Öryggi Og Mikilvægar Upplýsingar; Notkun; Tenging; Umhverfi - IKEA UPPLEVA User Manual

Hide thumbs Also See for UPPLEVA:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
1 Öryggi og mikilvægar
upplýsingar
VARÚÐ!
Einungis fagmanneskja má opna sjónvarpið.

Notkun

Þetta sjónvarp er aðeins ætlað til
heimilisnota og það ætti ekki að nota í
öðrum tilgangi, eins og í atvinnu- eða
auglýsingaskyni.
Ef snúran á vörunni skemmist þarf
framleiðandi að annast skipti á henni
eða þjónustuaðili sem samþykktur er af
framleiðanda eða annar viðeigandi fagaðili,
til að forðast hættu.
Tengið heyrnartól með hljóðið lágt stillt
og hækkið svo að vild. Ef heyrnartólin eru
notuð í langan tíma með hljóðið hátt stillt
getur það haft skaðleg áhrif á heyrnina.
Sjónvarpsskjárinn er úr gleri. Hann getur því
brotnað ef sjónvarpið dettur í gólfið eða fær
á sig högg.
Sjónvarpsskjárinn er hátæknivara sem veitir
mikil myndgæði. Stundum geta nokkrir
óvirkir pixlar birst á skjánum sem blár,
grænn eða rauður punktur. Þetta hefur ekki
áhrif á afköst sjónvarpsins þíns.

Tenging

Gangið úr skugga um að rafspennan á
heimilinu sé sú sama og gefin er upp á miða
aftan á sjónvarpinu. Ef notað er millistykki
svo hægt sé að rjúfa samband sjónvarpsins
við straum, þarf að vera gott aðgengi að
því.
Taka þarf sjónvarpið úr sambandi við
rafmagn til að slökkva alveg á því.
Ef ekki á að horfa á sjónvarpið í lengri tíma
þarf að taka það úr sambandi.
Takið loftnet og sjónvarp úr sambandi ef úti
eru þrumur og eldingar.
Takið sjónvarpið strax úr sambandi ef það
gefur frá sér brunalykt eða reyk. Það má
aldrei opna sjónvarpið því það skapar hættu
á raflosti.

Umhverfi

Íhlutir sjónvarpsins eru viðkvæmir fyrir
hita. Umhverfishiti ætti ekki að fara yfir
35ºC. Gætið þess að hylja ekki loftristarnar
á hliðum og baki sjónvarpsins. Tryggið
góða loftræstingu með því að láta ekkert
liggja þétt upp að sjónvarpinu. Staðsetjið
sjónvarpið fjarri öllum hitagjöfum (eldi,
eldstæði, beinu sólarljósi o.s.frv.) og
heimilistækjum sem gefa frá sér segul- eða
rafbylgjur. Geymið aldrei fjarstýringuna eða
rafhlöðurnar nærri opnum eldi eða öðrum
hitagjöfum, þ.m.t. beinu sólarljósi. Notið
sjónvarpið aldrei utandyra.
Haldið alltaf kertum og öðrum opnum loga
fjarri þessari vöru til að koma í veg fyrir
eldsvoða.
Rakastig í herbergjum þar sem sjónvarpið
stendur ætti ekki að vera meira en 80%.
Ef sjónvarpið er fært af köldum stað yfir
í heitara umhverfi, getur raki þéttst á
skjánum (og á hlutum innan í sjónvarpinu).
Leyfið rakanum að gufa upp áður en kveikt
er aftur á sjónvarpinu.
Skiljið eftir a.m.k. 10 cm rými í kringum
sjónvarpið til að tryggja næga loftræstingu.
Ekki má hindra loftræstingu með því að
hylja loftræstiop með dagblöðum, dúkum,
gluggatjöldum o.þ.h.
Gætið þess að vökvi hellist hvorki né slettist
á sjónvarpið. Ílát sem innihalda vökva,
t.d. blómavasar, eiga ekki að standa nærri
sjónvarpinu.
Ef smáhlutur eða vökvi kemst inn í
sjónvarpið þarf að taka það strax úr
sambandi og láta fagmann skoða það.
Opnið aldrei sjónvarpið því það getur
skapað hættu og skemmt það.
84

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents