Ábyrgð/ Sala Og Þjónusta - Ransomes Super Certes 51 Safety, Operation & Maintenance Manual

Ec3 series; jg series; jf series; ef3 series; eg3 series
Table of Contents

Advertisement

12.1
ÁBYRGÐ/ SALA OG ÞJÓNUSTA _______________________________________
ÁBYRGÐ
Við ÁBYRGJUMST sérhvern galla á handbragði eða efnivið vörunnar í TVÖ ÁR eða tvöþúsund
vinnslustundir (á gerðum sem búnar eru tímamælum), hvort sem gerist á undan.
Undantekning frá þessari ábyrgð er loftsíubúnaður sem er tryggður í TVÖ ÁR eða fimm hundruð
vinnslustundir (á gerðum sem búnar eru tímamælum), hvort sem gerist á undan.
Við gerum við eða, samkvæmt okkar mati, skiptum um skemmda hlutann án þess að krefjast greiðslu
fyrir vinnu eða efni, svo fremi sem krafa vegna þessarar ábyrgðar komi í gegnum lögmætan söluaðila
og gallaða hlutanum verði, æskjum við þess, skilað til okkar eða söluaðilans.
Þessi ábyrgð er viðbót við og útilokar ekki þá ábyrgð sem lög kveða á um, fyrir utan að við tökum enga
ábyrgð á notuðum vörum eða ágöllum sem má, að okkar mati, að einhverju leyti rekja til slæmrar
meðhöndlunar, skorts á eðlilegri umhirðu eða eðlilegs slits, eða vegna notkunar varahluta, parta eða
aukahluta sem ekki eru keyptir eða samþykktir af okkur til slíkra nota. Notkun olíu eða smurningar sem
ekki er mælt með leiðir til ógildingar ábyrgðarinnar.
Skemmdir vegna flutnings eða eðlilegs slits falla ekki undir ábyrgðina.
Ábyrgðin nær til upphaflegs kaupanda en fylgir vörunni ekki til seinni eigenda. Ábyrgðartímabilið
hefst á þeim degi sem varan er afhent viðskiptavini nema samkomulag náist um annað við
framleiðanda. Í lok fyrra ársins verður eigandinn að láta yfirfara vöruna af löggiltum söluaðila svo
ábyrgðin gildi seinna árið.
SALA OG ÞJÓNUSTA
Til staðar er fjöldi löglegra sölu- og þjónustuaðila og þessar upplýsingar eru fáanlegar hjá söluaðila
þínum.
Þegar þörf er á þjónustu eða varahlutum fyrir vélina, áður en eða eftir að ábyrgðin rennur út, skuluð þið
hafa samband við söluaðila ykkar eða löggiltan söluaðila. Gefið alltaf upp skráningarnúmer vélarinnar.
Komi í ljós skemmdir eftir að vélin hefur verið afhent skal koma upplýsingum um það til söluaðila án
tafar.
12 ÁBYRGÐ/ SALA OG ÞJÓNUSTA
is-55

Hide quick links:

Advertisement

Chapters

Table of Contents
loading

Table of Contents