Hreinlæti Og Þrif Búnaðarins Á Sjúkrahúsi Og Hjá Lækni; Hreinsun Með Hitasótthreinsun; Önnur Möguleg Aðferð: Kemísk Sótthreinsun; Controller-Eining, Úðaraleiðsla Og Spennubreytir - Pari eFlow rapid Instructions For Use Manual

Nebuliser system
Hide thumbs Also See for eFlow rapid:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
Hreinlæti og þrif búnaðarins
á sjúkrahúsi og hjá lækni
Hreinsið og sótthreinsið
strax eftir notkun. Best er ef þrifin fara fram
í vél (áhaldaþvottavél).
Undirbúið hreinsun og sótthreinsun (sjá
„HREINSUN OG SÓTTHREINSUN",
bls. 139).
Hreinsun með hitasótthreinsun
• Komið íhlutum úðarans fyrir
í áhaldaþvottavélinni.
• Veljið 93°C-kerfi (10 mínútna ferli).
Skilvirkni þessarar aðferðar hefur verið
sannreynd með því að nota G7736
sótthreinsivél frá Miele og hreinsiefnið
neodisher MA (Chemische Fabrik
Dr. Weigert, Hamborg) með afjónuðu
vatni sem hlutleysi.
Þó að áhaldaþvottavélin sé búin
þurrkunarkerfi skal ganga úr skugga um
að engar rakaleifar séu í úðaranum.
Fjarlægið rakaleifar með því að hrista
hlutana og látið þá síðan þorna að fullu.
Önnur möguleg aðferð: Kemísk
sótthreinsun
Sótthreinsiefni byggð á fjórgildum
ammóníumsamböndum henta að jafnaði
vel til að sótthreinsa úðarann og
úðagjafann.
Gætið þess þegar kemíska efnið er valið
að það henti til sótthreinsunar
á lækningatækjum úr þeim efnum sem
gefin eru upp (sjá „Framleiðsluefni",
bls. 151).
Fylgið notkunarleiðbeiningunum með
sótthreinsiefninu og gætið sérstaklega að
upplýsingum um magn og örugga notkun.
Þessi aðferð var sannreynd með
Bomix plus (Bode) í 2% lausn, þar sem
sótthreinsunartíminn var 5 mínútur.
142
Controller-eining,
úðaraleiðsla og
spennubreytir

Hreinsun

Strjúktu af controller-einingunni, úðara-
leiðslunni og spennubreytinum eftir
þörfum með hreinum, kusklausum og
rökum klúti.
Láttu controller-eininguna, úðaraleiðsluna
og spennubreytinn þorna vel.
ATHUGIÐ:
Haltu controller-einingunni, úðara-
leiðslunni og spennubreytinum ekki undir
rennandi vatni og notaðu engin fljótandi
hreinsiefni á þau. Ef vökvi kemst inn í
tækishluta getur það valdið skemmdum á
rafeindabúnaðinum og leitt til þess tækið
hætti að starfa eðlilega. Ef vökvi kemst inn
í búnaðinn skaltu hafa samband við
þjónustuaðila á þínu svæði án tafar.
Sótthreinsun
Sótthreinsaðu controller-eininguna,
úðaraleiðsluna og spennubreytinn að
lokinni hreinsun. Notaðu til þess
sótthreinsunarklút með alkóhóli (fæst
í verslunum). Farðu eftir
notkunarupplýsingunum með
sótthreinsunarklútnum til að tryggja að þú
notir hann rétt. Aðferðin var sannreynd
með Bacillol Tissues og Clinell Wipes.
Láttu controller-eininguna, úðaraleiðsluna
og spennubreytinn þorna vel.
®
eFlow
rapid - 2021-04

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents