Notkunarskilyrði; Geymslu- Og Flutningsskilyrði - Pari eflow rapid Instructions For Use Manual

Nebuliser system
Hide thumbs Also See for eflow rapid:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
Notkunarskilyrði
- Umhverfishitastig:
+5 C til +40 C
- Hlutfallslegur loftraki:
15% til 93% (undir þéttimörkum)
- Loftþrýstingur: 700 hPa til 1060 hPa
Tækið er ætlað til notkunar í heimahúsum
og í opinberu rými. Notkun þess í lestum
og flugvélum er ekki heimil nema í
farþegarými. Ef tækið er notað í vélknúnu
ökutæki skal ekki knýja það með öðrum
hætti en með rafhlöðunum.
Á heilbrigðisstofnunum skal ekki nota
tækið nema á legudeildum og
gjörgæsludeildum. Ekki er heimilt að nota
tækið á svæðum þar sem segul- eða raf-
geislun er mikil (t.d. nálægt segulómtæki).
AÐVÖRUN:
Þegar þú notar þráðlaus farsamskiptatæki
skaltu gæta þess að hafa þau (þ.m.t. fylgi-
hluta þeirra, s.s. loftnetssnúrur eða útvær
loftnet) í a.m.k. 30 cm fjarlægð frá öllum
hlutum innöndunarkerfisins. Annars er
hætta á að innöndunarkerfið starfi verr en
skyldi.
AÐVÖRUN:
Controller-eininguna má ekki staðsetja við
hliðina eða ofan á öðrum tækjum við
notkun. Ef óhjákvæmilegt er að nota hana
hjá eða ofan á öðrum tækjum verður að
hafa stöðugt eftirlit með henni til að tryggja
að hún starfi rétt.
242
Geymslu- og
flutningsskilyrði
- Hitastig: -25°C til +70°C
- Hlutfallslegur loftraki:
0% til 93% (undir þéttimörkum)
- Loftþrýstingur: 500 hPa til 1060 hPa
Þessi viðmið við flutninga gilda fyrir
óinnpakkaða vöru/ óinnpakkaðan úða-
gjafa. Umbúðirnar utan um úðagjafann
standast aðeins flutningsskilyrðin sem
gefin eru upp á umbúðum kerfisins.
ATHUGIÐ:
Rakaþétting getur haft neikvæð áhrif á
starfsemi controller-einingarinnar. Þess
vegna skaltu hlífa henni við miklum
hitabreytingum. Bíddu þangað til
controller-einingin hefur náð stofuhita
áður en þú hefur innúðun.
Ef fyrirsjáanlegt er að tækið verði ekki
notað í langan tíma skal taka rafhlöðurnar
úr því.
Upplýsingar:
Rafhlöður eru mjög mismunandi að
gæðum að því er varðar endingartíma
og starfsemi. 90 mínútna notkunar-
tími fæst aðeins með rafhlöðunum
sem fylgja með tækinu (4 stk. eða
rafhlöðum sem eru sambærileg að
gæðum).
®
eFlow
rapid - 2022-07

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents