Hisense H30MOBS10HC Instruction Manual page 494

Table of Contents

Advertisement

494
lok íláts sé ekki heitt þegar það er fjarlægt úr
ofninum gefur maturinn eða vökvinn sem er í því frá
sér jafn mikið af gufu og/eða skvettum þegar lokið er
fjarlægt og við hefðbundna eldun.
12. Prófið hitastig eldaðs matar sjálf, sérstaklega þegar
verið er að hita eða elda mat fyrir ungabörn. Ráðlagt
er að neyta aldrei matar/vökva um leið og hann er
tekinn úr ofninum heldur láta hann standa í nokkrar
mínútur og hræra í matnum/vökvanum til að hitinn
dreifist jafnt.
13. Matur sem inniheldur blöndu fitu og vatns, svo sem
soð, ætti að standa í 30–60 mínútur í ofninum eftir
að slökkt hefur verið á honum. Þannig nær blandan
að jafnast og þá er komið í veg fyrir uppsuðu þegar
skeið er sett í matinn/vökvann eða kraftteningi er
bætt við.
14. Við hitun eða eldun matar eða vökva þarf að hafa í
huga að tiltekin matvæli, svo sem búðingur, sulta og
kjöthakk, hitna mjög hratt. Ekki má nota plastílát við
hitum eða eldun matar sem inniheldur mikla fitu eða
mikinn sykur.
15. Eldunaráhöld geta orðið heit vegna hitans sem berst
frá upphitaða matnum. Þetta getur sérstaklega gerst
ef plastfilma er yfir ílátinu og handföngum. Nota gæti
þurft pottaleppa til að færa áhöldin.
16. Til að minnka hættu á að eldur kvikni í ofnrýminu:
a) Ekki ofelda mat. Hafið sérstakar gætur á
örbylgjuofninum ef pappír, plast eða önnur
brennanleg efni eru sett í ofninn við eldun.
b) Fjarlægið vírabindingar af pokum áður en
pokar eru settir í ofninn.
c) Ef það kviknar í efnum innan í ofninum skal hafa
hurðina lokaða, taka ofninn úr sambandi eða rjúfa
straum á rafmagnstöflu.

Hide quick links:

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents