Hisense H30MOBS10HC Instruction Manual page 508

Table of Contents

Advertisement

FESTING ÖRBYLGJUOFNSINS
UPPSETNING
508
1.
Gangið úr skugga um að allar umbúðir hafi verið
fjarlægðar innan af hurðinni.
2.
Kannið ofninn efir að umbúðir hafa verið fjarlægðar í
leit að sýnilegum skemmdum á borð við:
– rangstilltri hurð,
– skemmdri hurð,
– dældir eða holur á glugga og skermi hurðarinnar,
– dældir í ofnrýminu.
Ef eitthvað af ofangreindu sést MÁ EKKI nota ofninn.
3.
Þessi örbylgjuofn er 19,4 kg þungur og hann verður
að vera á stöðugu yfirborði sem getur borið þessa
þyngd.
4.
Hafa verður ofninn fjarri miklum hita og gufu.
5.
EKKI setja neitt ofan á ofninn.
6.
Hafið ofninn í minnst 20 cm fjarlægð frá
hliðarveggjum og 0 cm frá bakvegg til að tryggja
rétta loftræstingu.
7.
EKKI fjarlægja drifskaft snúningsskífunnar.
8.
Rétt eins og á við um öll tæki þarf að hafa eftirlit
með börnum þegar þau nota tækið.
9.
Gætið þess að auðvelt sé að komast að
rafmagnsinnstungunni til að taka megi ofninn úr
sambandi í skyndi í neyðartilvikum. Að öðrum kosti
þarf að vera hægt að rjúfa straum af tækinu með
rofa á rafmagnstöflu. Ef það er gert þarf að fylgja
gildandi stöðlum um rafmagnsöryggi.
Varan þarf að vera tengd rétt við jarðtengda innstungu
með einfasa riðstraumi (230 V/50 Hz).
VIÐVÖRUN! ÞETTA TÆKI VERÐUR AÐ VERA JARÐTENGT!
10. Þessi ofn krefst 1,5 kVA inntaksafls. Ráðlagt er að
hafa samráð við tæknimann við uppsetningu
ofnsins.

Hide quick links:

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents