Hbbtv; Horft Á Sjónvarp Í Þrívídd - IKEA UPPLEVA User Manual

Hide thumbs Also See for UPPLEVA:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1

HbbTV

HbbTV (Hybrid broadcast broadband TV)
er þjónusta sem vissar stöðvar bjóða upp
á og er aðeins í boði á sumum stafrænum
sjónvarpsstöðvum. HbbTV býður upp
á gagnvirkt sjónvarp í gegnum bæði
útsendingar og internetið. Gagnvirka
þjónustan er viðbót, og hún gerir
hefðbundnu stafrænu dagskrána enn
betri. Þjónustan felur m.a. í sér stafrænt
textavarp, dagskráryfirlit (electronic
programme guide), leiki, kosningar, nánari
upplýsingar tengdar núverandi dagskrárlið,
gagnvirkar auglýsingar, upplýsingatímarit
o.fl.
Það eru tvær leiðir:
Ef notuð er útsending, þá þarf sjónvarpið
ekki að vera tengt internetinu. Þú getur
þá tekið á móti HbbTV þjónustunni
á sama tíma og dagskrárliðnum sem
verið er að horfa á, eins og sérstökum
eða aukaupplýsingum tengdum
dagskrárliðnum. Merki á skjánum (til
dæmis rauður punktur) gefur til kynna
að þú eigir að ýta á rauða takkann á
fjarstýringunni til að nota þjónustuna.
Þegar þjónustan er notuð í gegnum
internetið, þarf sjónvarpið að vera
nettengt. Auk þess að horfa á
dagskrána, færðu aðgang að sömu
þjónustu og í gegnum útsendingu, auk
annarrar gangvirkrar þjónustu á netinu,
eins og Video On Demand (VOD) og
tímaflakks.
Til að njóta HbbTV til fulls þarftu að tengja
sjónvarpið við internetið (Sjá Kafla 7
Valmöguleikar og stillingar - Tenging við
netkerfi heimilisins og internetið).
Athugið:
— Ekki er hægt að hlaða niður gögnum í
sjónvarpið í gegnum HbbTV þjónustuna.
— Þjónustan á HbbTV getur dottið út
tímabundið, ef upp koma vandamál í
útsendingu eða hjá þjónustuaðilum.
— Aðeins er hægt að nota smáforrit í
HbbTV þegar sjónvarpskerfið er tengt
utanaðkomandi kerfi (external network).
Virkni smáforritsins veltur á styrk
nettengingar.
HbbTV
1. Ýttu á MENU á fjarstýringunni, veldu
Options>HbbTV mode og notaðu /
til að stilla á On og virkja HbbTV.
2. Þegar þú stillir á stafræna sjónvarpsstöð
sem býður upp á HbbTV, færðu merki
um það á skjánum (oftast er það rauður
punktur, en aðrir litir eru líka notaðir).
Ýttu á takka í sama lit (colour button)
og kemur upp til að opna gagnvirku
síðurnar.
3. Notaðu
/ / / og litatakkana til að
fletta síðunum í HbbTV og ýttu á OK til
að staðfesta.
Aftengja HbbTV
Til að forðast truflanir sem HbbTV
útsendingin getur valdið, getur þú slökkt á
HbbTV:
1. Ýttu á MENU á fjarstýringunni, veldu
svo Options > HbbTV mode.
2. Ýttu á / til að velja Off.
Horft á sjónvarp í þrívídd
(*ekki í boði í öllum sjónvörpum)
Öryggi:
Ófrískar konur og fólk sem veikt
er fyrir hjarta ættu ekki að nota
þrívíddargleraugun.
Ekki er mælt með því að börn horfi á
sjónvarp í þrívídd.
Notið ekki þrívíddargleraugun í öðrum
en tilætluðum tilgangi.
Ef horft er á efni í þrívídd í langan tíma
getur það valdið höfuðverk eða álagi á
augu. Ef þú finnur fyrir einhvers konar
óþægindum ættir þú að hætta að horfa
á þrívíddarsjónvarpið og hvílast um
stund.
Hver sem hefur fengið flogakast, misst
meðvitund eða fengið önnur einkenni
flogaveiki, eða ef saga er um flogaveiki
í fjölskyldunni, ætti að ráðfæra sig
við lækni áður en viðkomandi horfir á
þrívíddarsjónvarp.
Þrívíddarstillingin gerir þér kleift að horfa
á efni í þrívídd í sjónvarpinu þínu. Fylgdu
eftirfarandi skrefum til að horfa í þrívídd.
1. Ýttu á MENU á fjarstýringunni og veldu
Picture > 3D navigation, notaðu svo
/ til að stilla 3D navigation á Manual.
110

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents