Hyundai Staria US4 2021 Owner's Manual page 768

Table of Contents

Advertisement

Appendix
Uppsetning keðja
Þegar snjókeðjur úr dúk eru settar upp
skal fylgja leiðbeiningum framleiðandans
og setja þær á eins þétt og mögulegt er.
Þegar keðjur hafa verið settar á skal
aka hægt (undir 30 km/klst.). Ef hljóð
heyrist sem bendir til að keðjurnar séu í
snertingu við yfirbyggingu eða undirvagn
er rétt að nema staðar og herða
keðjurnar. Ef snerting virðist enn eiga sér
stað skal hægja aksturinn þar til hljóðið
þagnar. Fjarlægðu snjókeðjur úr dúk
um leið og þú ferð að aka á hreinsuðum
vegum.
Þegar snjókeðjur eru settar upp
skal leggja ökutækinu á sléttum
fleti fjarri umferð. Kveikið á
hættuljósum ökutækisins og setjið
viðvörunarþríhyrning upp fyrir aftan það
(ef hann er til staðar). Hafið ökutækið
ávallt í handbremsu og drepið á vélinni
áður en snjókeðjur eru settar á.
10-4
ATHUGIÐ
Þegar snjókeðjur úr dúk eru notaðar:
• Séu keðjur af rangri stærð eða
rangt upp settar geta þær valdið
skemmdum á hemlalögn, fjöðrun,
yfirbyggingu og hjólum ökutækisins.
• Ef hljóð heyrist vegna þess að
keðjurnar snerta yfirbyggingu
ökutækisins skal herða þær aftur
til að koma í veg fyrir snertingu við
yfirbygginguna.
• Til að forðast skemmdir á
yfirbyggingunni skal herða aftur á
keðjunum eftir 0,5~1,0 km akstur.
• Ekki nota snjókeðjur á ökutæki með
álfelgur. Ef óhjákvæmilegt er skal
nota snjókeðjur úr dúk.

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents