Viðbótarupplýsingar
Leiðbeiningar um notkun innan
Bandaríkjanna
Varúð: Samkvæmt bandarískum alríkislögum
mega aðeins læknar og heilbrigðisstarfsmenn
panta og selja þetta tæki.
Viðvörun fyrir dreifingaraðila heyrnartækja
Verðandi Baha-notandi þarf alltaf að hafa
undirgengist skoðun hjá fullgildum lækni (helst
eyrnasérfræðingi) og hafa fengið ígræði
í höfuðkúpuna áður en heimilt er að afhenda
Baha-hljóðörgjörva. Baha-hljóðörgjörvann má
nota með Softband eða SoundArc, en notkun
þeirra krefst ekki ígræðis. Læknisskoðunar er þó
krafist.
Mikilvæg tilkynning fyrir verðandi notendur
Baha-hljóðörgjörva
• Verðandi Baha-notandi þarf alltaf að hafa
undirgengist ítarlega skoðun hjá fullgildum
lækni (helst lækni með sérþekkingu á
eyrnasjúkdómum, háls-, nef- og eyrnalækni
eða heyrnarfræðingi) og hafa fengið ígræði
í höfuðkúpuna áður en heimilt er að afhenda
Baha-hljóðörgjörva.
• Tilgangurinn með læknisskoðuninni er að
tryggja að það sem hægt er að lækna og getur
haft áhrif á heyrnina hafi verið meðhöndlað
áður en fjárfest er í heyrnartæki. Að lokinni
læknisskoðun færðu skriflegt mat hjá
lækninum þar sem tilgreint er að heyrnartapið
hafi verið læknisfræðilega metið og að þú
komir til greina sem notandi Baha-búnaðar.
Læknirinn mun vísa þér til heyrnarfræðings eða
heyrnartækjafræðings, eftir því sem á við, til að
velja heyrnartæki.
32
• Samkvæmt alríkislögum má aðeins selja
Baha-hljóðörgjörva einstaklingum sem
hafa fengið læknisfræðilegt mat hjá
vottuðum lækni. Samkvæmt alríkislögum er
upplýstum fullorðnum einstaklingi heimilt
að undirrita yfirlýsingu um undanþágu þar
sem læknisfræðilegu mati er hafnað vegna
trúarlegra eða persónulegra skoðana sem útiloka
læknisráðgjöf. Með því að beita slíkri undanþágu
er ítrustu heilbrigðiskröfum ekki fullnægt og þér
er eindregið ráðið frá því að beita henni, heilsu
þinnar vegna.
Varúðarorð um rafhlöður
Rafhlöður geta verið hættulegar ef þær eru
gleyptar. Gættu þess vel að geyma rafhlöður
ævinlega þar sem lítil börn, gæludýr eða
einstaklingar með þroskaskerðingu ná ekki til.
Ef rafhlaða er gleypt fyrir slysni skal tafarlaust leita
læknishjálpar á næstu neyðarmóttöku, eða hafa
samband við Eitrunarmiðstöð í síma
543 2222, eða 112.
Need help?
Do you have a question about the Baha Attract System and is the answer not in the manual?
Questions and answers