3M PELTOR LiteCom Plus MT7H7 4410-EU Series Manual page 100

Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
IS
Hjálmfesting
J:1
J:2
J:3
J:4
J:5
J:1 Komdu hjálmfestingunum fyrir í festiraufunum á hjálminum og smelltu þeim á sinn stað (J:2).
J:3 Vinnustaða. Þegar stilla á heyrnartólin úr loftræstistöðu í vinnustöðu er höfuðspangarvírunum þrýst inn á við þar til
smellur heyrist báðum megin. Gættu þess að skálar og höfuðspangarvírar þrýsti ekki á hjálmbrúnina í vinnustöðu, það
getur valdið hljóðleka.
J:4 Loftræstistaða. Forðastu að leggja skálarnar að hjálminum (J:5), það hindrar loftræstingu.
AÐ SKIPTA UM HJÁLMFESTIPLÖTU
K:1
K:2
Það gæti þurft að skipta um hjálmfestiplötu til þess að festa hlífarnar rétt á hinar ýmsu tegundir iðnaðaröryggishjálma.
Finndu þá festiplötu sem mælt er með í töflu D. Hjálmurinn er afhentur með P3E hjálmfestingu. Í kassanum er einnig að
finna plötur fyrir P3K hjálmfestingu, aðrar plötur eru fáanlegar hjá viðkomandi umboðsmanni. Nota þarf skrúfjárn til þess að
skipta um hjálmfestingarplötu.
K:1 Losaðu skrúfuna sem heldur plötunni og fjarlægðu hana.
K:2 Festu viðeigandi plötu á þannig að platan fyrir vinstri (L) og hægri (R) sé á réttum heyrnarhlífum, eftir því sem við á, og
hertu svo skrúfuna.
5. NOTKUN/AÐGERÐIR
5.1 Að setja í rafhlöður
Settu hleðslurafhlöðuna (ACK081) í rafhlöðuhólfið. Þrýstu klemmunni niður.
Raddskilaboð gefa til kynna að rafhlaða sé að tæmast: „battery low" (rafhlaða að tæmast) endurtekið á fimm mínútna fresti.
Sé ekki skipt um rafhlöður heyrast að lokum þessi skilaboð: „battery empty" (tóm rafhlaða). Tækið slekkur þá sjálfkrafa
á sér.
ATHUGASEMD Notaðu eftirfarandi rafhlöður í þetta tæki: 3M™ Peltor™ ACK081 hlaðið með snúru 3M™ Peltor™ AL2AI
tengdri við 3M™ Peltor™ FR08 (aflgjafa). ATHUGASEMD Afköst tækisins geta minnkað eftir því sem rafhlöðuhleðsla
minnkar.
5.1.1 Að hlaða rafhlöðurnar á ný
Settu bitlaust verkfæri undir klemmubrúnina og þrýstu út/upp á við. Fjarlægðu rafhlöðuna og leggðu hana til hliðar eða láttu
hana liggja á sínum stað og hleddu hana í heyrnarhlífunum.
5.1.2 Að kveikja og slökkva á heyrnartólunum
Kveiktu og slökktu á tækinu með því að þrýsta á On/Off/Mode hnappinn (E:10) og halda honum niðri í tvær sekúndur.
Raddskilaboð staðfesta að kveikt hefur verið eða slökkt á tækinu. Hnappurinn fer að blikka þegar kveikt er á tækinu.
Síðasta stilling vistast alltaf þegar slökkt er á heyrnartólunum.
ATHUGASEMD Í uppsetningarvalmynd er hægt að breyta þeirri stillingu að tækið slökkvi sjálfkrafa á sér eftir tvo klukkutíma
(verksmiðjustilling).
Raddskilaboð gefa til kynna að tækið sé að slökkva sjálfvirkt á sér: „automatic power off" (slekkur á sér sjálfvirkt), síðan
fylgir röð stuttra tónmerkja í 10 sekúndur áður en tækið slekkur á sér.
100

Advertisement

Table of Contents
loading

This manual is also suitable for:

Peltor litecom plus mt7h7 4310-eu series

Table of Contents