IKEA FIXA Instructions Manual page 29

Hammer drill li-ion 14.4v
Hide thumbs Also See for FIXA:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
Svona eru SDS verkfærin fjarlægð (sjá
mynd A)
VARÚÐ! Borar og aðrir
fylgihlutir geta verið heitir rétt eftir
notkun. Gætið þess að þeir komist ekki í
snertingu við bera húð og notið viðeigandi
hanska eða hlífar þegar þeir eru
fjarlægðir.
Ýtið láshringnum (3) aftur og fjarlægið
verkfærið. Þurrkið alltaf af verkfærunum
eftir hverja notkun.
Frásog á ryki/sagi
Ryk úr efnum eins og húðun sem
inniheldur blý, sumum viðartegundum,
steinefnum og málmi geta verið skaðleg
heilsu fólks. Ef rykið er snert eða því
andað að sér getur það valdið
ofnæmisviðbrögðum og/eða sýkingu í
öndunarfærum hjá notanda sagarinnar
eða nærstöddum.
Sumt ryk, eins og ryk úr eik eða beyki,
eru talin krabbameinsvaldandi,
sérstaklega í tengslum við
viðarmeðhöndlunarefni (krómat,
fúavarnarefni). Eingöngu fagmenn ættu að
meðhöndla efni sem innihalda asbest.
- Gætið þess að vinnusvæðið sé vel
loftræst.
- Mælt er með að notuð sé P2
öndunargríma með síu.
Athugið reglugerðir á hverjum stað
varðandi meðhöndlun efnanna sem unnið
er með.
Hafist handa
Virknin stillt
Virkni borvélarinnar er stillt milli
höggborunar/borunar með þar til gerðum
rofa.
Athugið: Aðeins má skipta um virkni
þegar slökkt er á vélinni! Annars getur
vélin skemmst.
Til að skipta á milli þarf að velja
höggborun/borun með því að snúa
rofanum (4).
Veljið höggborun ef bora á í steypu eða
stein
Veljið venjulega borun ef bora á í tré,
málm, keramik og plast, og eins ef á að
nota vélina til að skrúfa
Snúningsátt snúið við
Hreyfið rofann sem stjórnar snúningsátt
(5) aðeins þegar vélin er ekki í notkun.
Rofi sem stjórnar snúningsátt (5) er
notaður til að breyta snúningsáttinni. Það
er þó ekki hægt ef kveikt er á aðalrofa (6).
Hægri snúningur: Til að bora og skrúfa
þarf að ýta rofa fyrir snúningsátt (5) til
vinstri.
Vinstri snúningur: Til að losa um og
skrúfa úr skrúfur og rær þarf að ýta rofa
fyrir snúningsátt (5) í gegn til hægri.
Kveikt og slökkt
Til að kveikja á verkfærinu er þrýst á
aðalrofann (6) og honum haldið inni.
Til að slökkva á vélinni er aðalrofanum (6)
sleppt.
Við lágt hitastig tekur það svolitla stund
fyrir höggborvélina að ná mestum
höggþunga.
28

Hide quick links:

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents