3M PELTOR LiteCom Plus MT7H7 4410-EU Series Manual page 102

Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
IS
5.1.7 VOX (Raddstýrð sending – Voice operated transmission)
VOX gerir LiteCom Plus kleift að senda sjálfvirkt þegar hljóð yfir ákveðnum styrk berst í hljóðnema. Þannig má senda út
hljóð án þess að þrýsta á PTT-hnappinn (E:15).
Þrýstu á + hnappinn (E:11) eða – hnappinn (E:12) til þess að stilla næmni raddstýrðrar sendingar. Raddskilaboð staðfesta
allar breytingar. Þú getur valið á milli fimm styrkstiga eða slökkt á virkninni. Sending er auðveldari þegar styrkurinn er lágur.
Slökktu á virkninni með því að þrýsta á – hnappinn (E:12) í tvær sekúndur. Raddskilaboðin „VOX off" (engin raddstýrð
sending) staðfesta breytinguna. Nú þarf að nota PTT-hnappinn (E:15) til þess að senda. Þrýstu á + hnappinn (E:11) til þess
að virkja þetta á ný. Annar kostur er að kveikja eða slökkva á raddstýrðri sendingu með því að þrýsta tvisvar snöggt
á PTT-hnappinn. Raddskilaboð staðfesta gildandi VOX-stillingu.
Viðtækið er með aðgerðinni BCLO (Busy Channel Lock Out – upptekin rás læst) sem kemur í veg fyrir VOX-virkni, sé verið
að nota rásina í aðra sendingu. Tónmerki gefur til kynna að rásin sé í notkun fyrir.
ATHUGASEMD Talneminn (E:9) verður að vera mjög nálægt munni, 1–3 mm, til þess að ræsa VOX-virknina (mynd G).
Rödd notanda heyrist í heyrnartólunum þegar viðtækið sendir út.
[M]
5.2 Sub menu (Undirvalmynd)
Þar er að finna stillingar sem aðeins þarf að breyta einstaka sinnum. Undirvalmynd er opnuð með því að þrýsta á
+ hnappinn (E:11) og – hnappinn (E:12) samtímis í eina sekúndu. Farið er aftur í aðalvalmynd með því að þrýsta á
+ hnappinn (E:11) og – hnappinn (E:12) samtímis og halda honum niðri eða að bíða í 10 sekúndur án þess að þrýsta á
neinn hnapp til þess að komast sjálfkrafa í aðalvalmynd.
5.2.1 Squelch (suðdeyfing)
Suðdeyfing þýðir að komið er í veg fyrir bakgrunnssuð þegar hljóðmerkið inn er stillt undir ákveðnu stigi.
Þrýstu á + hnappinn (E:11) eða – hnappinn (E:12) til þess að stilla styrk suðdeyfingar. Raddskilaboð staðfesta allar
breytingar. Þú getur valið á milli fimm styrkstiga eða slökkt á virkninni. Lágt suðdeyfingarstig getur gefið kost á meiri
drægni. Slökktu á virkninni með því að þrýsta á – hnappinn (E:12) í tvær sekúndur. Raddskilaboðin „squelch off" (engin
suðdeyfing) staðfesta breytinguna. Þrýstu á + hnappinn (E:11) til þess að virkja þetta á ný.
5.2.2 Sub channel (Lágtíðnitónar – valkvæð suðdeyfing)
Þegar lágtíðnitónn er virkur, er tónn sem ekki heyrist sendur með talinu en tónninn er notaður til þess að „opna"
móttakarann. Þannig geta margir notendur nýtt sér sömu rás án þess að þurfa að hlusta hver á annan. Þessi vara styður
CTCSS (Continous tone coded squelch system – suðdeyfingarkerfi með kóðuðum lágtíðnitóni) (tafla N) og DCS (Digital
Coded Squelch – stafrænt kóðuð suðdeyfing) (tafla O) en það þýðir að 121kóða hefur verið úthlutað tölunum 1–121.
Öll fjarskipti á ákveðinni rás heyrast, sé slökkt á þessari virkni.
Þrýstu á + hnappinn (E:11) eða – hnappinn (E:12) til þess að velja lágtíðnitón. Raddskilaboð staðfesta allar breytingar.
Þú getur valið á milli 121 tóns eða slökkt á virkninni. Slökktu á þessari virkni með því að þrýsta á – hnappinn (E:12) þegar
lágtíðnitónn 1 er valinn eða þrýstu á + (E:11) hnappinn þegar lágtíðnitónn 121 er valinn. Raddskilaboðin „sub channel off"
(engin lágtíðnitónn) staðfesta breytinguna. Þrýstu á + hnappinn (E:11) til þess að virkja þetta á ný.
ATHUGASEMD Þegar kveikt er á lágtíðnitóninum, er lokað fyrir öll önnur fjarskipti. ATHUGASEMD BCLO (Busy Channel
Lock Out – upptekin rás læst) hindrar sendingu á upptekinni rás (sjá 5.1.7 VOX).
102

Advertisement

Table of Contents
loading

This manual is also suitable for:

Peltor litecom plus mt7h7 4310-eu series

Table of Contents