Download Print this page

Otto Bock 50R50 Lumbo Direxa Instructions For Use Manual page 64

Hide thumbs Also See for 50R50 Lumbo Direxa:

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 9
VARÚÐ
Húð í beinni snertingu við vöruna
Erting í húð vegna núnings eða svita
► Látið vöruna ekki vera í beinni snertingu við húð.
► Upplýsið sjúklinginn.
ÁBENDING
Notkun slitinnar eða skemmdrar vöru
Takmörkuð virkni
► Fyrir hverja notkun skal athuga hvort varan virki á réttan og öruggan
hátt og hvort slit eða skemmdir séu sýnilegar.
► Haldið ekki áfram að nota vöru sem er ónothæf, slitin eða skemmd.
Valfrjálst – innsetning púða:
Hægt er að panta púða til að nota með beltinu, ef þörf er á.
► Aukahlutur – púða komið fyrir: Notið krókinn og franska rennilásinn til
að festa púðann innan á beltið þannig að hann liggi minnst 1 cm fyrir
ofan sætið sem setið er á.
Mátun og notkun
1) Valfrjálst – púða komið fyrir: Notið franska rennilásinn til að festa
púðann innan á beltið. Þegar notandinn situr þarf púðinn að vera í það
minnsta 1 cm fyrir ofan sætið sem setið er á.
2) Notkun (sjá mynd 1): Setjið beltið utan um búkinn. Setjið fingurna í
handólarnar framan á beltinu. Togið beltið áfram með því að nota jafnt afl
báðum megin.
3) Franskur rennilás: (sjá mynd 2): Festið hægri hlutann efst á vinstri hluta
beltisins. Fjarlægið fingurna úr vinstri ólinni og síðan úr þeirri hægra
megin. Tryggið að báðir hlutar franska rennilássins liggi flatir að hvorum
öðrum og að þeir snerti ekki föt eða húð.
4) Aukinn þrýstingur: Togið enda teygjubandanna áfram (sjá mynd 3) og
festið þau við neðstu festinguna (sjá mynd 4).
Lokaskref
1) Lokaathugun: Ganga verður úr skugga um að beltið passi og að það sé
rétt staðsett þegar það er afhent sjúklingnum. Beltið liggur rétt þegar
neðri hluti þess nær örlítið niður fyrir nárann.
2) Upplýsið sjúklinginn: Útskýrið notkun beltisins fyrir sjúklingnum tryggið
að það liggi rétt. Látið sjúklinginn æfa sig í að festa beltið og taka það af.
64

Advertisement

loading

This manual is also suitable for:

50r51 lumbo direxa women50r52 lumbo direxa high