. IKEA ber ekki lagalega ábyrgð
á þjónustu tengdri þessu efni og þjónustu.
Hvers kyns spurningum og beiðnum vegna
efnis og þjónustu þarf að beina beint til
þjónustuaðila efnis og þjónustu.
IKEA lýsir því yfir að sjónvarp þetta stenst
allar nauðsynlegar kröfur og önnur ákvæði
Tilskipunar 1999/5/EC (ef það er með
WiFi aðgang, innbyggðan eða í gegnum
netpung).
9 Vandamál
Ef þú upplifir einhver eftirfarandi vandamála
við notkun sjónvarpsins, ættir þú að byrja á
að athuga hvort þú finnir lausn á eftirfarandi
lista. Ef vandamálið er enn til staðar ertu
beðin/n að hafa samband við þjónustuver
IKEA í síma 520 2500 eða á www.IKEA.is.
Það kemur hvorki upp mynd né hljóð.
Vertu viss um að sjónvarpinu sé rétt
stungið í samband.
Vertu viss um að tegund viðtækis sé rétt
stillt.
Vertu viss um að loftnet sé rétt tengt.
Athugaðu hvort hljóðstyrkurinn sé á
lægstu stillingu eða hvort slökkt hafi
verið á hljóðinu.
118

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents