Download Print this page

Arrow CVC Quick Manual page 22

Central venous catheter
Hide thumbs Also See for CVC:

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
Leiðaravír komið fyrir:
Leiðaravír:
Settin eru fáanleg með ýmsum tegundum leiðaravíra. Leiðaravírar eru fáanlegir með mismunandi
þvermáli, lengdum og oddum fyrir tilteknar ísetningaraðferðir. Kynnið ykkur leiðaravírana sem notaðir
eru við tilteknu aðferðina áður en ísetningin er hafi n.
Arrow Advancer (ef til staðar):
Arrow Advancer er notaður til að rétta af „J" enda leiðaravírs til að þræða leiðaravírinn inn í Arrow
Raulerson sprautu eða nál.
Réttið úr „J" með þumlinum (sjá mynd 2).
Setjið enda Arrow Advancer – með „J" dregið út – inn í opið aftan á bullu Arrow Raulerson
sprautunnar eða nálarslíðrinu (sjá mynd 3).
10. Færið leiðaravírinn fram um það bil 10 cm inn í Arrow Raulerson sprautuna þar til hann fer í
gegnum sprautulokana eða inn í nálarslíðrið.
• Hugsanlega þarf að beita vægum snúningi til að koma leiðaravírnum í gegnum Arrow
Raulerson sprautuna.
11. Lyftið þumlinum og dragið Arrow Advancer um það bil 4-8 sentímetra frá Arrow Raulerson
sprautunni eða nálarslíðrinu. Leggið þumalinn á Arrow Advancer og með því að halda fast í
leiðaravírinn er búnaðinum ýtt inn í sprautubolinn til að ýta leiðaravírnum áfram. Haldið áfram
þar til leiðaravírinn nær æskilegri dýpt.
12. Notið sentímetrakvarðann á (ef til staðar) leiðaravír til að ákvarða hversu stór hluti leiðaravírs er
ísettur.
ATHUGASEMD: Þegar leiðaravír er notaður með Arrow Raulerson sprautu (útdreginni að fullu) og
6,35 cm (2-1/2") nálarslíðri, má nota eftirfarandi viðmiðanir um staðsetningu:
• 20 sentímetra merki (tvö strik) sjást aftan við bulluna = oddur leiðaravírsins er við enda
nálarinnar
• 32 sentímetra merki (þrjú strik) sjást aftan við bulluna = leiðaravírsins nær u.þ.b. 10 cm
fram yfi r enda nálarinnar
Varúð: Viðhaldið ávallt föstu gripi á leiðaravír. Hafi ð næga lengd leiðaravírs sýnilega til að
geta beitt honum. Leiðaravír án stýringar getur leitt til segareks af völdum leiðaravírs.
Viðvörun: Ekki soga upp í Arrow Raulerson sprautuna meðan leiðaravírinn er á sínum stað,
loft gæti komist inn í sprautuna í gegnum aftari lokann.
Varúð: Endurdælið ekki blóði til að minnka hættu á blóðleka úr aftari sprautuenda (loki).
Viðvörun: Dragið ekki leiðaravír til baka meðfram sniðbrún nálar til að draga úr hættu á
mögulegum skurði eða skemmdum á leiðaravír.
13. Fjarlægið nálarslíður og Arrow Raulerson sprautuna (eða hollegginn) á meðan leiðaravír er haldið
stöðugum.
14. Notið sentímetrakvarðann á leiðaravírnum til að stilla innliggjandi lengd hans að æskilegri dýpt
inniliggjandi holleggjarins.
15. Stækkið stungustaðinn ef nauðsyn krefur með skurðarbrún skurðarhnífsins, sem staðsettur er
fj arri leiðaravírnum.
Viðvörun: Klippið ekki leiðaravírinn til að breyta lengd hans.
Viðvörun: Skerið ekki leiðaravír með skurðarhníf.
• Staðsetjið egg skurðarhnífs fj arri leiðaravír.
• Notið öryggis- og/eða læsingarhluta skurðarhnífs (þar sem við á) þegar hann er ekki í
notkun til að minnka hættu á slysum vegna beittra áhalda.
16. Notið vefj abelg að stækka vefj asvæði til æðarinnar eftir þörfum. Fylgið horni leiðaravírsins hægt
í gegnum húðina.
Viðvörun: Skiljið ekki vefj abelg eftir sem íliggjandi hollegg. Að skilja vefj abelg eftir setur
sjúkling í hættu á mögulegri götun æðaveggja.
Holleggur færður fram:
17. Þræðið enda holleggjarins yfi r leiðaravírinn. Hæfi leg lengd leiðaravírs verður að haldast sýnileg
við tengienda holleggjar til að viðhalda traustu gripi á leiðaravírnum.
18. Takið í nálæga húð og færið hollegginn inn í æðina með léttum snúningshreyfi ngum.
Viðvörun: Festið ekki holleggsklemmu og lás (þar sem við á) fyrr en leiðaravír er fj arlægður.
19. Notið sentímetrakvarðann á holleggnum sem staðsetningarmörk og færið hollegginn í endanlega
inniliggjandi stöðu.
ATHUGASEMD: Sentímetrakvarðinn miðast við enda holleggjarins.
• Tölur: 5, 15, 25 o.s.frv.
• Strik: hvert strik táknar 10 cm bil, eitt strik sýnir 10 cm, tvö strik sýna 20 cm o.s.frv.
• Punktar: hver punktur táknar 1 cm bil
20. Haldið holleggnum í æskilegri dýpt og fj arlægið leiðaravírinn.
Varúð: Ef hindrun er til staðar þegar fj arlægja skal leiðaravírinn eftir ísetningu holleggs, má
beygja vírinn utan um enda holleggsins innan æðar (sjá mynd 4).
• Við þessar aðstæður getur fj arlæging leiðaravírsins orðið til þess að of miklu afl i verði beitt og
valdið því að leiðaravírinn brotni.
• Ef mótstaða fi nnst, dragið hollegginn út samhliða leiðaravírnum um u.þ.b. 2-3 cm og reynið
að fj arlægja leiðaravírinn.
• Ef mótstaða fi nnst enn, skal fj arlægja leiðaravírinn og hollegginn samtímis.
Viðvörun: Beitið ekki óhófl egu afl i á leiðaravírinn til að minnka hættu á að hann geti
brotnað.
21. Tryggið að leiðaravírinn sé heill þegar hann hefur verið fj arlægður.
Ísetningu holleggjarins lokið:
22. Tryggið opnun holrýma með því að festa sprautu á hverja framlengingu og sogið þar til frjálst
fl æði bláæðablóðs kemur í ljós.
23. Skolið holrými til að hreinsa blóð úr holleggnum.
24. Tengið allar framlengingarslöngur við viðeigandi Luer-Lock línur eins og þörf krefur. Ónotuðum
tengjum má „læsa" með Luer-Lock tengjum með því að nota staðlaðar viðmiðunar- og
verklagsreglur stofnunarinnar.
• Slönguklemmur eru á framlengingaslöngunum til að loka fyrir fl æði gegnum hvert holrými á
meðan skipt er um línur og Luer-Lock tengi.
Viðvörun: Opnið slönguklemmu áður en kemur að innrennsli gegnum holrými til að minnka
hættu á skemmdum á framlengingarslöngum vegna of mikils þrýstings.
Festið hollegg:
25. Notið holleggjafestingu, holleggjaklemmu og festi, hefti eða sauma (ef til staðar).
• Notið þríhyrnt samtengi með hliðarvængjum sem aðalstað fyrir saum.
• Notið holleggjaklemmur og festi sem síðari stungustað eftir því sem þörf krefur.
Varúð: Dragið úr hreyfi ngum á hollegg meðan á aðgerð stendur til að rétt staða enda
holleggjar haldist.
Holleggjafesting (ef til staðar):
Nota skal holleggjafestingu samkvæmt notkunarleiðbeiningum frá framleiðanda.
Holleggjaklemma og festir (ef til staðar):
Holleggjaklemma og festir eru notuð til að tryggja hollegg þegar til önnur festing til viðbótar við
tengienda holleggsins er nauðsynleg fyrir stöðugleika holleggsins.
Eftir að leiðaravír hefur verið fj arlægður og nauðsynlegar slöngur hafa verið tengdar eða festar,
breiðið út vængi gúmmíþvingu og komið henni fyrir á holleggnum, gangið úr skugga um að
holleggurinn sé ekki rakur eins og nauðsynlegt er til að halda endanum í réttri stöðu.
Klemmið stífan festi á holleggjaklemmuna.
Festið holleggjaklemmuna og festinn sem einingu við sjúklinginn með því að nota
holleggjafestingu, hefti eða sauma. Festa þarf bæði holleggjaklemmuna og festinn til að draga
úr hættu á tilfærslu holleggjar (sjá mynd 5).
26. Tryggið að ísetningarstaðurinn sé þurr áður en umbúðir eru settar á samkvæmt leiðbeiningum
framleiðandans.
27. Metið staðsetningu holleggjaenda í samræmi við viðmiðunar- og verklagsreglur stofnunarinnar.
28. Ef endi holleggsins er á röngum stað, metið aðstæður og skiptið um eða færið hollegginn í
samræmi við viðmiðunar- og verklagsreglur stofnunarinnar.
Umhirða og viðhald:
Umbúðir:
Búið um samkvæmt viðmiðunarreglum, aðferðum og verklagsreglum stofnunarinnar. Skiptið strax
um umbúðir ef vafi leikur á um heilleika, t.d. umbúðir verða rakar, óhreinar, lausar eða er ekki lengur
lokaðar.
Opnun holleggs:
Haldið holleggnum opnum samkvæmt viðmiðunarreglum, aðferðum og verklagsreglum
stofnunarinnar. Allir starfsmenn sem sjá um sjúklinga með miðlægan bláæðarlegg verða að hafa
þekkingu á árangursríkri meðhöndlun til að lengja þann tíma sem holleggurinn er inniliggjandi og
koma í veg fyrir skaða.
Holleggur fj arlægður - leiðbeiningar:
29. Leggið sjúkling á bakið samkvæmt klínískum ábendingum til að minnka hættu á mögulegu
loftreki.
30. Fjarlægið umbúðir.
31. Losið hollegginn og fj arlægið frá festibúnaði holleggsins.
32. Biðjið sjúklinginn um að anda djúpt og halda niðri í sér andanum ef fj arlægja á hollegg í innri
hóstarbláæð eða viðbeinsbláæð.
33. Fjarlægið hollegginn með því að toga hann varlega samhliða húð. Ef viðnám fi nnst þegar
holleggurinn er fj arlægður
STÖÐVIР
Varúð: Hollegginn má ekki fj arlægja með valdi, það getur leitt til skemmda á hollegg og
blóðreksmyndun. Fylgið viðmiðunar- og verklagsreglum stofnunarinnar ef erfi tt er að
fj arlægja hollegg.
34. Þrýstið beint á staðinn þar til blæðing stöðvast, setjið þar á eftir ógegndræpar umbúðir með
smyrsli á staðinn.
Viðvörun: Ísetningarstaður holleggsins verður áfram inngöngustaður fyrir loft þar
til staðurinn er gróinn. Ógegndræpar umbúðir ættu að vera á í að minnsta kosti
24 klukkustundir eða þar til staðurinn virðist gróinn.
35. Skráið brottnám leggsins, þ.m.t. staðfestingu á að allur holleggurinn og endinn hefur verið
fj arlægður samkvæmt viðmiðunar- og verklagsreglum stofnunarinnar.
Frekara efni um mat sjúklinga, klíníska fræðslu, aðferðir við ísetningu og mögulega fylgikvilla
tengdum þessari meðferð er að fi nna í stöðluðum kennslubókum, læknisfræðilegum
bókmenntum og á vefsíðu Arrow International, Inc: www.telefl ex.com
22

Advertisement

loading