IKEA FIXA Instructions Manual page 30

Hammer drill li-ion 14.4v
Hide thumbs Also See for FIXA:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
Athugið: Mögulega má sjá neistaflug í
gegnum vélarhlífina þegar borvélin er í
notkun. Neistaflugið er eðlilegt þegar vélin
er í gangi og stafar af núningi mismunandi
hluta hennar. Þetta hefur ekki áhrif á
virkni verkfærisins. Við mælum þó ekki
með að það sé notað nærri eldfimum
vökvum, gasi eða ryki, sem neistarnir
gætu kveikt í.
Hraði/högghraði stilltur
Hægt er að stilla hraða/högghraða meðan
borvélin er í notkun með mismunandi
miklum þrýstingi á aðalrofann (6).
Ýtið létt á aðalrofann til að halda hægum
hraða. Ef þrýst er fastar eykst hraðinn.
Hitastýrð vörn gegn ofálagi.
Þegar borvélin er notuð eins og ætlast er
til, verður álagið aldrei of mikið. Ef álagið
er of mikið eða ef hitastig rafhlöðunnar fer
yfir 70°C
slekkur vörnin á vélinni og ekki er hægt að
kveikja aftur fyrr en hitastigið hefur
lækkað aftur.
Góð ráð
Færið verkfærið að skrúfunni/rónni á
meðan slökkt er á því. Borbitar á
hreyfingu geta runnið úr verkfærinu.
VIÐHALD OG ÞRIF
Áður en átt er við vélina sjálfa (eins
og við viðhald eða skipti á verkfæri),
og eins þegar hún er flutt á milli staða
eða í geymslu, þarf að miðjustilla rofa
sem stjórnar snúningsátt. Það getur
valdið slysahættu að þrýsta óvart á
gikkinn.
Til að tryggja örugga og eðlilega
virkni ætti alltaf að halda
loftræstigötum hreinum.
LEIÐBEININGAR FYRIR
UMHVERFISVÆNA FÖRGUN
Leggðu þitt af mörkum til að vernda
umhverfið
Upplýsingar (til einkanota) varðandi
umhverfisvæna förgun rafeindasorps
(WEEE reglugerðin)
Merki þetta á vöru eða meðfylgjandi
gögnum þýðir að henni megi ekki farga
með almennu heimilissorpi þegar notkun
hennar er lokið. Vöruna þarf að fara með á
förgunarstöð þar sem tekið er við henni
endurgjaldslaust og henni fargað á
viðeigandi hátt fyrir rafeindasorp. Í
sumum löndum er ef til vill mögulegt að
fara með vöruna til seljanda til förgunar,
ef keypt er ný samskonar vara. Með því að
farga vörunni á réttan hátt er farið vel
með dýrmætar náttúruauðlindir og komið í
veg fyrir möguleg slæm áhrif á heilsu fólks
eða umhverfið vegna rangrar förgunar eða
meðhöndlunar. Hafið vinsamlega samband
við yfirvöld á hverju svæði til að fá
upplýsingar um næstu förgunarstöð. Röng
meðhöndlun rafeindasorps getur varðað
við lög í sumum löndum.
Förgun gallaðra eða notaðra rafhlaðna
Notuðum rafhlöðum ætti ekki að farga
með heimilissorpi. Tekið er við rafhlöðum
á endurvinnslustöðvum, bensínstöðvum,
raftækjaverslunum og víðar.
Til fyrirtækja í löndum utan
Evrópusambandsins.
Þetta merki á aðeins við innan
Evrópusambandsins.
Hafið vinsamlega samband við yfirvöld á
hverjum stað til að fá upplýsingar um
rétta förgun þessarar vöru.
29

Hide quick links:

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents