Download Print this page

Microlife IR200 Manual page 62

Ear thermometer
Hide thumbs Also See for IR200:

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
• Ekki á að bera saman niðurstöður mælinga frá mismunandi
stöðum þar sem eðlilegur líkamshiti er mismunandi eftir
mælingarstað og tíma sólarhrings en hann er hæstur á kvöldin
og lægstur um það bil 1 klst. áður en vaknað er að morgni.
Eðlilegur líkamshiti er á bilinu:
- Holhönd: 34,7-37,3 °C / 94,5-99,1 °F
- Munnur: 35,5-37,5 °C / 95,9-99,5 °F
- Endaþarmur: 36,6-38,0 °C / 97,9-10,4 °F
- Microlife IR 200: 35,4-37,4 °C / 95,7-99,3 °F
8. Skipt á milli Celsíus og Fahrenheit
Hitamælirinn getur sýnt niðurstöður mælinga hvort sem er á
Fahrenheit eða Celsíus. Til þess að skipta frá °C og °F, ýta á
MODE-hnappinn 4 og halda honum niðri í 3 sekúndur;
hljóðmerkið er sýnt á skjánum. Ýttu á MODE-hnappinn aftur;
núverandi mælieining («°C» eða «°F» tákn) er sýnt á skjánum AQ.
Breyttu mælieiningunni á milli °C og °F með því að ýta á M-
hnappinn 3. Þegar mælieiningin hefur verið valinn, ýttu á START/
IO-hnappinn 6 til að fara í «tilbúinn fyrir mælingu» annars mun
tækið sjálfkrafa vera tilbúið til mælingar eftir 10 sekúndur 9.
9. Hvernig endurheimta á niðurstöður 30 mælinga úr
minni
Þessi hitamælir hefur geymsluminni fyrir síðustu 30 niðurstöður
mælinga með bæði skrá yfir tíma og dagsetningu.
• Stilling fyrir endurheimt úr minni AR: Ýttu á M-hnappinn 3
til að stilla á endurheimt úr minni þegar slökkt er á tækinu.
Minnistáknið «M» mun leiftra.
• 1. Niðurstaða – síðasta niðurstaða AS: Ýttu á M-hnappinn 3
og slepptu honum síðan strax aftur til að sækja niðurstöðu
síðustu mælingar. Tölustafurinn «1» og leiftrandi «M» birtast á
skjánum.
Með því að ýta á M-hnappinn 3 og sleppa honum aftur eftir að
síðustu 30 niðurstöður hafa verið sóttar byrjar röðin aftur á
1. niðurstöðu á sama hátt og lýst er hér fyrir ofan.
10. Villuboð
• Hiti mælist of hár BT: Skjárinn sýnir «H» þegar hitinn mælist
hærri en 43 °C / 109,7 °F þegar stillt er á líkama eða 100 °C /
212 °F þegar stillt er á hlut.
62
• Hiti mælist of lágur BK: Skjárinn sýnir «L» þegar hitinn mælist
lægri en 34,0 °C / 93,2 °F þegar stillt er á líkama eða 0 °C /
32 °F þegar stillt er á hlut.
• Umhverfishiti of hár BL: Skjárinn sýnir «AH» þegar
umhverfishiti er hærri en 40,0 °C / 104,0 °F.
• Umhverfishiti of lágur BM: Skjárinn sýnir «AL» þegar
umhverfishiti er lægri en 16,0 °C / 60,8 °F þegar stillt er á
líkama eða lægri en 5,0 °C /41,0 °F þegar stillt er á hlut.
• Röng staðsetning AN: Mælineminn er ekki settur rétt í
eyrnagöngin. Vinsamlegast setjið mælinemann inn eins og lýst
er í þessari handbók.
• Villuboð á skjá AO: Bilun í kerfi.
• Auður skjár BO: Athugaðu ef rafhlaðan er rétt sett í. Athugaðu
einnig pólana (+ og -) á rafhlöðunni.
• Merki um að rafhlaða sé tóm BP: Ef aðeins «rafhlaða» er sýnt
á skjánum þá á að skipta strax um rafhlöðu.
11. Þrif og sótthreinsun
Notaðu bómullarhnoðra eða bómullarklút vættan í alkóhóli (70%
ísóprópýli) til að þrífa hitamælishólkinn og mælinemann. Gættu
þess að enginn vökvi berist inn í tækið. Notaðu aldrei slípandi efni,
þynni eða bensen til að þrífa með og dýfðu tækinu aldrei í vatn eða
annars konar vökva til hreinsunar. Gættu þess að rispa ekki
yfirborð linsunnar og skjásins.
12. Skipt um rafhlöður
Með þessu tæki fylgir ein lithium rafhlaða, gerð CR2032. Skipta
þarf um rafhlöðu þegar þetta tákn «rafhlaða» BP er eina táknið
sem kemur fram á skjánum.
Fjarlægðu hlífina sem er yfir rafhlöðuhólfinu BS með því að renna
henni í áttina sem sýnd er. Settu rafhlöðuna í með + upp.
Farga ber rafhlöðum og rafeindabúnaði í samræmi við
gildandi reglur á hverjum stað en ekki með venjulegu
heimilissorpi.
13. Ábyrgð
Á tækinu er 5 ára ábyrgð frá kaupdegi. Ábyrgðin gildir aðeins ef
söluaðili hefur fyllt út ábyrgðarskírteini (sjá bakhlið) þar sem
kaupdagsetning eða kvittun er staðfest.
• Ábyrgðin tekur til tækisins. Rafhlaðan og pakkningin eru ekki
innifaldar.

Advertisement

loading