3M PELTOR LiteCom Plus MT7H7 4410-EU Series Manual page 98

Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
VIÐVÖRUN:
Sé röng rafhlaða notuð, getur verið hætta á sprengingu.
ATHUGASEMD
• Þegar heyrnarhlífarnar eru notaðar í samræmi við leiðbeiningar notenda, draga þær bæði úr stöðugum hávaða, svo sem
í iðnaði eða frá ökutækjum og flugvélum, og skyndilegum hávaða, til dæmis byssuskotum. Erfitt er að segja fyrir um þá
heyrnarvernd sem þörf er á eða í raun er veitt hvað varðar váhrif af skyndilegum hávaða. Það hefur áhrif á vernd gegn
hávaða frá byssuskotum um hvaða tegund vopns er að ræða, hve mörgum skotum er hleypt af, hvaða heyrnarhlífar
eru valdar, hvernig þær passa og eru notaðar, hvernig um þær er annast og fleira. Kynntu þér betur heyrnarvernd gegn
skyndilegum hávaða á vefsíðunni www.3M.com/hearing.
• Heyrnartólin eru búin styrkstýrðri hljóðdeyfingu. Notandi ætti að kynna sér rétta notkun þeirra áður en hún hefst. Ef
hljóð er bjagað eða vart verður við bilun ætti notandi að leita ráða hjá framleiðanda um viðhald og hvernig skipta á um
rafhlöðu.
• Á heyrnarhlífunum er innstunga fyrir hljóðtæki. Notandi ætti að kynna sér rétta notkun þeirra áður en hún hefst. Ef hljóð
er bjagað eða vart verður við bilun ætti notandi að leita lausna í handbók framleiðanda.
1. VOTTANIR
WEEE-táknið (raf- og rafeindabúnaður til förgunar) Neðangreind krafa gildir innan Evrópubandalagsins.
EKKI farga vörunni í óflokkuðu sorpi bæjarfélagsins!
Táknið sorptunna með krossi yfir þýðir að öllum EEE-búnaði (raf- og rafeindabúnaði), rafhlöðum og rafgeymum, skuli
fargað í samræmi við reglur á hverjum stað með því að nýta sér móttöku- og afhendingarstöðvar þar.
3M Svenska AB lýsir því hér með yfir að 3M™ PELTOR™ Headset heyrnartólin eru í samræmi við allar grundvallarkröfur
og önnur ákvæði sem skilgreind eru í viðeigandi tilskipunum. Þar af leiðandi uppfyllir tækið kröfur um CE-merkingu. 3M
Svenska AB lýsir því hér með yfir að fjarskiptabúnaðurinn uppfyllir samræmiskröfur í Tilskipun 2014/53/EU. Hægt er að ná
í ESB Samræmisyfirlýsinguna í heilu lagi á eftirfarandi slóð:
http://www.3M.com/peltor/doc
Varan hefur verið prófuð og vottuð í samræmi við EN 352-1:2002, EN 352-3:2002, EN 352-4:2001/A1:2005 og
EN 352-6:2002
Hægt er að afla sér nánari upplýsinga með því að hafa samband við 3M í því landi sem varan var keypt eða 3M Svenska
AB Värnamo. Upplýsingar um tengiliði má finna aftast í þessum notendaleiðbeiningum. Varan inniheldur bæði rafeinda- og
rafmagnsbúnað og því má ekki farga henni með venjulegu sorpi. Kynntu þér vinsamlegast reglur á hverjum stað um förgun
rafeinda- og rafmagnsbúnaðar.
Útgáfa skoðunarvottorðs vottunarstofnunar í samræmi við Tilskipun 89/686/EEC:
Combitech AB, Änkhusgatan 9, Box 1017, SE-551 11 Jönköping, Svíþjóð. Vottunarstofnun nr. 2279.
2. HLJÓÐDEYFING Í RANNSÓKNARSTOFU
A. Evrópustaðall EN 352
A:1 Tíðni (Hz)
A:2 Meðal hljóðdeyfing, Mean att (dB)
A:3 Staðalfrávik, St dev (dB)
A:4 Ætlað verndargildi, APV (dB)
A:5
H = Mat á heyrnarvernd vegna hátíðnihljóða (ƒ ≥ 2000 Hz).
M = Mat á heyrnarvernd vegna millitíðnihljóða (500 Hz < ƒ < 2000Hz).
L = Mat á heyrnarvernd vegna lágtíðnihljóða (ƒ ≤ 500 Hz).
B. Viðmiðunartstig (tafla B)
H = Hátíðnihljóð M = Millitíðnihljóð L = Lágtíðnihljóð
C. Útskýring á töflu yfir rafrænan ílagsstyrk hljóðs (tafla C)
Sýnir gildi, dB(A) meðalhljóðþrýstings og staðlaðra frávika í hljóðþrýstingi, dB(A), við tilgreinda spennu, mV RMS.
IS
98

Advertisement

Table of Contents
loading

This manual is also suitable for:

Peltor litecom plus mt7h7 4310-eu series

Table of Contents