Download Print this page

Microlife IR200 Manual page 61

Ear thermometer
Hide thumbs Also See for IR200:

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
2. Upphafsstilling er mæling fyrir líkama. Ýttu á MODE-hnappinn 4
til að stilla á mælingu fyrir hlut. Til að stilla aftur á mælingu fyrir
líkama er ýtt á MODE-hnappinn aftur.
7. Notkunarleiðbeiningar
Taktu alltaf hlífðarhettuna af CT fyrir notkun.
Mæling þegar stillt er á líkama
1. Ýttu á START/IO-hnappinn 6. Skjárinn 2 er virkjaður til að
sýna alla þætti í 1 sekúndu.
2. Þegar «°C» eða «°F» táknið leiftrar heyrist hljóðmerki og
hitamælirinn er tilbúinn til mælingar 9.
3. Ljósneminn LED er virkur og heldur áfram að leiftra.
4. Réttu úr eyrnagöngunum með því að toga í eyrað upp og til
baka til að sjá eyrnagöngin.
• Fyrir börn undir 1 árs; togaðu eyrað beint aftur.
• Fyrir 1 árs börn og eldri; togaðu eyrað upp og til baka.
Skoðið einnig stuttu leiðbeiningarnar að framan.
5. Þegar eyrað er togað mjúklega, settu þá mælinemann varlega
inn í eyrnagöngin.
6. Ljósneminn LED mun hætta að leiftra (er stöðugt kveikt) og
«good» er sýnt á skjánum, þegar mælineminn skynjar rétta
staðsetningu.
7. Ýttu strax á START/IO-hnappinn 6. Slepptu hnappnum og
bíddu eftir stuttu hljóðmerki. Það gefur til kynna að mælingu er
lokið.
8. Fjarlægðu hitamælinn úr eyrnagöngunum. Skjárinn sýnir mældan
hita AK.
9. Fyrir næstu mælingu, bíddu þangað til «°C»/«°F» táknið leiftrar
og endurtaktu skref 5-7 hér fyrir ofan.
10.Ýttu og haltu inni START/IO-hnappnum 6 í 3 sekúndur til að
slökkva á tækinu; annars slökknar sjálfkrafa á tækinu eftir um
það bil 60 sekúndur.
Mæling þegar stillt er á hlut
1. Ýttu á START/IO-hnappinn 6. Skjárinn 2 er virkjaður til að
sýna alla þætti í 1 sekúndu.
2. Ýttu á MODE-hnappinn 4 til að skipta yfir á stillingu fyrir hlut.
3. Beinið hitamælinum á miðju hlutarins sem á að mæla í að
hámarki 5 cm fjarlægð. Ýttu á START/IO-hnappinn 6. Eftir
1 sekúndu mun heyrast langt hljóðmerki til staðfestingar á að
mælingu sé lokið.
4. Lestu niðurstöðu hitamælingarinnar á LCD-skjánum.
IR 200
5. Fyrir næstu mælingu, bíddu þangað til «°C»/«°F» táknið leiftrar
og endurtaktu skref 3-4 hér fyrir ofan.
ATHUGIÐ:
• Sjúklingar og hitamælir eiga að vera við svipaðar
herbergisaðstæður í að minnsta kosti 30 mínútur.
• Til að tryggja nákvæma mælingu, bíddu í að minnsta kosti
í 30 sek. eftir 3-5 samfelldar mælingar.
• Samansafn af eyrnamerg á nemanum getur valdið því að
niðurstaðan er ekki jafn nákvæm eða að sýking berst á milli
notenda.
• Það er nauðsynlegt að neminn sé hreinsaður eftir hverja
mælingu. Þess vegna minnir tækið notandann á að hreinsa
mælinemann þegar slökkt er á tækinu «CLEAN ME» BN er sýnt
og ljósneminn LED mun leiftra í 3 sekúndur. Fyrir hreinsun,
fylgdu leiðbeiningunum í «Þrif og sótthreinsun» kaflanum.
• Eftir hreinsun á mælinemanum 1 með alkóholi, bíddu í
5 mínútur áður en næsta mæling er gerð, á meðan
hitamælirinn aðlagast umhverfishitanum.
• 10 stutt hljóðmerki og rautt bakljós á LCD-skjánum gefur
sjúklingi til kynna að hann geti verið með hita sem samsvarar
eða er hærri en 37,5 °C.
• Fyrir ungabarn er best að láta barnið liggja á bakinu með
höfuðið til hliðar svo eyrað vísi upp. Fyrir eldri börn eða fullorðna
er best að standa fyrir aftan og aðeins til hliðar við sjúklinginn.
• Mældu alltaf hitann í sama eyranu, þar sem niðurstaðan getur
verið mismunandi milli eyrna.
• Í neðangreindum aðstæðum er mælt með að gera þrjár
mælingar í sama eyranu og hæsta mælingin er tekin gild:
1. Nýfædd börn á fyrstu 100 dögunum.
2. Börn yngri en þriggja ára með veiklað ónæmiskerfi, þar sem
skiptir sköpum hvort þau eru með sótthita eða ekki.
3. Þegar notandinn er að læra að nota hitamælinn í fyrsta sinn
þangað til hann hefur náð færni í að nota tækið og samræmi
er í niðurstöðum mælinga.
4. Ef kemur á óvart hversu lágt hitastigið er.
• Mældu ekki á meðan eða skömmu eftir að barni er gefið brjóst.
• Notaðu ekki hitamælinn þar sem raki er mikill í umhverfinu.
• Sjúklingar ættu ekki að borða, drekka eða stunda líkamsþjálfun
fyrir eða meðan á mælingu stendur.
• Læknar mæla með endaþarmsmælingu fyrir nýfædd börn fyrstu
6 mánuðina, þar sem allar aðrar mæliaðferðir gætu sýnt óljósa
niðurstöðu.
IS
61

Advertisement

loading