Microlife BP A7 Touch BT Manual page 83

Bluetooth blood pressure monitor
Hide thumbs Also See for BP A7 Touch BT:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 3
- vatni og raka
- miklum sveiflum í hitastigi
- höggum og falli
- mengun og ryki
- sólarljósi
- hita og kulda
 Handleggsborðinn er viðkvæmur og fara verður gætilega með
hann.
 Ekki nota annan handleggsborða eða tengi til að mæla með
þessu tæki.
 Blástu handleggsborðann ekki upp nema að honum hafi verið
komið rétt fyrir á handlegg.
 Notaðu ekki tækið nálægt sterku rafsegulsviði, t.d. farsíma eða
útvarpssendi. Vertu að minnsta kosti 3,3 metra frá slíkum
tækjum þegar þú notar þetta tæki.
 Notaðu tækið ekki ef þú heldur að það sé bilað eða ef þú tekur
eftir einhverju óvenjulegu.
 Aldrei má opna þetta tæki.
 Ef ekki á að nota tækið tímabundið skaltu taka rafhlöðurnar úr
því.
 Lestu nánari öryggisupplýsingar í bæklingnum.
 Niðurstaða mælingar með þessu tæki er ekki greining.
Mælingin kemur ekki í veg fyrir þörfina að fá ráðgjöf frá lækni,
sérstaklega ef hún passar ekki við einkenni sjúklings. Ekki
treysta einungis á niðurstöðu mælingar, hafðu alltaf í huga
önnur hugsanleg einkenni og viðbrögð sjúklings. Að hringja í
lækni eða sjúkrabíl er ráðlagt ef þess þarf.
 Viðvarandi of hár blóðþrýstingur getur valdið heilsutjóni
og krefst læknismeðferðar.
 Ræddu um blóðþrýstingsgildin við lækninn og segðu honum frá
því ef þú hefur tekið eftir einhverju óvenjulegu eða ert í vafa um
eitthvað varðandi blóðþrýstinginn. Reiddu þig aldrei á eina
staka blóðþrýstingsmælingu.
 Ekki breyta lyfjunum þínum undir neinum kringumstæðum
og ekki hefja lyfjameðferð án þess að ræða við lækninn þinn.
 Það er ekkert óeðlilegt þótt niðurstöður blóðþrýstingsmælinga
séu ólíkar eftir því hvort læknir mælir blóðþrýstinginn, starfs-
maður í apóteki eða þú upp á eigin spýtur. Aðstæðurnar eru
gjörólíkar.
 Hjartsláttarmælirinn nemur ekki tíðni gangráða!
 Ef þú ert ófrísk skaltu fylgjast með blóðþrýstingnum því hann
getur breyst verulega á þessum tíma.
BP A7 Touch BT
Gættu þess að börn handfjatli ekki tækið án eftirlits; sumir
hlutar þess eru það litlir að hægt er að gleypa þá. Hafa skal
í huga hættu á köfnun ef þessu tæki fylgja snúrur eða
slöngur.
Viðhald tækisins
Hreinsaðu tækið eingöngu með mjúkum og þurrum klút.
Þrif á handleggsborða
Fjarlægið bletti gætilega af handleggsborðanum með rökum klút
og sápu.
VIÐVÖRUN: Undir engum kringumstæðum má þvo
blöðruna!
Nákvæmnismæling
Ráðlegt er að sannreyna nákvæmni tækisins á 2 ára fresti og
einnig ef það verður fyrir hnjaski (t.d. dettur í gólfið). Vinsamlega
hafðu samband við Artasan ehf., umboð Microlife á Íslandi, og
pantaðu nákvæmnismælingu á tækinu.
Förgun
Farga ber rafhlöðum og rafeindabúnaði í samræmi við gild-
andi reglur á hverjum stað en ekki með venjulegu heimilis-
sorpi.
12. Ábyrgð
Á tækinu er 5 ára ábyrgð frá kaupdegi. Á þessu ábyrgðartímabili
mun Microlife meta mælinn og gera við eða skipta um gallaða vöru
án endurgjalds.
Ábyrgðin fellur úr gildi ef tækið hefur verið opnað eða breytingar
gerðar á því.
Eftirfarandi atriði eru undanskilin ábyrgðinni:
 Flutningskostnaður og áhætta vegna flutnings.
 Tjón af völdum rangrar notkunar eða ekki farið eftir notku-
narleiðbeiningunum.
 Tjón af völdum lekandi rafhlaðna.
 Tjón af völdum slyss eða misnotkunar.
 Pökkun/ geymsluefni og notkunarleiðbeiningar.
 Reglulegt eftirlit og viðhald (kvörðun).
 Aukahlutir og hlutir sem eyðast: Rafhlöður, spennubreytir (valfr-
jálst).
Handleggsborðinn fellur undir ábyrgð á virkni (stífni blöðru) í 2 ár.
Ef þörf er á ábyrgðarþjónustu, vinsamlegast hafðu samband við
söluaðila þaðan sem varan var keypt eða þjónustuaðila Microlife.
Þú getur haft samband við þjónustuaðila Microlife í gegnum
IS
81

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents