Stillingar, Smurning, Viðhald Og Þrif - Ransomes Super Certes 51 Safety, Operation & Maintenance Manual

Ec3 series; jg series; jf series; ef3 series; eg3 series
Table of Contents

Advertisement

3
ÖRYGGISLEIÐBEININGAR
3.1.9
STILLINGAR, SMURNING, VIÐHALD OG ÞRIF
Stöðvið vélina og tryggið að allir hreyfanlegir hlutar séu kyrrir.
Notið bremsuna og setjið í hlutlausan.
Lesið allar viðeigandi þjónustuleiðbeiningar.
Notið aðeins varahluti frá framleiðanda vélarinnar.
Þegar skurðarsívalningarnir eru stilltir skal tryggja að hendur og fætur festist ekki þegar sívalningunum
er snúið.
Tryggið að annað fólk snerti ekki skurðarhluta þar sem snúningur eins sívalnings getur valdið snúningi
á öðrum.
Til að minnka hættuna á bruna, skal fjarlægja gras, lauf og óhóflega smurningu af vél, hljóðkút og
rafgeymahylki.
Skipta skal um slitna eða skemmda hluta af öryggisástæðum.
Þegar unnið er undir upphækkuðum vélum eða vélarhlutum skal tryggja að fullnægjandi stuðningur sé
til staðar.
Ekki skal taka vélina í sundur fyrr en búið er að slaka á eða hefta krafta sem geta valdið skyndilegum
hreyfingum vélarhluta.
Ekki skal breyta hraða vélarinnar umfram það hámark sem er tiltekið í vélarleiðbeiningum. Breytið ekki
lykilstillingum og setjið vélina ekki á yfirsnúning. Akstur á of miklum hraða eykur hættuna á meiðslum.
Við eldsneytisáfyllingu, STÖÐVIÐ VÉLINA OG REYKIÐ EKKI. Dælið eldsneyti á vélina áður en hún er
ræst, aldrei skal bæta við eldsneyti á meðan vélin er í gangi.
Nota skal trekt við að hella eldsneyti úr brúsa í tankinn.
Ekki skal fylla eldsneytistankinn hærra en að hálsi stútsins.
Setjið öll eldsneytis- og geymslulok örugglega á aftur.
Geymið eldsneyti í ílátum sem eru til þess ætluð.
Fyllið eldsneyti aðeins á utandyra og reykið ekki á meðan.
Ef eldsneyti hellist niður skal ekki reyna að ræsa vélina, heldur færa hana frá svæðinu þar sem helltist
niður og forða því að kveikja minnsta neista þar til eldsneytisgufurnar hafa dreifst.
Leyfið vélinni kólna áður en hún er sett í geymslu.
Aldrei skal geyma búnað með eldsneytistanki inni í byggingu þar sem hætta er á að eldsneytisgufur
berist í opinn eld eða neista.
Ef tæma þarf eldsneytistankinn skal gera það utandyra.
Varast skal að hella eldsneyti á heita hluti.
Þegar unnið er við rafgeymana SKAL EKKI REYKJA og gera það fjarri nöktum perum.
Ekki skal setja neina málmhluti nálægt rafskautunum.
Þegar sláttuvélin er þrifin með háþrýstislöngu. Drepið á vélinni og fjarlægið ræsilykilinn.
Hafi vélin verið í gangi ætti hún að fá að kólna nægilega til að koma í veg fyrir skemmdir á blokkinni og
útblástursgreininni. Aldrei skal sprauta vatni inn í rafmagnshluta, loftsíuna eða hljóðkútinn þar sem
vatnið getur komist inn í vélarstrokkinn og valdið skemmdum.
HÆTTA:
Gefur til kynna einstaklega hættulegar aðstæður sem, ef ekkert er að gert, MUNU valda dauða eða
alvarlegum meiðslum.
VIÐVÖRUN:
Gefur til kynna mögulega hættulegar aðstæður sem, ef ekkert er að gert, GÆTU valdið dauða eða
alvarlegum meiðslum.
VARÚÐ:
Gefur til kynna mögulega hættulegar aðstæður sem, ef ekkert er að gert, GÆTU orsakað lítil eða hófleg
meiðsli og eignaspjöll. Einnig er hægt að nota öryggistáknið til að vara við óöruggri notkun.
is-10

Hide quick links:

Advertisement

Chapters

Table of Contents
loading

Table of Contents