Velkomin(n)
Til hamingju með Cochlear™ Baha® Attract-kerfið sem þú hefur nú eignast. Í þessari
handbók er að finna hollráð og ráðleggingar um notkun og umhirðu Cochlear™ Baha®
Attract-kerfisins. Handbókin er viðauki við A-hluta handbókarinnar fyrir hljóðörgjörvann
og kemur ekki í stað þess hluta þeirrar handbókar.
Inngangur
Þessi leiðarvísir inniheldur meðal annars
leiðbeiningar um eftirfarandi:
• hvernig festa á hljóðörgjörvann við SP-segulinn
• umhirðu, hreinsun og viðhald
• notkun aukabúnaðar
• úrræðaleit
Um skýringarmyndir: Skýringarmyndir sem
birtar eru á fram- og bakhlið samsvara köflum
með upplýsingum í þessari handbók sem eiga
við um alla hljóðörgjörva frá Baha. Hafðu í
huga að nota rétta skýringarmynd við lesturinn.
Myndir af hljóðörgjörvanum eru aðeins ætlaðar
til viðmiðunar og eru ekki í raunstærð. Útlit
hljóðörgjörvans sem fylgir með þínu setti kann að
vera annað en sýnt er á myndinni.
Hljóðörgjörvi og SP-segull
fest á
1
Sjá skýringarmynd
SP-segullinn festist við hljóðörgjörvann, heldur
honum á sínum stað yfir ígræðisseglinum og flytur
hljóð frá hljóðörgjörvanum til ígræðisins.
Notaðu hallaaðferðina (lýst hér að neðan) til
að tengja og aftengja hljóðörgjörvann við og frá
SP-seglinum. Þannig er tryggt að segullinn virki
ævinlega sem skyldi.
Leggðu SP-segulinn á sléttan flöt.
1
Smeygðu hljóðörgjörvanum gætilega
2
skáhallt inn í smellutengi SP-segulsins og
festu hann. Gættu þess vel að hnappur/
hnappar á hljóðörgjörvanum séu samsíða
örvarmerkingunni á SP-seglinum.
28
Þegar hnappurinn/hnapparnir og
3
örvarmerkingin vísa upp á við skaltu staðsetja
hljóðörgjörvann yfir ígræðinu fyrir aftan
eyrað. Hugsanlega er auðveldara að kveikja á
hljóðörgjörvanum áður en hann er staðsettur
fyrir aftan eyrað.
Fjarlægðu hljóðörgjörvann með því að grípa
4
utan um SP-segulinn á meðan hljóðörgjörvinn
er enn festur við hann. Til að fjarlægja
hljóðörgjörvann af SP-seglinum skaltu stinga
einum fingri undir hljóðörgjörvann og halla
honum gætilega þar til hann losnar.
Athugaðu:
• Á fyrsta notkunartímabilinu er ráðlagt að auka
notkunartíma SP-segulsins smátt og smátt
til að húðin nái að aðlagast þrýstingnum
frá SP-seglinum. Ef vart verður við ertingu
skal fjarlægja SP-segulinn til að húðin nái
að hvílast um stund. Ef óþægindi og/eða
húðerting eru viðvarandi skaltu hafa samband
við heyrnarsérfræðinginn.
• Til að tryggja góða viðloðun ætti
örvarmerkingin á SP-seglinum alltaf að vísa
upp og æskilegt er að sem minnst af hári sé
undir SP-seglinum.
Sjá skýringarmynd
1
mynd 3.
• Til að forðast hljóðtruflanir (blísturhljóð)
skaltu gæta þess að hljóðörgjörvinn snerti
enga aðra hluti, t.d. gleraugu eða húfu.
• Ráðlagt er að vera með öryggissnúru festa við
hljóðörgjörvann til að draga úr hættu á að
örgjörvinn týnist eða skemmist.
Need help?
Do you have a question about the Baha Attract System and is the answer not in the manual?
Questions and answers