Download Print this page

Otto Bock Smartspine 50C90 Instructions For Use Manual page 60

Collar

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 10
1 Formáli
UPPLÝSINGAR
Síðasta uppfærsla: 2015-03-12
► Vinsamlegast lesið þetta skjal vandlega áður en varan er notuð.
► Fylgið öryggisleiðbeiningum eftir til að forðast meiðsli og koma í veg
fyrir að skemma vöruna.
► Gefið notandanum leiðbeiningar um rétta og örugga notkun vörunnar.
► Geymið þetta skjal á öruggum stað.
Þessar notkunarleiðbeiningar innihalda mikilvægar upplýsingar um mátun og
notkun 50C90 Smartspine hálskragans og 50C91 Smartspine Universal
hálskragans.
2 Notkun
2.1 Ætluð notkun
Hálsspelkurnar má aðeins nota sem stoðtæki fyrir hálshrygg og aðeins í
snertingu við óskaddaða húð.
Hálsspelkurnar verður að nota í samræmi við ábendingar um notkun.
2.2 Ábendingar um notkun
50C90 Smartspine hálskragi
Bráðaverkir í hálshrygg
Þrengsli í hálshrygg
Hálshnykkur í hálshrygg
50C91 Smartspine Universal hálskragi
Bráðaverkir í hálshrygg
Þrengsli í hálshrygg
Hálshnykkur í hálshrygg
Brot í hálshrygg (einfalt og stöðugt)
Snúningur/snúningsbrot í hálshrygg (eftir skurðaðgerð)
Áverkasár í hálshrygg
Taugarótarkvillar í hálshrygg
Læknir verður að segja fyrir um ábendingar.
2.3 Frábendingar
2.3.1 Ófrávíkjanlegar frábendingar
Ekki þekktar.
60 | Ottobock
Íslenska

Advertisement

loading

This manual is also suitable for:

Smartspine 50c9150c9050c91