Tilætluð Notkun - Dometic TwinBoost4000 Operating Manual

Lpg combi heater
Hide thumbs Also See for TwinBoost4000:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
Lestu þessar leiðbeiningar vandlega og fylgdu öllum fyrirmælum, leiðbeiningum og viðvörunum í handbókinni
til að tryggja rétta uppsetningu, notkun og viðhald á vörunni við öll tækifæri. Þessi handbók VERÐUR að fylgja
vörunni.
Með því að nota vöruna, staðfestir þú með samþykki þínu hérmeð að þú hafir lesið öll fyrirmæli, leiðbeiningar
og viðvaranir vandlega og að þú hefur skilning á og samþykkir að fylgja skilmálunum sem hér er að finna. Þú
samþykkir að nota þessa vöru eingöngu eins og til er ætlast og í samræmi við fyrirmælin, leiðbeiningarnar og
viðvaranirnar sem settar eru fram í þessari handbók, auk þess sem þú samþykkir að fylgja öllum gildandi lögum
og reglugerðum. Ef þú lest ekki og ferð ekki eftir þessum fyrirmælum, leiðbeiningum og viðvörunum getur þú
eða aðrir orðið fyrir líkamstjóni, tjón getur orðið á vörunni eða tjón orðið á öðrum eignum í nágrenninu. Við
áskiljum okkur rétt til að breyta og uppfæra handbókina og tengd fylgiskjöl, þar á meðal fyrirmæli, leiðbeiningar
og viðvaranir. Nýjustu upplýsingar um vöruna er að finna á documents.dometic.com.
Útskýringar á táknum
!
VIÐVÖRUN!
Öryggistákn: Gefur til kynna hættulegar aðstæður sem
geta valdið dauða eða alvarlegum meiðslum ef ekki er komið
í veg fyrir þær.
!
VARÚÐ!
Öryggistákn: Gefur til kynna hættulegar aðstæður sem
geta valdið minni háttar eða í meðallagi alvarlegum
meiðslum ef ekki er komið í veg fyrir þær.
A
ATHUGASEMD!
Gefur til kynna aðstæður sem geta valdið eignatjóni ef ekki er
komið í veg fyrir þær.
I
ATHUGIÐ
Viðbótar upplýsingar fyrir stjórnun vörunnar.
Öryggisleiðbeiningar
Fylgið ráðlögðum öryggisleiðbeiningum og skilmálum frá
framleiðanda ökutækisins og þjónustuverkstæðum.
Hafið eftirfarandi grundvallaröryggisupplýsingar í huga við notkun
raftækja til að verjast:
Raflosti
Eldhættu
Meiðslum
!
VIÐVÖRUN!
Aðeins sérþjálfað starfsfólk, sem þekkir hætturnar sem
fylgja notkun og viðeigandi reglugerðir og landslög, skal
sinna uppsetningu og viðgerðum á tækinu. Ófullnægjandi
viðgerðir geta haft alvarlegar afleiðingar. Ef þörf er á
viðgerðarþjónustu skal hafa samband við þjónustudeild
framleiðanda (sjá baksíðu).
Börn mega ekki annast viðhald, viðgerðir og þrif.
Börn frá 8 ára aldri og einstaklingar með skerta líkamlega
eða andlega getu og skerta starfsemi skynfæra sem og
einstaklingar með litla reynslu eða þekkingu geta notað
tækið ef þeir hafa fengið handleiðslu eða leiðbeiningar
varðandi örugga notkun þess og hafa fullan skilning á
þeim hættum sem notkuninni kunna að fylgja.
Ef eldur kemur upp skal aðeins nota samþykkt slökkvitæki.
Notið ekki vatn til að slökkva elda.
Ef það er leki í tækinu (gaslykt):
Forðist kveikjugjafa. Slökkvið strax í öllum opnum eldi
og ekki nota rafmagnsrofa eða tæki á borð við
talstöðvar eða farsíma. Ekki setja vélina í gang. Ekki
reykja.
Opnið glugga og dyr.
Forðið öllu fólki út úr ökutækinu.
Lokið gaskútunum utan frá.
Látið til þess bært fagfólk fara yfir allt gaskerfið og gera
við það ef þess þarf.
Ekki taka gaskerfið aftur í notkun fyrr en að því loknu.
120
Slökkvið á tækinu þegar eldsneyti er bætt á ökutækið eða
annað tæki.
Fylgið jafnframt öryggisleiðbeiningunum í
mynd. 1, bls. 3 og mynd. 2, bls. 3.
!
VARÚÐ!
Aðeins nota tækið ef fullvissa er fyrir því að engar
skemmdir séu á snúrum og húsinu.
Ekki skal nota gölluð tæki.
Ekki má nota tækið nálægt eldfimum vökva.
Notið ekki tækið áður en loftrásir fyrir heitt loft hafa verið
settar upp.
Ef aflgjafasnúran er skemmd verður framleiðandi,
þjónustufulltrúi hans eða sambærilega hæft starfsfólk að
skipta um hana.
A
ATHUGASEMD!
Tækið má aðeins nota eins og til er ætlast.
Ekki gera neinar breytingar á tækinu.
Tækið eitt og sér getur ekki tryggt frostleysi alls staðar í
ökutækinu. Það veltur á uppsetningu vatnskerfisins í
ökutækinu og umhverfishitanum.
Notið öryggis- og afrennslislokann til að tæma
vatnshitarann þegar útlit er fyrir að hitinn inni í ökutækinu
fari niður fyrir frostmark.
Eingöngu TwinBoost 6000H, TwinBoost 8000H:
Gangið úr skugga um að öryggið fyrir aflgjafann á
tjaldstæðinu sé fullnægjandi fyrir orkustillinguna:
Hætta á að riðstraumsleiðslan ofhitni
Eingöngu TwinBoost 6000H, TwinBoost 8000H: Ef
notast er snúrukefli til að tengjast rafmagni skal losa alveg
um snúruna.
Markhópurinn fyrir þessa
notendahandbók
Leiðbeiningarnar í þessari handbók eru ætlaðar þeim sem nota tækið.
Tilætluð notkun
Hitarinn er eingöngu hannaður fyrir notkun í húsbílum, hjólhýsum og
öðrum ökutækjum með vistarverum þar sem gaskerfið er sett upp í
samræmi við staðalinn EN 1949.
Tækið hentar ekki til uppsetningar í vinnuvélum, landbúnaðarvélum,
vinnubílum, bátum, húsum eða íbúðum, veiði- eða skógarkofum,
sumarbústöðum, sóltjöldum eða því um líku.
Aðeins má nota tækið til að hita neysluvatn og innanrými ökutækisins.
Aldrei má nota það til að hita aðra vökva.
Aðeins má nota tækið með upprunalegum loftrásum og hliðarrist frá
framleiðanda. Aldrei má nota aðrar loftrásir eða ristar fyrir heitt loft.
Ekki má nota tækið við akstur nema til staðar sé búnaður til að koma í veg
fyrir ótakmarkaðan leka á fljótandi gasi við árekstur (samkvæmt reglugerð
efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu nr. 122).
Ekki er heimilt að nota tæki sem ekki eru uppsett í samræmi við
uppsetningarkröfur framleiðanda.
Sé tækið sett upp í atvinnuökutæki þarf stjórnandi þess að taka tillit til
gildandi laga- og tryggingarkrafna.
Tækið er ekki ætlað til notkunar í hæð yfir 2.000 m.
Þessi vara hentar aðeins til notkunar samkvæmt þessum leiðbeiningum.
4445103145
fyrir 900 W: 4 A
fyrir 1800 W: 8 A
IS

Advertisement

Table of Contents
loading

This manual is also suitable for:

Twinboost6000Twinboost6000hTwinboost8000h

Table of Contents