Microlife BP B1 Classic Manual page 63

Hide thumbs Also See for BP B1 Classic:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
Mögulegar ástæður og viðbrögð við
Villuboð Lýsing
þeim
«HI»
Hjartsláttur
Þrýstingurinn í handleggsborðanum er of
of hraður
hár (meiri en 299 mmHg) EÐA hjartslát-
eða
turinn er of hár (fleiri en 200 slög á
þrýstingur í
mínútu). Slakaðu á í 5 mínútur og endur-
handleggs-
taktu svo mælinguna.*
borða of hár
«LO»
Hjartsláttur
Hjartsláttur er of hægur (færri en 40 slög
of hægur
á mínútu). Endurtaktu mælinguna.*
* Vinsamlegast hafðu strax samband við lækni ef þessi eða
einhver önnur vandamál koma upp í sífellu.
7. Öryggi, viðhald, nákvæmnismæling og förgun
Öryggi og eftirlit
 Fylgið leiðbeiningunum fyrir notkun. Þetta skjal inniheldur
mikilvægar notkunar- og öryggisupplýsingar varðandi tækið.
Vinsamlegast lesið skjalið vel fyrir notkun tækisins og geymið til
að hafa til hliðsjónar síðar.
 Þetta tæki má eingöngu nota í þeim tilgangi sem lýst er í
þessum bæklingi. Framleiðandi ber enga ábyrgð á skemmdum
af völdum rangrar notkunar.
 Í tækinu er viðkvæmur tæknibúnaður og því ber að sýna gætni
við notkun þess. Fylgdu þeim leiðbeiningum um geymslu og
notkun sem fram koma í kaflanum «Tæknilýsing».
 Verndaðu tækið gegn:
- vatni og raka
- miklum sveiflum í hitastigi
- höggum og falli
- mengun og ryki
- sólarljósi
- hita og kulda
 Handleggsborðinn er viðkvæmur og fara verður gætilega með
hann.
 Ekki nota annan handleggsborða eða tengi til að mæla með
þessu tæki.
 Blástu handleggsborðann ekki upp nema að honum hafi verið
komið rétt fyrir á handlegg.
 Notaðu ekki tækið nálægt sterku rafsegulsviði, t.d. farsíma eða
útvarpssendi. Vertu að minnsta kosti 3,3 metra frá slíkum
tækjum þegar þú notar þetta tæki.
BP B1 Classic
 Notaðu tækið ekki ef þú heldur að það sé bilað eða ef þú tekur
eftir einhverju óvenjulegu.
 Aldrei má opna þetta tæki.
 Ef ekki á að nota tækið tímabundið skaltu taka rafhlöðurnar úr
því.
 Lestu nánari öryggisupplýsingar í bæklingnum.
 Ef þú ert með hjartsláttaróreglu skaltu ráðfæra þig við lækninn
áður en þú notar tækið. Sjá einnig kaflann «Tákn óreglulegs
hjartsláttar (IHB) birtist» í þessari notendahandbók
 Niðurstaða mælingar með þessu tæki er ekki greining.
Mælingin kemur ekki í veg fyrir þörfina að fá ráðgjöf frá lækni,
sérstaklega ef hún passar ekki við einkenni sjúklings. Ekki
treysta einungis á niðurstöðu mælingar, hafðu alltaf í huga
önnur hugsanleg einkenni og viðbrögð sjúklings. Að hringja í
lækni eða sjúkrabíl er ráðlagt ef þess þarf.
 Viðvarandi of hár blóðþrýstingur getur valdið heilsutjóni
og krefst læknismeðferðar.
 Ræddu um blóðþrýstingsgildin við lækninn og segðu honum frá
því ef þú hefur tekið eftir einhverju óvenjulegu eða ert í vafa um
eitthvað varðandi blóðþrýstinginn. Reiddu þig aldrei á eina
staka blóðþrýstingsmælingu.
 Ekki breyta lyfjunum þínum undir neinum kringumstæðum
og ekki hefja lyfjameðferð án þess að ræða við lækninn þinn.
 Það er ekkert óeðlilegt þótt niðurstöður blóðþrýstingsmælinga
séu ólíkar eftir því hvort læknir mælir blóðþrýstinginn, starfs-
maður í apóteki eða þú upp á eigin spýtur. Aðstæðurnar eru
gjörólíkar.
 Hjartsláttarmælirinn nemur ekki tíðni gangráða!
 Ef þú ert ófrísk skaltu fylgjast með blóðþrýstingnum því hann
getur breyst verulega á þessum tíma.
Gættu þess að börn handfjatli ekki tækið án eftirlits; sumir
hlutar þess eru það litlir að hægt er að gleypa þá. Hafa skal
í huga hættu á köfnun ef þessu tæki fylgja snúrur eða
slöngur.
Viðhald tækisins
Hreinsaðu tækið eingöngu með mjúkum og þurrum klút.
Þrif á handleggsborða
Fjarlægið bletti gætilega af handleggsborðanum með rökum klút
og sápu.
VIÐVÖRUN: Handleggsborðann má hvorki þvo í þvottavél
né uppþvottavél!
IS
61

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents