Umhirða SP-segulsins
Haltu SP-seglinum hreinum með því að strjúka
af honum með alkóhólfríum klúti. Ekki skal nota
rennandi vatn til að hreinsa SP-segulinn.
Notaðu mjúkan bursta til að hreinsa tengi
SP-segulsins.
Til að forðast óþægindi er ráðlagt að festa mjúka
púðann á SP-segulinn við notkun.
Skipt um mjúka púða
Skipta ætti reglulega um mjúka púðann á
SP-seglinum. Skipta ætti um mjúka púðann
ef vart verður við eftirfarandi:
• Uppsöfnun óhreininda eða raka á mjúka
púðanum sem ekki er hægt að strjúka burtu
• Mjúki púðinn virðist slitinn eða skemmdur
• Vart verður við stigvaxandi óþægindi við
notkun (ef þetta lagast ekki þegar skipt er
um mjúka púðann skaltu hafa samband við
heyrnarsérfræðinginn)
Hafðu samband við heyrnarsérfræðinginn þinn til
að fá nýja mjúka púða.
Sjá mynd
2
Til að fjarlægja mjúka púðann af SP-seglinum
1
skal lyfta upp og taka um ólímda hluta mjúka
efnisins og losa því næst púðann hægt af SP-
seglinum.
Gættu þess að allar límleifar hafi verið fjarlægðar
af SP-seglinum.
Taktu nýjan, mjúkan púða og fjarlægðu
2
hlífðarþynnuna af límhliðinni.
Festu mjúka púðann við SP-segulinn. Gættu
3
þess að mjúki púðinn sé miðjustilltur og að
hann þeki allt yfirborð SP-segulsins.
Fjarlægðu hinar hlífðarþynnurnar af mjúka
4
púðanum áður en þú byrjar að nota SP-
segulinn.
Athugaðu: Til að það sé auðveldara að ná
taki og fjarlægja púðann er lítill hluti við jaðar
púðans ekki þakinn lími.
Meðhöndlun hljóðörgjörvans
Sjá mynd
3
Þegar þú hefur lært vel á hljóðörgjörvann getur þú
skipt um kerfi og aukið eða minnkað hljóðstyrk á
meðan hljóðörgjörvinn er festur við SP-segulinn
sem er staðsettur á höfðinu á þér. Gættu þess að
styðja við örgjörvann neðan frá með þumlinum á
meðan þú ýtir á hnappana með vísifingri.
Geymsla örgjörvans
Geymdu hljóðörgjörvann í geymslukassanum
þegar hann er ekki í notkun. Hægt er að festa
hljóðörgjörvann við SP-segul og hægt er að festa
öryggissnúruna við hljóðörgjörvann.
Viðvaranir og varúðarreglur
Varúð: Ef þú þarft að fara í segulómun
(MRI) skaltu kynna þér upplýsingarnar á
segulómunarkortinu sem fylgir með í
fylgiskjalapakkanum fyrir hljóðörgjörvann.
Aðrar öryggisupplýsingar
• Fjarlægðu hljóðörgjörvann og SP-segulinn ef þú
þarft að fara í einhverja meðferð sem felur í sér
jónandi geislun, svo sem röntgenmyndatöku,
tölvusneiðmyndatöku og geislameðferð.
• Ígræddi segullinn getur haft áhrif á
greiningarupplýsingar eða skilvirkni meðferðar
á svæðinu umhverfis segulinn í meðferðum
með jónandi geislun (t.d. röntgenmyndatöku,
tölvusneiðmyndatöku og geislameðferð). Hafðu
samráð við meðferðarlækninn áður en þú ferð í
einhverja slíka meðferð.
• Baha Attract-kerfið inniheldur smáa hluti sem
gætu valdið hættu ef þeim er kyngt eða valdið
köfnunarhættu við inntöku eða innöndun.
• Fullorðnir þurfa af hafa eftirlit með börnum sem
nota búnaðinn.
Íslenska
29
Need help?
Do you have a question about the Baha Attract System and is the answer not in the manual?
Questions and answers