3M PELTOR LiteCom Plus MT7H7 4410-EU Series Manual page 97

Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
IS
3M™ PELTOR™ LiteCom Plus Headset
Heyrnarhlífar með innbyggðu fjarskiptaviðtæki, styrkstýringu fyrir umhverfishlustun og möguleika á tengingu ytri búnaðar.
MIKILVÆGT
Lestu vinsamlegast, gerðu þér grein fyrir öllum öryggisupplýsingum í leiðbeiningum þessum og farðu eftir þeim áður en þú
tekur heyrnartólin í notkun. Geymdu leiðbeiningarnar til þess að geta leitað í þær síðar. Hafðu samband við tæknideild 3M
(3M Technical Service – samskiptaupplýsingar er að finna á öftustu síðu)
Heyrnarhlífarnar draga úr hættu á heilsutjóni vegna hávaða og annarra háværra hljóða. Séu heyrnarhlífar
notaðar rangt eða notkun þeirra sleppt þann tíma sem dvalist er í hættulegum hávaða, getur það leitt til
heyrnarskerðingar eða -taps. Ræddu við verkstjóra, kynntu þér leiðbeiningarnar eða hafðu samband við tæknideild
3M til þess að kynna þér rétta notkun. Ef þér finnst eins og þú sért með bómull í eyrunum eða heyrir són eða suð í eða
eftir hávaða (byssuskot meðtalin), eða ef þú hefur einhverja aðra ástæðu til að ætla að þú glímir við heyrnarvanda,
skaltu yfirgefa hávaðasama umhverfið umsvifalaust og hafa samband við lækni og/eða verkstjóra þinn.
Sé ekki farið eftir leiðbeiningum þessum, gæti það leitt til alvarlegs líkamstjóns eða dauða:
Sé hlustað á tónlist eða önnur hljóðskilaboð, getur það dregið úr athygli á umhverfinu og getunni til þess að heyra
viðvörunarmerki. Vertu á verði og hafðu hljóðið eins lágt stillt og mögulegt er að sætta sig við.
Sé ekki farið eftir leiðbeiningum þessum, gæti það dregið úr verndargetu heyrnarhlífanna og jafnvel leitt til
heyrnartjóns:
a. 3M mælir eindregið með því að hver og einn notandi felli heyrnarhlífarnar vandlega að sér. Sé notast við NRR- eða
SNR-staðla til þess að meta dæmigerða vernd á vinnustað, mælir 3M með því að hávaðadeyfigildið sé lækkað um 50%
í samræmi við gildandi reglugerðir.
b. Gættu þess að réttar heyrnarhlífar séu valdar, þeim komið fyrir, þær aðfelldar og haldið við. Sé búnaðinum
komið fyrir á ófullnægjandi hátt, dregur það úr getu hans til þess að deyfa hávaða. Kynntu þér meðfylgjandi
upplýsingar um rétta notkun.
c. Skoðaðu heyrnarhlífarnar fyrir hverja notkun. Séu þær skemmdar, veldu þér óskaddaðar heyrnarhlífar eða forðastu
hávaðasamt umhverfi.
d. Sé nauðsynlegt að bæta við frekari persónuhlífum (t.d. öryggisgleraugum, öndunargrímum o.s.frv.), ber að velja
sveigjanlegar og þunnar teygjur eða bönd til þess að þau hafi sem minnst áhrif á heyrnarhlífapúðana. Fjarlægðu
allt annað (t.d. hár, húfur, skartgripi, heyrnartól, hreinlætishlífar o.s.frv.) sem gæti dregið úr einangrunargildi
heyrnarhlífapúðanna og verndargildi hlífanna.
e. Ekki beygja eða breyta lögun höfuðspangarinnar og gættu þess að hún sé nógu öflug til þess að halda
heyrnarhlífunum tryggilega á sínum stað.
f. Heyrnarhlífar og einkum þó eyrnapúðar geta orðið lélegir með tímanum og þá þarf að skoða með reglulegu millibili í
leit að t.d. sprungum og hljóðleka. Séu heyrnarhlífapúðarnir notaðir reglulega, ber að skipta um þá og frauðhringina að
minnsta kosti tvisvar á ári til þess að viðhalda fullnægjandi vernd, hreinlæti og þægindum.
EN 352 öryggisyfirlýsingar:
• Frálag rafeindarásar í þessum heyrnarhlífum getur farið fram yfir dagleg hávaðamörk. Hafðu hljóðið eins lágt stillt og
mögulegt er að sætta sig við.
• Frálag styrkstýrðrar rásar í þessum heyrnarhlífum gæti farið fram yfir dagleg hávaðamörk.
• Séu einnota hlífar notaðar getur það haft áhrif á hljóðfræðilega eiginleika heyrnarhlífanna.
• Afköst geta minnkað eftir því sem rafhlöðuhleðsla minnkar. Gera má ráð fyrir því að rafhlaða í eyrnatöppunum endist
dæmigert í 20 klukkutíma við samfellda notkun.
• Ákveðin efnafræðileg efni geta valdið tjóni á vöru þessari. Nánari upplýsingar má fá hjá framleiðanda.
97
VIÐVÖRUN
VIÐVÖRUN
VIÐVÖRUN

Advertisement

Table of Contents
loading

This manual is also suitable for:

Peltor litecom plus mt7h7 4310-eu series

Table of Contents