Tilætluð Notkun - Dometic TwinBoost4000 Installation And Service Manual

Lpg combi heater
Hide thumbs Also See for TwinBoost4000:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
Tilætluð notkun
Hitarinn er eingöngu hannaður fyrir notkun í húsbílum, hjólhýsum og
öðrum ökutækjum með vistarverum þar sem gaskerfið er sett upp í
samræmi við staðalinn EN 1949.
Tækið hentar ekki til uppsetningar í vinnuvélum, landbúnaðarvélum,
vinnubílum, bátum, húsum eða íbúðum, veiði- eða skógarkofum,
sumarbústöðum, sóltjöldum eða því um líku.
Aðeins má nota tækið til að hita neysluvatn og innanrými ökutækisins.
Aldrei má nota það til að hita aðra vökva.
Aðeins má nota tækið með upprunalegum loftrásum og hliðarrist frá
framleiðanda. Aldrei má nota aðrar loftrásir eða ristar fyrir heitt loft.
Ekki má nota tækið við akstur nema til staðar sé búnaður til að koma í veg
fyrir ótakmarkaðan leka á fljótandi gasi við árekstur (samkvæmt reglugerð
efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu nr. 122).
Ekki er heimilt að nota tæki sem ekki eru uppsett í samræmi við
uppsetningarkröfur framleiðanda.
Sé tækið sett upp í atvinnuökutæki þarf stjórnandi þess að taka tillit til
gildandi laga- og tryggingarkrafna.
Tækið er ekki ætlað til notkunar í hæð yfir 2.000 m.
Þessi vara hentar aðeins til notkunar samkvæmt þessum leiðbeiningum.
Í þessari handbók eru upplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir rétta
uppsetningu og/eða notkun á vörunni. Ófullnægjandi uppsetning
og/eða röng notkun eða viðhald veldur óviðunandi afköstum og ef til vill
bilun.
Framleiðandinn tekur enga ábyrgð á meiðslum eða skemmdum á vörunni
vegna:
Rangrar uppsetningar, samsetningar eða tengingar, þ.á m. ofhleðslu
Rangs viðhalds eða notkunar á öðrum varahlutum en upprunalegum
varahlutum frá framleiðanda
Breytinga á vörunni sem framleiðandi hefur ekki samþykkt sérstaklega
Notkun í öðrum tilgangi en þeim sem lýst er í þessari handbók
Dometic áskilur sér rétt til að breyta útliti og tæknilýsingu vörunnar.
Framleiðandinn tekur enga ábyrgð á meiðslum eða skemmdum á vörunni
af völdum frosts sökum þess að notandi fór ekki eftir leiðbeiningum í
handbókinni.
Upplýsingaplata
Upplýsingaplata er fest við tækið. Á henni koma fram upplýsingar um
tæknilýsingu tækisins fyrir notandann og uppsetningaraðilann.
Uppsetning
!
VARÚÐ! Hætta á meiðslum
Uppsetning tækisins skal vera í höndum sérhæfðs starfsfólks
frá fyrirtæki sem sérhæfir sig í slíkum uppsetningum.
Eftirfarandi upplýsingar eru ætlaðar tæknifólki sem þekkir til
þeirra leiðbeininga og varúðarráðstafana sem ber að fylgja.
Athugasemdir um uppsetningu
Lesið þessa uppsetningarhandbók til hlítar áður en tækið er sett upp.
Fylgja skal þessum ráðleggingum og leiðbeiningum við uppsetningu á
tækinu:
!
VIÐVÖRUN! Hætta á raflosti
Takið alla aflgjafa úr sambandi á meðan unnið er við tækið.
IS
!
VIÐVÖRUN! Hætta á meiðslum
Skrúfið fyrir gas á meðan verið er að setja tækið upp og
tengja það við gas.
!
VARÚÐ! Hætta á meiðslum
Röng uppsetning tækisins getur leitt til óafturkræfra
skemmda á því og stefnt öryggi notandans í hættu.
Notið ávallt viðeigandi hlífðarfatnað
(t.a.m. öryggisgleraugu og hanska).
A
ATHUGASEMD! Hætta á skemmdum
Takið mið af burðarþoli ökutækisins og lokið fyrir öll op sem
gerð eru við uppsetningu tækisins.
Reglugerðir
Ef tækið er notað við akstur skal setja upp öryggislokunarbúnað til að
koma í veg fyrir leka á fljótandi jarðolíugasi ef slys ber að höndum (í
samræmi við reglugerð efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir
Evrópu nr. 122).
Ef öryggislokunarbúnaður er ekki til staðar er hægt að tengja D+ merki
við tækið til að koma í veg fyrir notkun við akstur.
Uppsetning tækisins í ökutæki verður að samræmast
tæknireglugerðum og stjórnsýslufyrirmælum í landinu þar sem það er
notað (t.d. EN 1949).
Taka verður mið af landslögum og reglugerðum (t.d. vinnuplaggi
þýsku gas- og vatnsveitunnar um ökutæki nr. G 607).
Athugasemdir um flutning
Sjá mynd. 3, bls. 3.
Athugasemdir um uppsetningarstað
!
VIÐVÖRUN! Köfnunarhætta
Ristin verður að vera staðsett þannig að hún varni því að
útblásturslofttegundir berist í innanrýmið.
Látið aldrei útblástursrörið liggja út á við undir
ökutækinu. Látið útblástursrörið alltaf liggja til hliðar með
því að nota hliðarrist.
Takið mið af athugasemdum í mynd. 4, bls. 3 til
mynd. 6, bls. 3.
!
VIÐVÖRUN! Hætta á raflosti
Tækið verður að vera innbyggt þar sem það er varið gegn
vatni.
Aldrei setja upp tækið beint undir eða nálægt vaski.
Ekki snerta tækið ef það hefur komist í snertingu við vatn.
Takið mið af athugasemdum í mynd. 4, bls. 3 til mynd. c, bls. 4.
Veljið stað með góðu aðgengi fyrir viðhaldsþjónustu og til að setja upp
tækið og taka það í sundur.
Ekki setja tækið upp á eða yfir efni sem þolir illa hita.
Ekki staðsetja tækið beint undir rafmagnsinnstungu.
Áður en tækið er sett upp skal kanna hvort einhverjir íhlutir ökutækisins
gætu skemmst við uppsetningu þess (til að mynda ljós, skápar eða
hurðir).
Af öryggisástæðum skal kanna staðsetningu rafleiðsla, víra og annarra
íhluta á uppsetningarsvæðinu, með sérstaka áherslu á það sem ekki er
sýnilegt, áður en tækið er sett upp (þegar borað er, skrúfað o.s.frv.).
Ef rist er sett upp undir opnanlegan glugga verður að setja upp
rafrænan gluggarofa.
Tryggið að loft sem sogast inn geti ekki mengast af
útblásturslofttegundum ökutækisins eða tækisins.
Koma verður öryggis- og afrennslislokanum beint við hliðina á tækinu.
Hann verður að vera undir kaldavatnstengingunni. Tryggja skal gott
aðgengi fyrir notkun.
4445103144
157

Advertisement

Table of Contents
loading

This manual is also suitable for:

Twinboost6000Twinboost6000hTwinboost8000h

Table of Contents